17 maí 2009

Svanir sem gæta sálar

Eftir að við Maddý höfðum þrætt Ávíkurvíkurnar sáum við heim að hlaði í Stóru-Ávík, við töldum fimmtán svani á túninu og ég sagði að svanirnir væru sjálfsagt að gæta sálarinnar hans Guðmundar og samsinnti hún því.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þeir hafa verið að hlusta eftir hlátrinum, svanirnir.

Hér á túninu í Hvalfirði vappa lóur innan um lömb, sólin er í essinu sínu, en sálin er á Ströndum.

Kveðjur í bæinn. Elín og Vííí senda hlýja strauma.

- Hrafn

ps.
Vona að kettirnir fari varlega í rommið.

Nafnlaus sagði...

Já, sennilega hafa þeir verið að því, ....

og ég trúi að sálin sé á ströndum því þetta er einmitt staður hennar,

og þokan er prinsessa í álögum eða hvernig var sagan um þokuna?

Ég bið líka kærlega að heilsa Elínu og Vííí.

Kettirnir eru hér í dýrlegum fiskmat alla daga.

Knús, Elísabet

Nafnlaus sagði...

Indælt, alveg hreint.

En ekki stríðala kettina á fiski, þeir eiga að borða þurrmatinn flesta daga. Best fyrir heilsuna, líttá!

Nafnlaus sagði...

Ókei, ég var orðin hálf rugluð í þessu, þeir hafa hér fengið fiskmat um helgina, og túnfisk áðan, en þurrmatur, líka betra fyrir mig ha ha ha.

Nafnlaus sagði...

ps. Og rommið er svokallað kattaromm búið til úr skáldskap og júróvískjón dansi...tjútt og trall.

Það rak hér eina tunnu af þessu kattarommi svo það dugar á næsta ári.