13 júní 2009
Hollywood
Ég man hvað ég varð leið þegar allt þetta 2000 byrjaði og það var ekki lengur 1956 eða 1985 eða nítjánhundruð eitthvað. Þetta gekk yfir á einhverjum tíma en ég semsagt saknaði tuttugustu aldarinnar, hún var horfin í aldanna skaut... 19oo og eitthvað búið og ég saknaði þess og ég man ekki eftir neinni umræðu um þetta, enginn virtist sakna þess einsog ég, allavega var ekki talað um það... svo leið þetta hjá, lífið hélt áfram, af því núna er ég er í 50 ára krísu og finnst ómögulegt að ég verði fimmtíu og eitthvað, 51 árs, og svo 52... og allt hitt sé búið, og svo dvel ég við þessar hugsanir einsog ég sé útí lautu með kakóbrúsu en þá er ég í sófanum að hugsa um þetta, ég 51 árs og eigi bara tíu ár eftir, þá sé allt búið, þetta er nottla allt í höfðinu á mér, ég fékk líka svona hugsanir þegar ég var tvítug og þrítug, ég spurði annan tvíburann sem varð 25 ára um daginn hvort hann fengi svona hugsanir en hann sagði ekki, ókei takk fyrir það, ég á svona vel heppnuð börn því þessar hugsanir eru bara dragbítar og það er sennilega bara þakklætið sem virkar á þetta, af því ég hef átt alveg stórkostlegt líf, miklu stórkostlegra en mig óraði nokkurn tíma fyrir en núna langar mig svo til Hollywood að verða uppgötvuð þar, ... kannski var það gamli æskudraumurinn, kannski ætti ég að fara til Hollywood, er það nokkuð vitlaust, eða kannski þarf ég að hugga manneskjuna sem kvaddi aldrei Hollywood draumuinn, ég trúi því ekki að ég sé að skrifa þetta, það er önnur manneskja byrjuð að skrifa í gegnum mig, þetta er ekki ég, ég vil allavega ekki viðurkenna það, já hún yfirgaf ritvöllinn og fór til Hollywood.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Elisabeth, I am just waiting for you... at the corner!
David
What takes you so long,
so long,
Jeremy
Just pack,
Jack
I hope you are not joking,
yours sinc.
Jim.
Please write something for me???
Nicole
Nicole I was gonna play in the movies, stop writing.
ekj
I love your writing, you are the best, I love Ella Stina book of magic and the Empire of Ella Stina,
please write for me,
NK
Uhu, let me think about... well uhu... I dont know,... I have a magic face you know... so ok. let me sleep on it, see what comes out of it... uh
elííísabet Jööööökulsdóttir
Skrifa ummæli