02 apríl 2007

Hvað er Ella Stína gömul?

Útaf því hvað Ella Stína var upptekin af því að fylgjast með ísklumpinum gat hún ekki fylgst með tímanum. Svo ef hún var spurð um aldur hélt hún alltaf að hún væri sjö ára. En það er til saga af því þegar ísklumpurinn bráðnar og allt fer á flot, sú saga er nátengd ástinni, Ella Stína var alltaf að reyna að stjórna ástinni þangað til einn daginn, já einmitt í dag, gafst hún upp. Og þá fann hún svona hita og viðkvæmni í brjóstinu alveg einsog söknuðinn í gær. Ellu Stínu fannst þessar tilfinningar einsog fínir fánar sem blöktu í vindinum. En bráðlega verður haldin samkeppni í Heimsveldinu um fána. Hún er heldur ekki með hest fyrir ráðgjafa, hún er með lítinn demanta-dverg sem fannst á flóamarkaði í Norður Karólínu. En þetta er soldið svona hingað og þangað. Ella Stína hélt semsagt hún væri sjö ára en var þá bent á hún væri 48 ára og hún reyndi stundum að hugsa einsog 48 ára gömul kona og komst þá að allt allt öðrum niðurstöðum og var bálundrandi, ha? sagði Ella Stína en þær voru furðulegar heppilegar en Ellu Stínu fannst stundum erfitt að vera Ella Stína og einhver benti henni á að hún gæti orðið Elísabet Jökulsdóttir en Elísabet Jökulsdóttir er stofnun og Ella Stína vildi frekar vera heimsveldi en stofnun.

Svo það er spurning um þá þriðju?

Næsta blogg verður um væbið. (Á íslensku straumar)

Engin ummæli: