Ella Stína vill minna á að í dag strandaði Titanic og alltaf þegar Ella Stína hugsar um Titanic fer um hana dramatískur hrollur, ískaldur og hún brotnar í tvennt og sekkur þarsem hún finnur samhljóm með Titanic. Ella Stína er Titanic. Já hún sigldi af stað, svo rakst hún á ísjaka, svo sökk hún og hefur ekki jafnað sig síðan, það var svo mikið myrkur og þetta gerist aftur og aftur í huga Ellu Stínu. Ef Ella Stína fengi sér ættarnafn þá væri það Titanic.
Ella Stina Titanic.
Þegar Ella Stína var ellefu ár sat hún með tvöþúsund blaðsíðna doðrant í kjöltunni og las um örlög Titanic. Bókin sökk í tárum hennar. Ella Stína Titanic, Titanic Ellu Stínu. Þegar Ella Stína sá Titanic myndina sá hún að þetta var ekki svona, þetta var allt miklu stórfenglegra, miklu dramatískara, miklu kaldara, miklu erfiðara, miklu meira Titanic.
Þegar Ella Stína hefur lent í einhverju, segir hún alltaf, þetta er ekkert miðað við Titanic.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli