1. Þarf ekki að vera heiðarlegt. (Það á svo bágt.)
2. Þarf ekki að veita öðrum athygli. (Það getur það ekki.)
3. Þarf ekki að sýna hlýju. (Því er svo kalt.)
4. Þarf ekki að taka ábyrgð á að fullorðnast. (Það átti svo erfiða æsku.)
5. Þarf ekki að vera spontant. (Það gæti komist upp um það og þessvegna hugsar það frammí rauðan dauðann.)
Skoðum þetta nánar:
Á fórnarlambið bágt? Er það getulaust? Er því kalt? Átti það erfiða æsku? Getur komist upp um það? Þarf það að hugsa?
Nei, ekkert af þessu stenst. ÞETTA ERU ALLT BLEKKINGAR.
*
Og fyrir þá sem hafa ekki vit á raunveruleikanum þá eru blekkingar hluti af raunveruleikanum, þær standa ekki ofan við eða til hliðar við raunveruleikann, þær eru partur af honum.
Eftir öllu þessu að dæma lifir fórnarlambið stórkostlegu lífi (þrælskipulögðu og útsmognu) svo það er engin ástæða tilað hætta að vera fórnarlamb. Eða hvað, framhald í næsta bloggi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli