Þetta djúpa
titrandi augnaráð
sem færði fjall
úr stað.
Elskaðu mig
núna.
Augað þitt
brotnaði
inní augað mitt,
á svo ekkert
að gerast.
Ég gæti rifið þig úr
skyrtunni og leyst
beltið frá.
Svo gætum við gift okkur,
sálir okkar sameinast.
Það var einsog ég vissi
ekkert hvar ég var.
Það var eitthvað mjög
hraustlegt við það.
Að missa allar varnirnar
og raunveruleikaskynið
í kaupbæti.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli