03 apríl 2007

Ella Stína í Ellu Stínu

Það er ekki að furða að Ella Stína væri hrædd við heiminn og vildi frekar vera á leynistöðunum sínum, lokaða herberginu eða í hlekkjunum. Það var af því að einu sinni hafði allt heitið Ella Stína. Hér kemur smá sýnishorn af því:

Ella Stína lifði í Ellu Stínu þarsem allt hét Ella Stína. Þess vegna hét Ella Stína inn Ella Stína. Af þessum Ellu Stínum rak Ellu Stínu í Ellu Stínu þegar hún sá það í Ellu Stínu að hún hafði ekki mætt til Ellu Stínu. Það var Ella Stína við Ellu Stínu þarsem hún sagði að Ella Stína hefði tapað öllum Ellu Stínunum í Ellu Stínu og væri niðurbrotin og þyldi ekki að tapa meira. Ella Stína glápti úr sér Ellu Stínu. Hvernig gat þetta verið? Hún vissi ekki betur en hún væri alltaf í Ellu Stínu þar sem hún hefði búið til heila Ellu Stínu, já tíu Ellu Stínur tilað keppa á Ellu Stínu. Hún hafði hlaðið Ellu Stínum á þær, hver Ella Stína fékk tíu þúsund Ellu Stínur til að ganga vel í Ellu Stínu og vinna Ellu Stínu. Til að þetta yrði alveg öruggt hafði hún ákveðið að hafa hinn brasilíska Ronaldo með. Þau höfðu unnið í alla Ellu Stínu og verið alveg ósigrandi. Ella Stína vildi nefnilega ekki tapa, hún hafði alltaf verið að tapa og tapa og tapa og var orðin leið á því. Í hvert sinn sem hún tapaði splundraðist Ella Stína og var lengi að safna sér saman. Ella Stína vildi vinna. Þá small Ella Stína saman og ekki bara Ella Stína heldur Ella Stína. Hún mundi eftir því þegar hún fæddist að það var svipað og að vinna, allt féll saman í eina Ellu Stínu. En svo hafði Ella Stína komið og hafnað Ellu Stínu og líka Ella Stína auðvitað svo Ella Stína var farin að trúa því hún ætti ekki skilið að fá neina Ellu Stínu.

Hér lýkur þessu sýnishorn en sagan er uppá fimm blaðsíður og birtist síðar í heild sinni. En svona var heimurinn í gamla daga, allt hét Ella Stína. Svo hafði komið sprunga í Ellu Stínu og guð virtist hafa komist inn þegar pabbi hennar dó, (sick!) Eftir það skiptu hlutirnir um nafn, Laugavegur fór að heita Laugavegur en ekki Ella Stína, Lækjartorg Lækjartorg, Kleppsspítali Kleppsspítali og svo endalaust framvegis, þetta var óviðráðanlegur heimur fyrir Ellu Stínu, og þetta var bara ekki Ella Stína, þetta var heimurinn, - svo Ella Stína var - nú á þessum tímamótum sem þið eruð vitni að lesendur góðir þegar Ella Stína er að fara útí heiminn, já soldið smeyk, smeyk um heimurinn myndi aftur byrja að heita Ella Stína og svo myndi aftur koma sprunga.

Og svo myndi sprungan heita Ella Stína.

Og þá kæmi semsagt aftur Ella Stína. Og svo aftur Ella Stína.

Svo yrði hún öll sprungin.

Ella Stína er tildæmis búin að blogga þrjá kafla sem hún geymir; afhverju? er hún huglaus? tillitssöm? feimin? hvað er að? Er hún að missa karakter?

Er þetta brestur í hetjunni, svona einsog í grísku harmleikjunum?

Ella Stína getur ekki hugsað sér að verða grískur harmleikur, grískur harmleikur er auðvitað hluti af heiminum en hún ætlar sér ekki að hanga þar einsog í hverri annarri sjoppu.

Svo hvert á Ella Stína að fara næst í heiminum tilað komast útúr gríska harmleiknum?

1. ameríska bíómynd
2. hjarta sitt
3. fellini-mynd
4. idol-keppni
5. íslendingasögurnar
6. hringja í ....?
7. tala við bensínafgreiðslumanninn

Engin ummæli: