05 apríl 2007

Hjarta í kremju

Ellu Stínu var illt í augunum, hún hafði verið að reyna sjá svo mikið með augunum, að hana verkjaði í augun og vöðvana kringum augun, hún hafði gleymt því sem refurinn sagði við Litla prinsinn: Maður sér ekki vel nema hjartanu, það mikilvægasta er ósýnilegt augunum. Hjartað í Ellu Stínu var í kremju og í staðinn fyrir að leyfa kremjunni að tala og fá sitt tungumál, þá reyndi hún að sjá allt með augunum og á meðan kramdist hjartað í henni enn meira.

Engin ummæli: