09 apríl 2007

Um haustið

Um haustið lenti Ella Stína í ástarsorginni, hún sat í bláa sófanum og fann að það streymdi blóð úr hjartanu og það hélt áfram að streyma og hún sá hvernig það streymdi yfir landið, yfir fjöllin, árnar, hólana, fjörurnar, jöklana, og það var einsog blóðið ætlaði aldrei að hætta að streyma og það var allt fljótandi í blóði og hún hafði ekki vitað hún ætti svona mikið blóð og svona stórt hjarta hún hafði haldið þessi ást væri bara í höfðinu á henni á einum manni en kannski var þetta eitthvað dularfyllra en það var þetta öll ástin í hjartanu eða hafði hún landið í hjartastað var hún búin til úr landi eða blóði og hún tæmdi hjartað tilað fylla það á ný.

Þetta var flóð tilað sýna henni að hún var búin til úr blóði.

Og hvað gerir maður við blóð?

Maður skrifar með því.

Engin ummæli: