21 maí 2009

Tíðindasamt í Trékyllisvík

Ég er eiginlega hætt að ráða við þetta, fyrstu dagana gerðist það helst að svanur flaug framhjá Finnbogastaðafjalli eða tjaldurinn kroppaði í fjörunni en nú rekur hver stórviðburðurinn annan, ég var við skólaslit í Finnbogastaðaskóla þarsem Ásta og Júlíana útskrifuðust með láði, kökur á eftir og sýning, svo í sund á Krossnesi í tvo klukkutíma með Maddý, í mat til hennar á eftir, maturinn var einsog á fimmstjörnu veitingahúsi, svo fórum við í fimmtugsafmæli til Jóhönnu í Árnesi og þar hitti ég Gústu í Norðurfirði og Óla á Gjögri, alla þessa skemmtilegu krakka og unglinga og já bara alla í sveitinni og svoleiðis kökurnar. Ég þekkti afmælisbarnið ekki mikið en ákvað að gefa henni vísu í afmælisgjöf.

Afmælisbarnið ekkert þekkti
yndi allra hér í kvöld.
Fagnar hennar fríðleiksslekti
frúin fyllir hálfa öld.

*

Engin ummæli: