Þá grét ég yfir því einsog stendur einhverstaðar sem var gleði mín, um leið og ég sá kistuna minntist ég hlátursins hans Guðmundar og tárin trilluðu niður kinnarnar, þessi lífsgleði sem kom úr svo hreinu hjarta, alltaf svo saklaus og góður við mig einsog ég væri vængbrotinn fugl.
Og það var nefnilega kannski það, en svo líka þetta algleymi, algleymi hláturs og gleði, spratt fram rétt einsog hafaldan hérna fyrir utan. Enda skil ég ekki að hann skuli vera ofaní kistunni, ég skil bara ekki að hann skuli komast þar fyrir, slíkur var slátturinn í höndunum.
En það voru fallegir sálmar og söngur og hafi ég ekki skilið þennan stað áður, þá skildi ég hann þessa stund. Mér fannst einsog Guðmundur væri sjálfur að syngja.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli