06 júní 2009
Embla Karen og Aþena
Embla Karen hitti Aþenu í dag og það tókst bara mjög vel, þær voru mjög sætar þótt Embla Karen væri auðvitað aðeins á varðbergi gagnvart svona stórum hundi, - svo var hún að fara að gista hjá Zizou og Keano í nótt! Hún er farin að gista þetta skott. Við Aþena hittum einmitt Zizou og Keano fyrir tilviljun í fjörunni þegar við fórum í labbitúr, - í þessu líka glaðasólskini. Svo komu tvíburarnir og tengdadætur mínar í læri, Aþena varð mjög glöð yfir þessu læri. Það er svo gott að hafa hana í húsinu að ég er strax byrjuð að sakna hennar. Hún er algjört knús. En það urðu reyndar allir glaðir yfir lærinu og það var svo gaman að hafa alla við borðið, það var yndislegt...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli