06 júní 2009

Jökull skoraði úr víti

Jökull tók eitt af sínum ástsælu vítum í leiknum á móti Leikni, skoraði með nettum glæsibrag og leikurinn fór 5-1 fyrir Víkingi. Ég fór með Kristínu og Ellý mömmu hennar og byrjaði að hrópa og kalla svo Víkingur myndi vinna leikinn en þá kom í ljós að við vorum Leiknismegin og þeir fóru eitthvað að setja útá mín hróp og köll og hótuðu að hringja í alla landasala í Jórufellinu (ég er enn ekki búin að ná þessum!!) Garpur sem var mættur á leikinn sagðist hafa reynt að þagga niðrí mér 25 ár og ekki tekist. Ég sagði ekki orð það sem eftir lifði leiks.

Engin ummæli: