22 maí 2009

Að sortera þvottinn

Mig dreymdi Suðurgötu eina nóttina, ég bjó þar um tvítugt, ástfangin í fyrsta sinn en veiktist líka á geði í fyrsta sinn, í kjölfar dauða föður míns, svo það voru sterkar tilfinningar í húsinu, mig langaði alltaf að flytja í húsið aftur, þetta var líka svo fallegt hús og með tvennum svölum, en ég held ég sé tilfinningalega föst í húsinu, eða það er að segja þessari ást og sorg af því ég veiktist á geði af sorg, og það er spurning afhverju ég vilji endilega flytja þarna aftur, hvort ég sé að sækjast eftir þessum sterku tilfinningum, ástinni og sorginni, geðveikinni sem var annar heimur, en ég kemst kannski að því ef ég hætti að skrifa um sjálfa mig og skrifa um hana Fríðu Maríu sem lenti í þessu, að verða svona ástfangin, sorgmædd og geðveik og vildi aldrei fara útúr húsinu, og vildi aldrei fara útúr húsinu af því hún var að sortera þvottinn.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta skil ég, einsog talað út úr mínu hjarta, ég hef verið sautján ár að sortera þvottinn,

Magnea Friðhelga

Nafnlaus sagði...

Og hvernig gengur mín kæra Magnea Friðhelga???

kær kveðja, Elísabet

Nafnlaus sagði...

Ég er að sortera.

Magnea Friðhelga

Nafnlaus sagði...

Hjartað???

kk.ekj