Nú hef ég loks fengið virðulegan titil. Elísabet kattahirðir. Kúrt, Óskar og Bernharð. Þeir sofa uppí hjá mér í stað ísbjarnanna. Drekka úr glasi á borðinu eða í baðinu, svo dansa þeir á kvöldin, og vita nákvæmlega hvað þeir vilja, fisk. Ýsu, túnfisk, sardínur, fisk, meiri fisk.
Kúrt lét sig hverfa en skreið inn í gærkvöldi. Hann var að heimsækja læðu á Finnbogastöðum eða það þykir líklegast. Bernharð læðist í fjöruna á kvöldin, svart kvikindi sem skannar allt svæðið, Óskar gengur um einsog einhver á háhælaskóm, klikk, klakk, klikk, klakk. Og ég er að bíða eftir að þeir komi inn með kríu, lóu eða álft.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli