06 apríl 2007

Flóð og stífla

Ella Stína var stífla og stundum var Ella Stína flóð.

Meira um það síðar, hún er að fara sofa og vera ein með trénu.

Raunveruleikinn er á sínum stað. En þetta er svart tré og hvernig getur það verið, hugsar Ella Stína, er það sorgin, dulúðin eða tegundin.

Svart tré og ef notuð er ease up, dont freeze up aðferðin í þrjár línur þá vill þetta tré vera eitt í skóginum, það vill bera hvít blóm og það vill hafa fugla og síðan vill það að einhver komi og hnýti vasaklút í tréð svo það geti grátið því sagan þess er þannig að tréð skilur ekki eigin sögu - og nú eru komnar þrjár línur.

Tréð vill hafa reglu en veit ekki hvaða reglu.

Þetta er gert fyrir Ellu Stínu. Ritari Heimsveldisins á páskum.

Engin ummæli: