Það logaði ljós í kirkjunni í alla nótt, hlýtur að vera fyrir lík Guðmundar í Ávík, maður veit svo lítið um svona hluti, en í kirkjugarðinum sést moldarhaugur héðan úr glugganum og fáni blaktir í hálfa stöng, hann blaktir ofur blíðlega og samkvæmt honum er norðanátt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli