26 júní 2009

Salt frá Enkeladusi

Á Enkeladus einu af tunglum Satúrnusar hefur nú fundist salt sem bendir til lífs eða að það geti þróast. Þetta minnir mig á saltkrúsina sem ég erfði frá afa og ömmu á Reynimel, hún er hvít úr postulíni með tréloki og bláu blómi. Þegar ég var lítil þá var þar örugglega salt frá Enkeladusi.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þess vegna hefur þú svo sterkan Satúrnus

Mæja Hólm Garðarsdóttir

Nafnlaus sagði...

Satúrnus kallar fram mótstöðuþrjóskuröskun!!!

Friðgerður Bára

Nafnlaus sagði...

Ég myndi halda að þú værir einmana eftir þessum kommentum að dæma sem eru pottþétt eftir sjálfa þig.

Alfa Dís Konráðsdóttir

man ekki kennitöluna, búin að ofnota hana.

Nafnlaus sagði...

Þá er kannski best að elda hafragraut,

Ekj