29 maí 2009

Faðmlagsdraumur

Mig dreymdi ég væri að faðma Harald Jónsson einsog hefur lengi staðið til, mér þótti þetta vera á skólagangi fyrir framan skólastofu og fyrir enda gangsins var stór gluggi, franskættaður, þe. með mörgum römmum, liturinn á göngunum var hafísblár, við föðmuðust lengi og ég kleip í hann milli herðablaðanna og hafði áhyggjur af því að hann héldi að ég þyrfti á honum að halda, en svo hölluðumst við þráðbein þannig að höfuð okkar námu við vegginn en héldum faðmlaginu.

Mér fannst Herðubreið vera einhverstaðar uppá vegg en kem því ekki fyrir mér hvar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Í rauninni má segja að við höfum hallast frekar en lekið...

rétt skala vera rétt,

elísabet kristín jökulsdóttir
neitar að gefa upp kennitölu