09 apríl 2007

Ástin var stopp

Ella Stína notaði ástina til að stífla sig með. Hjartað stoppaði, æðarnar stoppuðu, vöðvarnir stoppuðu og hugsunin stoppaði. Allt stoppaði. Stíflan varð til á augabragði og allt var stopp. Ástin var stopp.

Tökum dæmi og kíkjum á forn ástamál Ellu Stínu. Einu sinni hafði hún elskað mann í tíu ár ánþess að segja honum frá því. Þegar hún loksins sagði honum frá því komu tveir staðir til greina tilað lenda á: Ástarsorgin eða geðdeildin.

Geðdeildin var öruggari staður fyrir Ellu Stínu.

Engin ummæli: