24 júní 2009

Mömmuröskun eða mótstöðuþrjóskuröskun

Þegar ég fór í Listaháskólann ákvað ég að ganga bekkjarfélögum mínum ekki í móðurstað en það hafði ég reynt frá barnsaldri, ég gekk foreldrum mínum í móðurstað (þau tóku að vísu ekki eftir því) bræðrum mínum, litlusystur, afa mínum, Íslandi, manninum mínum fyrrverandi og auðvitað reyndi ég að ganga s0num mínum í móðurstað....bíddu þessi var lúmskur!!!

Hlutverkið var að fara með mig þegar ég byrjaði í skólanum en ég var að velta því fyrir mér áðan hvaða hlutverk hafi tekið við, hvort það hafi semsagt verið mótstöðuþrjóskuröskun, eða hvers vegna fékk ég 6.0 í meðaleinkunn, sennilega af því ég er snillingur og rekst ekki í svona meðalmennskustofnun.

Ég var að hugsa um þetta á leiðinni úr sundi, eða í sund, því ég er alltaf að hugsa um að mig langar svo að kaupa heilu kassana af grillmat og gefa sonum mínum og tengdadætrum, alltaf að hugsa um að passa barnabarnið, hundana, og eitthvað fleira, vera góð, næs, skemmtileg, næs,áhugasöm og vitur með ráð við öllu á hverjum fingri. (Ég gat ekki einusinni gefið tengdadóttur minni almennilegt ráð með að steikja læri þótt ég hafi steikt hundrað læri.) Og þá fékk ég alvarlegt tilfelli af mömmuröskun þegar ég sms-aði syni mínum eftir jafnteflisleik: Hlakka tilað heyra um leikinn!!! En draumurinn um grillmatinn virkar ekki nú um stundir, í fyrsta lagi á ég engan pening fyrir grillmat og í öðru lagi er ég ekki næs og vitur nema einn dag í einu og þá yfirleitt bara smá parta úr deginum.

Svo ég var að hugsa um að gerast mamma sjálfrar mín, (þótt ég eigi bestu mömmu í heimi) en ég var að hugsa svona mömmu sem segir, settu á þig bodylotion, kveiktu á reykelsi, fáðu þér vítamín, en þá mundi ég eftir einu: Ég er uppkomin, og þarf því ekki mömmu nema rétt svona að heyra í henni og hlusta á hana segja mér að ég sé með OF SÍTT HÁR. (Alvörumamma mín!)

Svo mömmuröskunin er dated, og mótstöðuþrjóskunin er líka dated... úr gildi... komin fram yfir síðasta söludag, - svo í hvaða hlutverki á ég að vera.

Kannski kærleikskrúttina, kynnast mér einn dag í einu, því ég er ég enn að kynnast sjálfri mér eða einsog frægt er orðið: Daginn sem hún kynntist sjálfri þér.

Hvenær kynntist þú Elísabetu?

Já, ég kynntist henni tildæmis í gær þegar hún bað guð um að taka frá sér allan hræðsluáróðurinn sem hrannast upp í höfðinu á henni og guð einn virðist geta tekið burt.

Ég á von að kynnast henni næst þegar hún sættir sig við að guð einn geti tekið þetta í burtu.

Annars er hún dásamleg manneskja. Jamm.

*

Því má bæta við að ég labbaði í sund, fór í pottinn, synti hálfan kílómeter, aftur í pott og á leiðinni heim fann ég fyrir hamingjuna. Frekar erfið sundferð!!! Þurfti á sundenglum að halda. Samt sá ég vatnið glitra á botninum einsog alltaf er svo fallegt. Og ég spurði guð í sambandi við hugsanir mínar sem gerðu árás í sundinu: Verður þetta alltaf svona. Guð svaraði engu, guð er svo leyndardómsfullt, annars er ég mjög þakklát, það virkar alltaf, en ég er með svona heila sem er einsog tunglið að því leyti að stundum er þakklætið minnkandi og stundum er þakklætið vaxandi.

Það getur gert mann soldið upptekin af sjálfum sér.

Þessvegna er ég að fara með stelpu í gegnum annað sporið. Fjúkkett!!!

