22 júní 2009

Þreyta skáldsins; hafnanir og silfurskeiðar

Ég er ógeðslega þreytt, búin að yrkja 103 ljóð um Árneshrepp og veit ekki hvað ég á að gera við það. Á þessu ári á ég 20 ára bókarútgáfu afmæli en þá kom út ljóðabókin Dans í lokuðu herbergi. En viti menn, ég fékk starfslaun í þrjá mánuði sem hrekkur ansi skammt!!! Og þar að auki búin að fá eftirtaldar hafnanir:

Eina frá útgefandanum.
Eina frá Bókmenntasjóði.
Þrjár frá Prólógus.
Eina frá Borgarleikhúsinu.
Eina frá Rannís.

Og kannski einhverjar sem ég er búin að gleyma.

Þetta er nokkuð glæsilegt og vinur minn segir að bak við eitt silfurskeiðasett séu fimmtíu hafnanir enda brá mér nokkuð í brún að heyra að Árnastofnun vill nota textann úr Lásasmiðnum. Og svo vilja tvær konur fá mig tilað skrifa leikrit um konu. Engin borgun í hvorugu tilvikinu.

Samt sem áður kann ég ekki vel við svona aðsókn og aðdáun, betra væri að fá fleiri hafnanir því ég er að safna uppí silfurskeiðasettið.

Engin ummæli: