03 júní 2009

Líf og dauði við Ástarbrautina

Ég og Aþena löbbuðum næstum útí Gróttu áðan, ég fékk rosaathygli, ég hugsa ég lendi á sjens mjög fljótlega ef þetta á vera svona alltaf, en við áttum frábæran göngutúr og hún hnusaði að öllu, við sáum æðarkolluhjón með tvo unga og ég fékk alveg fiðring í sálina, og svo voru önnur æðarkolluhjón með annan unga, og þá alltíeinu steypir sér svartbakur niður from nowhere og gleypir litla æðarungann í einum bita, oj, ég öskraði svoleiðis á hann helvítis aumingi!!! En hann sat á sjónum sporrennandi litla æðarunganum sem var nýkominn í heiminn og hafði augnabliki áður verið að spóka sig með foreldrum sínum á flauesbláum sjónum í sólskininu, ég ætlaði ekki að trúa þessu og aumingja æðarkollan grét hástöfum, hún hafði reynt að koma í veg fyrir þetta og ráðast á svartbakinn og stóð sig svo vel að ég hélt það hefði tekist þegar ég sá svartbakinn hefja sig til flugs með ungann í kjaftinum, hún teygði hálsinn upp aftur og aftur og grét kvark kvark kvark og svo komu hinir fuglarnir og reyndu að hugga hana með því að segja úa úa ú ú ú... en hún var óhuggandi... aumingja fuglinn - en þá gerðist svolítið skemmtilegt, sæljón, selur eða höfrungur var að leika listir sínar uppúr sjónum einsog honum var einum lagið og mér sýndist þau vera þrjú, selur, sæljón og höfrunugur, - það var skemmtilegt og ég lét huggast.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er ótrúlegt hvað þú finnur alltaf töfraheim í kringum þig, hann er sennilega inní þér og það er fólk að faðmast í næsta húsi, ég sá það óvart, það var bara svona knús sjáumst,

Hilfríður Kvaran

Nafnlaus sagði...

Svartbakurinn á líka unga... sem hann verður að gefa borða,

Golli

Nafnlaus sagði...

Einmitt!!!

En hann þarf ekki að ráðast á minnimáttar, ...

Elísa-bet