Það minnir mig á að ég kynntist Elísabetu best þegar hún sætti sig við það að það að hjálpa öðrum hjálpar henni sjálfri jafnvel þótt hún þurfi að labba alla leið uppá Hverfisgötu.

HELJARSKINNIÐ.

6 ummæli:

Ingunn sagði...

hey! þú gast víst gefið mér ráð þegar ég var að steikja lærið!

en ég held að það sé fínt að það heppnaðist ekki betur - besta lærið þarf að vera á framnesveginum ;)

Nafnlaus sagði...

takk ingunn, það verður bloggað sérstaklega um þetta komment fyrir utan að það er fyrsta kommentið í heila öld, húlk húlk....

en takk fyrir elsku krúsin mín,

þú ert yndi,

tengdó lærimeistari

Nafnlaus sagði...

Elíasabet mín þú ert nú meiri konan
með þitt mikla líf börnin tengadadætur barnabörn og stórfjölskylda og allir aðrir
það er nóg að bera og hugsa um og svo
lestu Sturlungu þar á milli og hlær
en magnað ég vildi að ég ætti svona
mömmu. Sem syndir einsog selur og átt svo margt. Ég er svo rugluð með
sjalfan mig ég veitt ekket en get stundum eldað læri ef það liggur vel á mér. Þarf næði og tíma. svona stund með guð fylgjast með og
vita að allt gangi vel í eldhúsinu
einu sinni hélt ég saumaklúbb einn af þremur sem ég hef haldið var næstum kviknað í af stessið og vissi ekki hvernig ég átti að vera við allar þessar konur og baka í þær kökur allt þetta vesen enda komu þær ekki aftur það var svo mikið stress.
kveðja Hulda Vilhjálmsdóttir

Nafnlaus sagði...

Elísabet mín
með einkunnina 6. sex and sex
en annars sumir ná ekki einu sinni
falla einsog margt gott fólk t.d. var
hætti hann eða fell hann halldór Laxnes
það sem er framandi og óvíst og ruglingslegt það sem fólk þekkir ekki
skilur ekki þarf að ver útskýringar að öllu leiðbeiningar að einhverju einfaldur þríleikur. Meðaleinkuninn er kannski einkamál. En er stórmál fyrir þér. Ég er einsog þú skil ekki formúlu skólans þetta kerfi skólans að fá 10 fyrir skólann þinn
er það ekki fyrir einhverja fullkomna manneskju það er nú ekki heldur gaman að vera þar þessi fullkomna manneskja má ekki gera mistök. Ég held að þú getir allt ég man ´´eg var að vinna á símanum fyrir tuttugu árum síðan komst þú að semja um símareikninginn þú varst með hárið í háu tagli og í litrikum fötum ófeiminn og full af orku einsog þú gætir lyft þessuj leiðinda húsi landssíman. Mögnuð stund að fá þig í húsið þá ég hugsaði með mér svona langaði mér að vera með svona fallegt þykkt hár og stór augu og fallega rödd sem bræddi alla á staðnum. Elísabet með með þessarri tjáningu þá þá gef ég þér tíu þú ert æði
kveðja Hulda vilhjálmsdóttir

Elísabet sagði...

Hulda krútt og snillingur, gott að vera minnt á þetta, ég fór útí apótek um daginn tilað semja um nikótín tyggjó en einhver leiðinakall stjórnaði nokkrum konum,

vaknaði þreytt en tilbúin.

já í að vakna,

þetta með sexuna, ég nottla nett snobbuð og hégómleg svo ég vildi tíu og svo var mér alveg sama,

en mér fannst ekki að ég ætti ein að bera þessa sexu, skólinn gæti gert það með mér, annnars er þetta liðin tíð og skiptir engu nema ef þetta kemur upp á BEKKNUM HA HA.

Lífið er yndislegt.

Og þú ert með svo skemmtilegan stíl.

ást og yndi, þín Elísabet

ps. Svo varstu svo flott í sjónvarpinu. Sjónvarpsstjarna.

Nafnlaus sagði...

Hulda, takk fyrir tíuna,

þegar maður fær tíu frá þér getur maður fengið sér kaffi og chillað litla ást sem breiðist út,

knús, EllaStína á bakkanum