12 apríl 2007

Vísindastörf í heimsveldinu

Einu sinni var fallegt og gott heimsveldi og þar uxu blóm allan daginn og sólin skein allan daginn og það var allt svo gott í þessu heimsveldi og alltaf verið að spila á hljóðfæri, munnhörpu og melodiku og ég veit ekki hvað, það voru allir svo góðir í heimsveldinu, eða það er reyndar sorgarsagan, það var bara ein Ella Stína í þessu heimsveldi og hún hélt að enginn gæti elskað sig og hún var að reyna að leysa þá gátu og þess vegna reif hún sig niður lag fyrir lag, lið fyrir lið, til að komast að því vísindalega afhverju enginn gat elskað hana, og hún reif sig niður og vigtaði sig og mældi sig og fletti ofan af sér, og já já já, og þegar hún var búin að rífa sig niður þá hugsaði hún: Einmitt.

2 ummæli:

Katrín sagði...

Kannski málið sé núna að Ella Stína fari að trúi því að hún sé frábær og að hún sé elskuð og hætti að rífa sig niður lag fyrir lag og lið fyrir lið. Í það minnsta elska ég Ellu Stínu - en ég skil líka þessa tlifinningu hennar :)

Elísabet sagði...

Ella Stína er einmitt í ástartríti með sjálfa sig, alveg Ella Stína ég elska þig, Ella Stína ég elska þig, og svona sögur eru líka tilað gera grín að málinu, tilfinningaleg anorexía, vigta tilfinningar og mæla, jamm, en þú ert svo mikið hunangsblóð Katrín, kommentin þín fá Ellu Stínu búmps niðrá jörðina, svo einlæg og góð og yndisleg, takk, var að koma heim svoleiðis dauðþreytt og frumsýning á morgun, ætlarðu að koma, ég er að fara beint í háttinn. knús.