22 júní 2009
Ást á færibandi
Í dag er 22.júní og þetta er 44.færslan svo þetta er fimmtíu prósent árangur í bloggi, og takk fyrir öll kommentin. Biturleiki. Svítan í höfðinu á mér er uppbúin og galdranornin sem segir sögurnar er núna að hvetja mig tilað verða nunna. Nunna. Já og notaðu smjör á brauðið. Þetta er saga til næsta bæjar og enn er bjart og bráðum er Jónsmessa og þá gisti ég einusinni uppá fjalli með Þuru vinkonu minni, það rigndi um nóttina en útsýnið gott um morguninn og hvenær fer Breiðafjarðarferjan og mér er ekki alveg sama um allt en ætla að klára söguna. Bless og ást á færibandi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli