04 júní 2009

Guð eða Tuð?

Það er gott að vita hvenær guð er að tala við mann og hvenær tuð.

Tuð - segir tildæmis: Ég er að farast úr áhyggjum og mikið er þetta rosalegt og þetta er alveg svakalegt, ég á aldrei eftir að ná þessu, það eru örugglega allir brjálaðir útí mig og enginn þolir mig og ég er alltof feit og ég er viss um að það kemur eitthvað fyrir og ég get ekki verið að liggja og horfa á videóspólu þegar ég á eftir að gera svona margt.

Guð - segir tildæmis: Ég er yndisleg og stórkostleg og falleg og elskuleg manneskja, og ég hef bara ekki áhyggjur af neinu og þetta verður allt í lagi og þetta á eftir að ganga vel og það er svo gaman að vera pínulítið feit, oh sætur magi, og allt er í guðs höndum og ég geri mitt besta og lífið er svo yndislegt og hamingjan dettur af himnum í svona sætum litlum augnablikum.

Svo góðir gestir: Guð ... eða Tuð?

*

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Puð er að trúa á Tuð en almennt stuð að velja Guð.

- Bernharð Trékyllisvíkingur.

Nafnlaus sagði...

Bernharð!!!

Þú ættir að vita hvað ég er búin að MISS YOU þú mikli veiðiköttur og ljóðskáldið í hópnum,

Ella Stína í hvíta húsinu við hafið