Einsog þið kannski munið kom Ella Stína litla alltaf heim úr skólanum tilað bjarga hjónabandi foreldra sinna sem var hvergi sjáanlegt nema þá þegar það sat útí horni úfið, rotið og skjálfandi fast í öllum björgunarhringjunum sem Ella Stína var alltaf að klastra uppá það einsog það væri dótahringur. Ókei guð, sagði Ella Stína, ef þú bjargar hjónabandinu skal ég alltaf trúa á þig. En hjónabandið brast einn daginn, meiraðsegja á afmælisdag Ellu Stínu 16.apríl. Sem betur fer átti Chaplin afmæli sama dag sem gerði þetta allt mjög fyndið. En Ella Stína varð svo reið útí guð að hún hafði hann fyrir utan eftir þetta eða hvort hún SKIPTI UM GUÐ.
Þetta var nú bara smá um guð. Ella Stína er að reyna að púsla þessu saman um guð, en þó er öllu líklegra að guð sé frekar að púsla henni saman.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli