14 maí 2009

Sonur minn og tengdadóttir

Sonur minn og tengdadóttir
tóku mig til Indíánalandsins
til að sýna mér að ég er ekki lengur barn
og Indíánarnir ekki lengur Indíánar,

hvílík hryggð og undarlegheit,
en í staðinn varð til sælustund
við straumharða ána Ooouunalufte
þar sem við sátum kvöld eftir kvöld
og spiluðum tuttugu og einn,
elstu fjöll í heimi vaxin barrtrjám
þar sem leyndust skógarbirnir og fjallaljón.
Vetrarbrautin í allri sinni dýrð
og hláturinn þeirra.

Þessi á sagði stöðugt eitthvað
sem ég skildi ekki
því ég var ekki lengur barn
og ekki lengur Indíáni,
en ég fann samt að hljóðið
var það sama og í æðum mínum.

*

Engin ummæli: