13 júní 2009

Rannsókn

Ég ligg í sófanum og hugsa um líf mitt.

Ég sit við tölvuna og fletti fram aftur.

Ég fer fram í eldhús og gái hvort það sé eitthvað í ísskápnum.

Ég leggst inní litla herbergið og hugsa um líf mitt.

Ég slæ þrjár nótur á píanóið.

Ég kíki útum gluggann á gröfuna í garðinum.

Ég hugsa með mér að þetta sé allt ómögulegt og ég ætti að vera gera eitthvað annað.

Engin ummæli: