10 apríl 2007

Hver er pabbi Ellu Stínu?

Einn daginn fékk Ella Stína að vita hver hinn raunverulegi pabbi hennar væri. Mamma hennar settist niður með henni og sagði henni það. Ella Stína beið spennt. Hún neri saman höndunum af æsingi.
Ekki núa svona saman höndunum Ella Stína.
Ég er svo spennt.
Ekki vera svona spennt.
Hvernig á ég að vera.
Ætlarðu að hlusta á mig.
Hver er pabbi minn?
Pabbi þinn.
Já, ég er svo spennt að fá að vita það.
Þú veist alveg hver pabbi þinn er.
Ætlarðu ekki að segja mér það.
Það þarf nú varla að segja þér það.
Baðstu mig ekki um að koma útaf því.
Ella Stína.
Já.
Ella Stína.
Já hvað.
Ella Stína.
Hvað.
Þú ert svo þreytandi.
Ella Stína verður hnípin.
Þú ert svo erfið.
Ha.
Já, þú ert svo erfið.
Á ég þá engan pabba?
Ella Stína.
Ég er alveg að fara gráta.
Tilhvers?
Mamma.
Já hvað nú.
Á ég þá engan pabba.
Auðvitað áttu pabba.
Og fæ ég ekki að vita hver það er.
Þú veist hver pabbi þinn er.
Já, en þú sagðist ætla að segja mér það svo ég hélt kannski að ég ætti annan pabba. Einhvern annan pabba?
Já.
Einhvern annan pabba en pabba þinn?
Já, þú sagðist ætla að segja mér hver hinn raunverulegi pabbi minn væri.
Þú veist hver hinn raunverulegi pabbi þinn er.
Viltu segja mér það.
Segja mér það?
Já, svo ég sé alveg viss?
Ertu ekki viss.
Viltu bara segja mér.
Ég get alveg sagt þér það.
Og hver er hann svo?
Ella Stína hættu þessu.
Hætta hverju.
Að tala alltaf um pabba þinn.
Ég verð að vita hver pabbi minn er.
Þú veist hver hann er.
Hvernig get ég vitað það?
Hver er pabbi þinn?
Pabbi minn?
Já, hvað heitir pabbi þinn.
Jökull Jakobsson.
Alveg rétt.
Er hann pabbi minn?
Ella Stína hvað er að þér.
En viltu þá segja mér hver hinn raunverulegi pabbi minn er?
Hinn raunverulegi pabbi þinn.
Já hinn raunverulegi pabbi minn?
Jökull Jakobsson.
Jökull Jakobsson?
Já Jökull Jakobsson.
Hinn eini og sanni Jökull Jakobsson!
Já Ella Stína hinn eini og sanni Jökull Jakobsson.
Er Jökull Jakobsson pabbi minn, er hann virkilega pabbi minn.
Já hann er pabbi þinn.
Jökull Jakobsson þetta heimsfræga leikritaskáld.
Já sá er maðurinn.
Jökull Jakobsson þessi heimsfrægi rithöfundur.
Jújú.
Hvernig getur hann verið pabbi minn.
Ella Stína.
Ég er bara svo glöð. Er hann virkilega pabbi minn. Jökull Jakobsson.
Já Jökull Jakobsson.
Hvenær fæ ég að hitta hann?
Ha?
Þarf ég að flytja til hans.
Ella Stína láttu ekki svona.
Vill hann ekki hafa mig.
Hvað er nú?
Flyt ég til hans.
Hann býr hérna.
Hérna hjá okkur.
Já en ekki hvað?
Jökull Jakobsson.
Já.
Býr Jökull Jakobsson hér?
En ekki hvað.
Hinn eini sanni Jökull Jakobsson, hinn heimsfrægi rithöfundur og leikritaskáld, maðurinn sem konur grétu yfir þegar hann dó, maðurinn sem á alla vinina, maðurinn sem allir kunna sögur af.
Já.
Býr hann hér.
Þú veist það.
Veit ég það?
Já auðvitað.
Hvernig veit ég það.
Ég veit það ekki.
Mamma.
Já Ella Stína.
Heiti ég raunverulega Ella Stína.
Ha?
Er ég hin raunverulega Ella Stína.
Ert þú.
Já er ég hin eina og sanna Ella Stína.

Engin ummæli: