06 júní 2009

Markið hálf slysalegt...

Ég fylgdist með landsleiknum á mbl.is þarsem komu útskýringar á mínútufresti hvað væri í gangi í leiknum, það var einhvernveginn svona:

Gott veður og margir áhorfendur í bláu.
1. Holland skorar
2. Holland skorar
3. Holland skorar
4. Holland á skot
5. Hollland á skot
6. Eiður Smári á sendingu en leikmenn ekki með á nótunum, hitta ekki boltann.
7. Holland á skot
8. Holland á hornspyrnu og aftur.
9. Brunaútsala fyrir framan íslenska markið.
10. Indriði á sendingu en sóknarmenn ekki með á nótunum.
11. Fjórir íslenskir leikmenn fá gula spjaldið, geta ekki verið með á móti Makedóníu.
12. Holland á skot.
13. ÍSLAND SKORAR .... markið hálf slysalegt!!!

Þetta voru ekki mín orð... en semsagt gul spjöld, misheppnaðar sendingar og hornspyrnur nema ein og þá slysalegt.

En skemmtilegast þótti mér þegar stóð í lýsingunni á 70. mínútu: Nokkur hópur áhorfenda hefur staðið upp og klappar saman lófunum. Skömmu síðar setjast þeir.

Landsleikur í níutíu setningum, I like it.

Áfram Ísland.

Engin ummæli: