Afhverju má maður ekki vera í smá þunglyndi á morgnana og hugsa lífið er búið og það er eitthvað að mér og ég er komin með þetta eða hitt sem er að mér og best að sofa aðeins lengur, en á kvöldin þá gæti ég alltaf vakað lengur og ort frameftir og allt svo yndislegt og ekkert að mér.
Ég tek þrjár líþíumtöflur á kvöldin og tvær á morgnana, ég ætti kannski að svissa skammtinum, eða breyta um svefnherbergi.
En það er eitt merkilegt í þessu, hvað þessar "raddir" eru sannfærandi, röddin sem vill ákaft yrkja frameftir og hin sem vill sofa frameftir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli