Í dag LÁ regnbogi á hafinu, mestu makindum, áin mórrauð, hefur tekið fjöllin með sér og skolar þeim á haf út, - leysingar.
7 ummæli:
Nafnlaus
sagði...
Ja hérna Elísabet! Þú ert mögnuð, hreint út sagt mögnuð, ég las allt bloggið þitt og andaði varla á meðan. Ljóðið þitt til minningar um Guðmund í Stóru-Ávík í Mbl. 9. maí sl. er í einu orði sagt; FRÁBÆRT. Skrítið að Litlihjalli hefur ekki minnst einu orði á andlát né útför Guðmundar. Kveðja Kattakonan á Eyri
Kæra Elísabet Jökulsd. Já sko ég á kött sem var týndur í 3 ár í sveitinni okkar. Hann heitir Krúsilíus. Söguna um hann getur þú lesið á Kattholt.is "Sagan af Krúsilíusi" Krúsi náðist í Hellisvík eftir margra vikna björgunaraðgerðir.Bróðir þinn Illugi las hana einusinni upp á Útvarpi Sögu ég missti af upplestrinum, frétti af honum síðar. Kveðja Svanhildur kattakona.
Jú Elísabet Hellisvíkin er á milli Finnbogastaða og Stóru-Ávíkur, þetta er afspyrnufalleg vík og þangað liggur vegur. Þar tjalda ferðamenn stundum. Það er þess virði að kíkja þangað. Skoðaðu djúpu sprunguna í klettinum þar sem fuglabeinin eru, eða voru. það var árið 2005 sem björgunin stóð yfir og þá gekk ég eitt sinn úr Hellisvík og í Stóru-Ávík. Það var rigning og allt var blautt og ég þurfti að fara yfir eina á. En það var hlýja í eldhúsinu hjá Guðmundi vini okkar. Minningarnar hellast yfir mann þegar einhver deyr sem maður er vanur að umgangast. Hafðu það gott í sveitinni okkar. Kveðja Svanhildur kattakona.
7 ummæli:
Ja hérna Elísabet! Þú ert mögnuð, hreint út sagt mögnuð, ég las allt bloggið þitt og andaði varla á meðan.
Ljóðið þitt til minningar um Guðmund í Stóru-Ávík í Mbl. 9. maí sl. er í einu orði sagt; FRÁBÆRT.
Skrítið að Litlihjalli hefur ekki minnst einu orði á andlát né útför Guðmundar.
Kveðja Kattakonan á Eyri
Kattakona á Eyri,... hm. Eyri við Ingólfsfjörð? Nú fer ég að hugsa og það er ekki gott fyrir heiminn.
Ha ha ha.
En DÁSAMLEGT að fá komment - alveg, dásamlegt og líka svona fallegt komment. Takk.
þín Elísabet
Kæra Kattakona á Eyri,
einmitt einsog mig grunaði hver þú værir, það passaði, og gaman að fá komment frá þér,
á svona afskekktri bloggsíðu
þegar allir eru á andlitsbókinni,
kærkveðja, Elísabet
Kæra Elísabet Jökulsd. Já sko ég á kött sem var týndur í 3 ár í sveitinni okkar. Hann heitir Krúsilíus. Söguna um hann getur þú lesið á Kattholt.is "Sagan af Krúsilíusi" Krúsi náðist í Hellisvík eftir margra vikna björgunaraðgerðir.Bróðir þinn Illugi las hana einusinni upp á Útvarpi Sögu ég missti af upplestrinum, frétti af honum síðar.
Kveðja
Svanhildur kattakona.
Kæra Kattakona,
greip andann á lofti við þau gleðitíðindi að sjá kommentið þitt...
og Hellisvík er á milli Finnbogastaða og Ávíkur,
eða hvað?
Athuga með þessa sögu,
kærkveðja, þín Elísabet
Jú Elísabet Hellisvíkin er á milli Finnbogastaða og Stóru-Ávíkur, þetta er afspyrnufalleg vík og þangað liggur vegur. Þar tjalda ferðamenn stundum. Það er þess virði að kíkja þangað. Skoðaðu djúpu sprunguna í klettinum þar sem fuglabeinin eru, eða voru.
það var árið 2005 sem björgunin stóð yfir og þá gekk ég eitt sinn úr Hellisvík og í Stóru-Ávík. Það var rigning og allt var blautt og ég þurfti að fara yfir eina á. En það var hlýja í eldhúsinu hjá Guðmundi vini okkar. Minningarnar hellast yfir mann þegar einhver deyr sem maður er vanur að umgangast.
Hafðu það gott í sveitinni okkar.
Kveðja
Svanhildur kattakona.
Já, það er greinilegt að ég verð að fara í Hellisvík,
nú er bjart kvöld og ég ætla fá mér kvöldgöngu fyrir svefninn,
kveðja, þín Elísabet
Skrifa ummæli