10 apríl 2007

Orðabók Heimsveldisins

Ella Stína hafði látið útbúa Orðabók Heimsveldisins. Þau orð og skilningur á þeim samkvæmt orðabókinni giltu í heimsveldinu og ekki öðruvísi skilningur. Það voru alltaf minnst tvær merkingar á hverju orði og hér eru nefnd tvö orð:

Höfnun; þýðir niðurbrot og frelsi.

En Ella Stína þoldi ekki að orð hefðu tvær meiningar svo hún klastraði þessum tveimur orðum saman, frelsi og niðurbrot, svo úr varð niðurbrotsfrelsi, eða frelsisniðurbrot.


Ást; þýðir bilun og stjórnun.

Á sama hátt klastraði Ella Stína þessum tveimur orðum saman svo úr varð bilunarstjórnun, eða þá stjórnunarbilun.

Fyrir þá sem ekki átta sig á þessu máttuga tungumáli heimsveldisins þýðir bilunarstjórnun einfaldlega að hafa verður stjórn á allri bilun. Semsagt ástinni.

2 ummæli:

Elísabet sagði...

æ, þú ert sætastur af öllum að kommentera, og þú ert með mynd, ég verð að setja inn mynd, stundum er ég með felu-einlægni og ég fer alveg í kerfi að svara þér, einlægt kerfi, og sakna þín. gaman að þú skulir vera komin í heimsveldið.

Elísabet sagði...

ég held samt að mín einlægni komi af lífslöngun, - og ef ég fer að hugsa um álit annarra hverfur einlægnin og þá missi ég lífslöngunina, amk. bút af henni og er útum allt að leita að bútnum sama hvað lífið tosar í mig. en lífslöngun er stórt orð, það kom bara í hugann þegar ég fékk þessa spurningu, og akkúrtat núna er ég að leita að einhverju sniðugu til að ljúka þessum fyrirlestri.