Í dag keyrðu hundrað bílar framhjá húsinu mínu eftir Hringbrautinni.
Í gær birtist jarðýta í garðinum og byrjaði að grafa fyrir drein í næsta garði.
Í dag er skólaleikvöllurinn tómur enda sunnudagsmorgun.
Í dag eru fuglarnir hljóðir enda rigning.
Í dag hef ég engan séð labba framhjá húsinu mínu.
Í dag bærast laufblöðin á trénu fyrir utan gluggann ofurhægt og á þeim er regndropi.
Í dag sé ég manneskju í bláum jakka á umferðarljósunum með hund.
Í dag þarf ég að fara útí skúr á næstu lóð og ná í þvottinn og hengja upp.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli