25 júní 2009

Sturlunga er gamansaga

Ég er að lesa Sturlungu, ég ákvað nú að taka þetta létt, ég var orðin svo leið á öllum þessum körlum sem segja: ÞAÐ ER VOÐALEGA ERFITT AÐ KOMAST INNÍ STURLUNGU. Svo ég les hana bara einsog hverja aðra bók, og þegar ég var komin að fjórtánda húskarlavíginu uppgötvaði ég að þetta hljóta að vera gamansögur.

Og meiraðsegja eftir voðaatburðinn: Flugumýrarbrennu þarsem Gizzur faldi sig í sýrukerinu, þar segir: Það var kalt í sýrunni.

Ha ha ha ha ha...

Ég heyri hlátrasköllin í samtíðafólki mínu á landnámsöld... "kalt í sýrunni...." ha ha ha.

Engin ummæli: