17 febrúar 2010
Sómabátur
Mig dreymdi líka ég var að fara í samfloti uppá Akranes, sjóleiðina, á sómabát, ég var síðust frá bryggju og það var eitthvað vesen. Sjórinn var annars sléttur.
Nóbelsdraumur
Mig dreymdi ég skvetti kaffi framan í eða á brjóstið á Nóbelsskáldinu, hann var gamall í draumnum og með Alzheimer, og ég gerði þetta óvart eða af hvatvísi, man það ekki, það var fólk í kringum okkur og það varð uppnám, svo seinna í draumnum ætlaði ég að biðja hann afsökunar en þá var hann kominn í vörslu Jóns Viðars og hann var eitthvað að pússa hann til, held það hafi verið á Leikmunasafninu, hitt var meira svona Naustið staðurinn sem ég skvetti kaffinu.
09 febrúar 2010
Faðmaðu þinn innri krítíker
Það er til bók sem heitir þetta, Embrace your inner.....critiker
Við erum semsagt öll með innri krítíker sem gagnrýnir okkur svo við förum ekki yfir strikið og svona, en stundum fer gagnrýnandinn yfir strikið, þe. gagnrýnir okkur endalaust og miskunnarlaust, hverja hreyfingu, hugsun, orð og gerðir. Hann er mjög þreyttur á þessu en fær aldrei hvíld og þá verður hann grimmur, geri ég ráð fyrir, gagnrýnandinn sést mjög oft í andliti fólks, hrukkunni milli augabrúnanna til dæmis, það er ekki endilega áhyggjuhrukka. Hann felur sig oft í áhyggjum og hinu og þessu.
gagnrýnandinn minn starfar ekki aðeins í hausnum á mér, heldur líka öðru fólki, hann plantar sér í annað fólk og gagnrýnir mig þaðan, þetta gerist án þess ég þurfi að vita hvað fólk hugsar, ég skynja það bara, eða jú auðvitað veit ég það, að öðru fólki er illa við mig, álítur mig fávita, geðsjúkling, gamla fyllibyttu, skrítna manneskju, manneskju sem á engan bíl eða kærasta, og það dásamlega við þetta er að ég veit þetta ánþess fólk þurfi að segja mér það, gagnrýnandinn minn er sannkallaður TÖFRAGAGNRÝNANDI, ....
*
Við erum semsagt öll með innri krítíker sem gagnrýnir okkur svo við förum ekki yfir strikið og svona, en stundum fer gagnrýnandinn yfir strikið, þe. gagnrýnir okkur endalaust og miskunnarlaust, hverja hreyfingu, hugsun, orð og gerðir. Hann er mjög þreyttur á þessu en fær aldrei hvíld og þá verður hann grimmur, geri ég ráð fyrir, gagnrýnandinn sést mjög oft í andliti fólks, hrukkunni milli augabrúnanna til dæmis, það er ekki endilega áhyggjuhrukka. Hann felur sig oft í áhyggjum og hinu og þessu.
gagnrýnandinn minn starfar ekki aðeins í hausnum á mér, heldur líka öðru fólki, hann plantar sér í annað fólk og gagnrýnir mig þaðan, þetta gerist án þess ég þurfi að vita hvað fólk hugsar, ég skynja það bara, eða jú auðvitað veit ég það, að öðru fólki er illa við mig, álítur mig fávita, geðsjúkling, gamla fyllibyttu, skrítna manneskju, manneskju sem á engan bíl eða kærasta, og það dásamlega við þetta er að ég veit þetta ánþess fólk þurfi að segja mér það, gagnrýnandinn minn er sannkallaður TÖFRAGAGNRÝNANDI, ....
*
05 febrúar 2010
29 janúar 2010
Hekla og önnur herlegheit
Það er fullt tungl....
og Hekla er þandari núna en fyrir gosið 2000 - það er fylgst með henni nótt á dag
ruv.is/hekla
ísbjörn gekk á land...
Nú er kyrrt.
Ég er að gera eina af stærri uppgötvunum lífs míns... og bestu.
Nánari fréttir síðar....
hægt er að fylgjast með þessari uppgötvun dag og nótt
á Heimsveldi Ellu Stínu.
og Hekla er þandari núna en fyrir gosið 2000 - það er fylgst með henni nótt á dag
ruv.is/hekla
ísbjörn gekk á land...
Nú er kyrrt.
Ég er að gera eina af stærri uppgötvunum lífs míns... og bestu.
Nánari fréttir síðar....
hægt er að fylgjast með þessari uppgötvun dag og nótt
á Heimsveldi Ellu Stínu.
26 janúar 2010
Hrædd við að sjást
Ég er með gest í húsinu núna, vinkona mín, ég er hrædd um hún sjái mig, því hún er einsog ég, alltaf að horfa á allt krítískum augum,....
og meðan sést ekki allt hitt.
*
og meðan sést ekki allt hitt.
*
21 janúar 2010
Eitt rif
Afi minn séra Jakob átti afmæli í gær, hann sagði mér að "eitt rif úr mannsins síðu" væri súmerískur orðaleikur og hefði ekkert með skilning okkar að gera einsog búið er að túlka það í tvöþúsund ár.
VARIÐ YKKUR Á BIBLÍUÞÝÐINGUM!!!
VARIÐ YKKUR Á BIBLÍUÞÝÐINGUM!!!
Básendaflóðið
Það er svo dimmt, hún er hálfellefu og ég er með ljósin, - og kaffið og hundarnir sofa, kláraði leikritið mitt í gær, og svo kom svona eftiralda og svo fór ég að hugsa um Básendaflóðið og aðrar náttúruhamfarir og hvort ég ætti að flytja uppá hæð, uppá hæð? Hvaða hæð, samt ef Básendaflóðið kæmi þá gæti gólfið orðið fleki svo ég myndi fljóta um og svo krókna úr kulda nema það væri sól, en sjórinn er samt alltaf kaldur, Básendaflóðið færði allt í kaf sautjánhundruð og eitthvað nema Valhúsahæðin stóð uppúr.
19 janúar 2010
Annálsbrot
Fór þrisvar norður í Trékyllisvík síðasta ár...
1. Fyrst sem kattahirðir og breyttist í ljóðskáld.
2. Svo á skákmót í Djúpuvík með stórmeistara í aftursætinu.
3. Loks í skírn hjá frænku minni Jóhönnu Engilráð Hrafnsdóttur.
Þar á undan höfðu liðið 17 ár - frá því ég var fyrir norðan.
Þá fórum við Kristjón að Dröngum að heimsækja ættbálkinn og Drangaskörðin.
SELJANES...
1. Fyrst sem kattahirðir og breyttist í ljóðskáld.
2. Svo á skákmót í Djúpuvík með stórmeistara í aftursætinu.
3. Loks í skírn hjá frænku minni Jóhönnu Engilráð Hrafnsdóttur.
Þar á undan höfðu liðið 17 ár - frá því ég var fyrir norðan.
Þá fórum við Kristjón að Dröngum að heimsækja ættbálkinn og Drangaskörðin.
SELJANES...
18 janúar 2010
Ekki meiri fullnægingu þann daginn...
Já, svo fór ég norður á Strandir í maí mánuði og varð ástsjúk útí fortíðina og fannst tíminn allsráðandi og skrítinn. Einsog tíminn væri þarna ennþá. Og skotin í manni við eldhúsborðið þótt sá tími væri löngu liðinn, eldhúsborðið farið og maðurinn sömuleiðis. En þá var vor í lofti, endalaust vor og kríusöngur,... kríusöngur.. Elísabet! Já, ég var þarna með þremur köttum og textinn kom svona beint útúr mér, frásögnin frá upphafi til enda, - og passaði þrjá ketti og orti ljóð. Keyrði svo vegina í bæinn og fékk 4 daga mígrenikast, - örugglega af því mér fannst náttúran hafa yfirgefið mig, hún hafði opnað mig og ég opnaðist uppá gátt og svo lokaðist allt. Þá kom mígrenið. En Trékyllisvík og Flatey eru þannig að þar er nóg að horfa á ölduna falla að, og maður þarf ekki meiri fullnægingu þann daginn.
ÞETTA VAR ÚR ANNÁL 2009 - SKRÁSETT
ÞETTA VAR ÚR ANNÁL 2009 - SKRÁSETT
17 janúar 2010
Lífið er dásamlegt
Embla Karen tveggja ára hringdi í mig og sagði: Amma, þú ert sæt. Og Alexía tólf ára gisti og við fórum í sund og kappsund og hún vann!!! Svo helgin var yndisleg. Lífið er dásamlegt. Og ég er að skrifa leikrit sem var leiðinlegt en er að verða skemmtilegt. Bráðum heyrist það í útvarpinu. Það rignir, það er dásamlegt. Og á morgun koma hundarnir, vona ég geti sofnað í kvöld. Horfði á Himinblámann, gaman, einhver sérstakur tónn.
Lífið er dásamlegt dásamlegt....
Lífið er dásamlegt dásamlegt....
16 janúar 2010
Nýjustu fréttir af þráhyggjuheilanum
Kannski er ég með þráhyggjuheila, allt sem heilinn nær í breytir hann í þráhyggju, nú er ég alltaf að hugsa um hvort ég eigi að sofa uppi eða niðri, uppi eða niðri, - útaf bílaumferðinni og svo er herbergi sem ég sef í víst óíbúðarhæft, það kom hér einhver fasteignasali með mælistiku og sagði það væri of lágt, en það er voða fallegt risherherbergi með túrkísbláum glugga. En ef ég sef niðri þá er heilt herbergi farið sem ég nota í rauninni aldrei síðan ég flutti vinnuherbergið inní borðstofuna, kannski ætti ég að flytja uppí sveit með risastóra hlöðu fyrir vinnustofu, þarsem ég get virkilega sprungið út, nálægt sjónum samt, en ég er alltaf að hugsa um þetta, auðvitað þarf að hugsa um hlutina, en það er einsog heilinn nærist á að hugsa... úps þetta kom óvart, .... nærist líka á þráhyggju, -
KANNSKI ERU MYNSTUR Í HEILANUM SEM ÉG ÞARF AÐ REKJA UPP....
Gömul mynstur frá landnámsöld eða siðaskiptum.
KANNSKI ERU MYNSTUR Í HEILANUM SEM ÉG ÞARF AÐ REKJA UPP....
Gömul mynstur frá landnámsöld eða siðaskiptum.
Vonin
Ég hef á tilfinningunni að vonin verði uppáhalds á þessu ári. Ég vona það. Mér finnst vonin stórmerkileg, ég er búin að vera pæla í kærleikanum baki brotnu en allt í einu er einsog vonin sé að banka uppá, einsog hún sé útí garði og bíði eftir að ég hleypi henni inn.
VONIN OG FRAMTÍÐIN....
VONIN OG FRAMTÍÐIN....
Gleðin
Ég held að það sé hægt að æfa sig í að vera glaður alveg einsog að taka armbeygjur...
komdu út....
komdu út....
Meira um annál ársins
Það gengur mjög hægt að setja saman annálinn, mjög hægt, ég man ekkert nema þessa sjúkrabíla, þessa fjóra sjúkrabíla á tveimur árum, en í júní 2009 fékk ég svo mikið mígrenikast að ég var að hugsa um að hringja á sjúkrabíl en þá hló Jökull sonur minn svo mikið að mér að ég kunni ekki við það, - og heldur ekki núna í vikunni þegar ég fékk mígrenikast, en ég lét þó eftir mér að hringja í næturlækni sem laumaðist hingað í skjóli nætur.
LOVE ME TRUE
LOVE ME TRUE
15 janúar 2010
13 janúar 2010
Morgunhrafn og kvöldúlfur
Búin að vera illa haldin af þunglyndi á morgnana, finnst lífið búið, ég sé komin með krabbamein og lífið batni bara ef ég sef aðeins lengur. Á kvöldin get hinsvegar varla farið að sofa fyrir lífskæti og orku, svo margt að gera, hugsa, taka til og lesa. Svo fer ég að skamma mig fyrir þetta, sérstaklega þunglyndið svo ég ætla að hætta því, ég ætla að hætta að skamma mig og bara útbúa hillu eða skáp með málningardóti.
ps. Svo ef einhver vill og kann að staga í ullarsokkana mína er það velkomið. Ég á gott ullarsokkasafn, frá Georgíu, Rússlandi og Trékyllisvík.
*
ps. Svo ef einhver vill og kann að staga í ullarsokkana mína er það velkomið. Ég á gott ullarsokkasafn, frá Georgíu, Rússlandi og Trékyllisvík.
*
12 janúar 2010
08 janúar 2010
Tveir sjúkrabílar - Annáll ársins 2009
Rétt er að geta þess að skáldbarnið var tvisvar flutt í sjúkrabílum af heimili sínu á spítala á sl. ári. Hópur af sjúkramönnum bjargaði því frá geigvænlegum einmanaleika, prótínskorti, þursabit og því að horfast í augu við sjálfshyggjuna.
ps. Það voru líka tveir sjúkrabílar árið 2008
LOVE ME TENDER
ps. Það voru líka tveir sjúkrabílar árið 2008
LOVE ME TENDER
07 janúar 2010
Annáll ársins 2009
Á morgun er ár síðan ég kom heim frá Bandaríkjunum, Greensboro, og kvaddi Jökul og Kristínu og hundana við flugstöðina eftir tveggja mánaða dvöl þangað sem guð sendi mig tilað vera í þriðja sporinu dag eftir dag.
06 janúar 2010
6. janúar 1984
Í dag er 6. janúar, dánardagur afa Kristjóns, þann dag sofnaði hann og vaknaði ekki aftur, ... afi minn sem hafði verið svo undragóður við mig, - mig hefur stundum dreymt hann eftir að hann dó, hann býr þá jafnan á Reynimel.
Afi kenndi mér að meta náttúru Íslands, hvað jurtirnar, vötnin, brýrnar og fjöllin hétu. Fífan tildæmis,... og fuglarnir. Hann var alltaf að reyna að rækta garð. Og hann átti bílskúr, þar var mikið af verkfærum. Svo keyrði hann mig útum allt. Og gaf mér peninga. Og færði mér mat. Og kom í heimsókn. Og þegar ég eignaðist Kristjón kom hann með þvottavél frá honum og ömmu, og maltkassa í hrönnum. Afi minn var góður og um daginn fannst mér ég finna pípulykt einsog mamma segist stundum finna og þá fann ég gleði í leiðinni.
En Eva Joly er gengin í lið með forsetanum.
Ég og hundarnir fórum í tveggja tíma göngu í dag, útá Nes, hittum fólk á veginum, snuðruðum og rannsökuðum allt hátt og lágt. Best að kveikja á tölvunni og skrifa leikrit.
Afi kenndi mér að meta náttúru Íslands, hvað jurtirnar, vötnin, brýrnar og fjöllin hétu. Fífan tildæmis,... og fuglarnir. Hann var alltaf að reyna að rækta garð. Og hann átti bílskúr, þar var mikið af verkfærum. Svo keyrði hann mig útum allt. Og gaf mér peninga. Og færði mér mat. Og kom í heimsókn. Og þegar ég eignaðist Kristjón kom hann með þvottavél frá honum og ömmu, og maltkassa í hrönnum. Afi minn var góður og um daginn fannst mér ég finna pípulykt einsog mamma segist stundum finna og þá fann ég gleði í leiðinni.
En Eva Joly er gengin í lið með forsetanum.
Ég og hundarnir fórum í tveggja tíma göngu í dag, útá Nes, hittum fólk á veginum, snuðruðum og rannsökuðum allt hátt og lágt. Best að kveikja á tölvunni og skrifa leikrit.
04 janúar 2010
Janúar
Ég reif mig upp í myrkrinu, það er tjaldað fyrir alla glugga og dyr í húsinu vegna kulda, bankinn er sennilega lokaður og pósthúsið til hádegis. Engum þykir vænt um mig, amk. er ég ekki búin að drekka nógu mikið kaffi tilað koma auga á það. Þetta var vanþakklæti. Skrifaðu þakklætisbæn og gerðu lista yfir alla sem þykir vænt um þig og hættu þessu væli. Þú ert með geðhvörf, gerðu þér grein fyrir því, þá færðu svona hugmyndir, þær geta fært þig í bönd.
Morgunn
Hundarnir eru sofandi og ég er að fá mér kaffi. Það er ískalt úti, og bleika röndin á sínum stað.
Facebookreiðin
Ég er reið útí þær, þær kommentera bara hvor hjá annarri og sjaldan eða aldrei hjá mér.
03 janúar 2010
Reið útí munninn
Ég er reið útí munninn á mér, hann segir allt annað en það en sem ég ætla að segja. Hvernig verður þetta á grafarbakkanum? Ég stjórna ekki munninn á mér. Þetta er ekki sami munnurinn og ég fæddist með. Þegar ég fæddist sagði ég bla bal blú abla dor umm sú la la lisa mi, en nú segi ég: Allir eru á móti mér og enginn elksar mig. -
Reiðikast 3
Ég er reið útí nóttina fyrir að ég þurfi að fara sofa, og ekki nóg með það, heldur þarf ég að taka lyfin mín, ganga frá öllu, bursta tennurnar, slökkva ljósin og fá svo raflost í hausnum útaf einhverju sem ég veit ekki hvað er, og ég veit aldrei hvenær ég sofna, ég er reið útí svefninn, útí klukkuna, útí nóttina, fyrir að þurfa fara að sofa og geta ekki vakað endalaust. Ég er líka reið yfir því að þurfa að vakna því þá er ég yfirleitt að hugsa eitthvað voðalegt og afhverju er ég að því. Af því ég er reið yfir því að þurfa að vakna og fá ekki að sofa endalaust.
02 janúar 2010
Reiðikastið 2
Ég er reið útí húðina á mér. Þetta er ekki sama húðin og ég fæddist með. Hún er að verða þurr og hrukkótt og ég hef enga stjórn á henni, það er eitthvað annað sem stjórnar en ég þegar þessi húð er annarsvegar, ég sé nýja hrukku á hverjum degi, ég er brjáluð af reiði útí þessa húð og gæti flegið hana af á einu bretti, ég skil bara ekki hvað hefur gerst. Ég get varla litið í spegil, þá sé ég allar hrukkurnar, sumar eru orðnar að strikum og á morgnana þegar ég vakna eru djúp strik, það eru reiðistrikin, en ég má ekki sýna reiði svo ég slétta úr þeim þegar ég vakna og er stundum allan daginn að því, og svo finn ég stundum æðaþrengsli í fótleggjunum, ÞETTA ERU EKKI SÖMU FÓTLEGGIRNIR OG ÉG FÆDDIST MEÐ, ég skil ekki hvað er að gerast, þetta gerist án þess ég fái nokkuð við ráðið og mér líkar það ekki, þetta er gjörsamlega óþolandi og bráðum verður handarbakið á mér einsog handarbakið á ömmu sem mér fannst rannsóknarefni sem barni og þessar bláu æðar.
Reiðikastið
Ég er reið útí ballið. Þetta er ekki sama ballið og í fyrra. Þetta var allt annað ball, ég vissi ekkert hvernig ég átti að vera, ég var öll stíf þegar ég dansaði og mig langaði ekki að lenda á sjéns með neinum, mér fannst allir annaðhvort of gamlir, of ungir eða of drukknir, einn var nýfráskilinn, og hljómsveitin var ömurleg. Þetta var ekki sama ball og í fyrra og ég er brjáluð úr reiði, þetta er heldur ekki ballið sem ég var á þegar ég var tvítug og drukkin og hvarf inní algleymið og mundi ekki neitt, ekki einu sinni þegar ég vaknaði, ég bara þoli ekki að þetta skuli ekki hafa verið sama ballið. Ég er reið.
Meira kaffi
Gleðilegt ár, - svaf til fimm.... hugsaði um að flytja útá land til að bjarga málunum, hugsaði um að flytja svefnherbergið niður tilað bjarga málunum, fann mígrenið sulla í þriðja auganu, búin að fatta að konan hefur innsæið... og vöðvinn í vinstri öxlinni er að reyna stoppa það, hopp hopp, - svaf til fimm já, fékk mér kaffi, límónaði vatn, burstaði tennurnar, tók líþíum, hugsaði um að fara til Jökuls og Kristínar og ná í þvottinn minn, - væri gott líka að fá súrefni, - þau gætu hafa lagt sig eftir sleðaferð á Rauðavatni, - vantar vinkonur, held að allir séu á móti mér núna, paranojan, - gleðilegt ár, ég elska ný ár, ég er soldið feimin við þau líka, ég þarf að byrja á nýrri bók, - kannski ætti ég að fá mér útgefanda, - og sjónvarp, þvottavél, og gefa mér ást og aga á nýju ári, - eru álfar kannski menn, og eru englar kannski menn, og allir sem ég hef þekkt og hafa horfir vakna á áramótunum, og framtíðin, jæja, best að fá sér meira kaffi.
29 desember 2009
Dreymandi fljót
Það er kalt úti og allt fýkur um allt og sjórinn kemur að landi með kaldar bylgjur, úfinn og ósofinn, mig vantar kuldaskó og hó hó, allt fýkur og allt er kalt, ég ætti að leggja mig, púff, steinsofna í hálftíma, líklegt, alltílagi að prófa, - og það væri soldið töff af ríkisstjórninni að einmitt núna að láta allar ár í friði á Íslandi, Skjálfandafljót, Þjórsá, - leyfa þeim að streyma og dreyma.
28 desember 2009
Fallegasta jólakveðjan
Garpur og Jökull komu um hádegi á aðfangadag til að segja gleðileg jól..... þeir voru svo fallegir, hátíðlegir, stríðnislegir, góðir og sætir, með jólasveinahúfur og svo myndarlegir og ótrúlega ævintýralegir, komu gangandi stíginn og inní eldhús og föðmuðu mig, og ég fór að hugsa um öll árin hér, öll jólin hér, allar útgáfurnar af okkur hér, jólaenglar og jólaást, ... þeir koma mér endalaust á óvart.
Kærleikssambandið
Vaknaði hálftólf og var að hugsa um konuna í lokaða herberginu, að ég hefði átt að gefa hana út, það er ekki alltaf að marka svefnrofurnar, svo hringdi síminn, ég ákvað að fara á fætur og fá mér kaffi áðuren ég ansaði, kærleikshugsun, því annars væri ég úti á þekju og ekki með á nótunum, hitaði mér kaffi, tók lyfin mín, á eftir að tannbursta mig, því síminn hringdi aftur þegar ég ætlaði að gera það, á eftir að taka lýsi og vítamín, tók samt af rúminu, þvottavélin ennþá biluð, en á aðfangadag kom maðurinn með skrúfuna. Kærleiksrík snjókorn svífa til jarðar, langar í sund og bankann en ekki búin að ákveða hvort ég fæ minn kærleiksríka súrefnisskammt í dag, las Ragnar í Smára í gær, merkilegur maður, soldið stíf lesning þótt bókin sé vel skrifuð, höfundurinn treður þessu soldið inní formið sitt, og lesandinn ég stundum soldið mikið að hugsa, já mikið er þetta smart hjá höfundinum, en Ragnar í Smára og Ólöf Nordal komast til skila, líka Jón Helgason. Já kærleikurinn, ég hef kærleiksfingur sem slá á lyklaborðið, en þessi sem hringdi vildi að ég gæfi út fleiri bænabækur. En þar á undan hringdi Garpur og spurði hvort Embla mætti gista. Lífið er dásamlegt og fínt að hafa þessi snjókorn.
27 desember 2009
Hvernig væri það?
Nú hellist hann yfir - einmanaleikinn, ég er alein heima að sjóða nautatungu og get ekki kveikt á kerti, ekkert kertaljós, hundaskítslykt ef ég opna út, og kuldi ískuldi, ekki að hringja í neinn, bara eiga bágt og vera einamana, svo eru jól og bók tilað hrökkva ofaní, ef ég spyr þennan einmanaleika, bið hann um upplýsingar;:
Ég: Kæri einmanaleiki? Afhverju kemur þú?
Einmanaleikinn: Ég átti ekki í önnur hús að venda.
Ég: Afhverju?
Einmanaleikinn: Ég vil ekki segja það.
Ég: Nú?
Einmanaleikinn: Ég skammast mín fyrir að vera til, ég á engin skartklæði.
Ég: Langar þig að heyra í einhverjum.
Einmanaleikinn: Ég vil frekar vera einmana.
Ég: Langar þig í kjól.
Einmanaleikinn: Það sér mig enginn.
Ég: Bara hafa það kósí.
Einmanaleikinn: Ég vil eignast mann.
Ég: Mann????
Einmanaleikinn: Já, sem hreyfir sig.
Ég: Það tekur nú tíma að ná sambandi við mann.
Einmanaleikinn: Já, þess vegna nenni ég því ekki.
Ég: En ef við segjum, allt fer vel, og vonum það besta.
Einmanaleikinn: Það er allt svo tómt eftir öll þessi skrif.
Ég: Tómleikinn getur verið góður.
Einmanaleikinn: Ég var bara að vekja athygli á honum.
Ég: Ég vil ekki viðurkenna að mig langi í mann, þá verð ég svo upptekin af honum. Að ég gleymi öllu öðru.
Einmanaleikinn: Hvernig væri það?
Ég: Kæri einmanaleiki? Afhverju kemur þú?
Einmanaleikinn: Ég átti ekki í önnur hús að venda.
Ég: Afhverju?
Einmanaleikinn: Ég vil ekki segja það.
Ég: Nú?
Einmanaleikinn: Ég skammast mín fyrir að vera til, ég á engin skartklæði.
Ég: Langar þig að heyra í einhverjum.
Einmanaleikinn: Ég vil frekar vera einmana.
Ég: Langar þig í kjól.
Einmanaleikinn: Það sér mig enginn.
Ég: Bara hafa það kósí.
Einmanaleikinn: Ég vil eignast mann.
Ég: Mann????
Einmanaleikinn: Já, sem hreyfir sig.
Ég: Það tekur nú tíma að ná sambandi við mann.
Einmanaleikinn: Já, þess vegna nenni ég því ekki.
Ég: En ef við segjum, allt fer vel, og vonum það besta.
Einmanaleikinn: Það er allt svo tómt eftir öll þessi skrif.
Ég: Tómleikinn getur verið góður.
Einmanaleikinn: Ég var bara að vekja athygli á honum.
Ég: Ég vil ekki viðurkenna að mig langi í mann, þá verð ég svo upptekin af honum. Að ég gleymi öllu öðru.
Einmanaleikinn: Hvernig væri það?
13 desember 2009
Bænahús Ellu Stínu - bænabók
í vikunni kemur út bænabók, Bænahús Ellu Stínu, - bókin er dýrgripur, skeytt ljósmyndum, blómamyndum, akrílmyndum og skiptist í fimm kafla:
1. Bænahúsið
2. Kærleikssambandið
3. Bænir
4. Þakkargjörðir
5. Andleg vakning
Fáðu þér bænabók
Takmarkað upplag
*
1. Bænahúsið
2. Kærleikssambandið
3. Bænir
4. Þakkargjörðir
5. Andleg vakning
Fáðu þér bænabók
Takmarkað upplag
*
03 desember 2009
Reglurnar og lífið
Lífið snýst um að læra reglurnar, ... og líka nýju reglurnar og breytingar á reglunum, og svo er eitthvað sem þrengir sér í gegn og það er ekki reglan...
*
*
01 desember 2009
24 nóvember 2009
Bænahestar
já, ég sýndi þeim líka hestana, bænahestana, ... svo talaði ég við Lindu og það var þá sem Vilborg kom og mér er alveg sama hvað öðrum finnst um mig. (Sagði mjóróma rödd tilað sannfæra sjálfa sig.) En ég er ótrúlega guðdómlega þreytt, ef eitthvað þreytir mig þá eru það hugsanir, ég datt í gömlu gryfjuna, ég hlýt að hafa viljað það sjálf, hvað er ég að öðlast með gömlu gryfjunni og hvað er ég að forðast.
Ég forðast á taka ábyrgð á mínum störfum og vera prófessional.
Ég öðlast samúð, hluttekningu, allir fara blanda sér í mín mál, skipta sér af, segja mér skoðun sína og bjarga mér... hjálparvana mér.
Svo elsku bænahestur... ég sendi þig til hans með bæn.
Manneskjan er bæn, ákall.
Manneskjan er ein titrandi bæn, augun biðja: Má ég sjá eitthvað fallegt, eyrun vilja fá að heyra eitthvað fallegt, skinnið, hörundið: Má ég snerta eitthvað mjúkt tilað tosa í, og svoleiðis er manneskjan einsog bæn.
En ég er komin uppúr gryfjunni og farin að taka ábyrgðina á mínum málum.
Góða nótt kæru bænir. Og bænahestar.
Ég forðast á taka ábyrgð á mínum störfum og vera prófessional.
Ég öðlast samúð, hluttekningu, allir fara blanda sér í mín mál, skipta sér af, segja mér skoðun sína og bjarga mér... hjálparvana mér.
Svo elsku bænahestur... ég sendi þig til hans með bæn.
Manneskjan er bæn, ákall.
Manneskjan er ein titrandi bæn, augun biðja: Má ég sjá eitthvað fallegt, eyrun vilja fá að heyra eitthvað fallegt, skinnið, hörundið: Má ég snerta eitthvað mjúkt tilað tosa í, og svoleiðis er manneskjan einsog bæn.
En ég er komin uppúr gryfjunni og farin að taka ábyrgðina á mínum málum.
Góða nótt kæru bænir. Og bænahestar.
23 nóvember 2009
Kærleikssambandið
Byrjaði aftur í dag... ég steikti folaldasnitsel handa mér með kartöflum frá Kolbrá, fór í bankann og á pósthúsið, hvortveggja mjög kærleiksríkt, ég hafði smá leikhús á pósthúsinu, hitti 2 rithöfunda Kristínu Ómars og Bjarna Bjarnason sem sýndu mér bækurnar sínar, fékk pening í bankanum, póstaði Aðalheiði, keypti símakort, hef ekki getað það í svona mánuð, hmmmm, getur það verið, ekki nógu kærleiksríkt! Fékk vatn á pósthúsinu, hringdi í lækninn, pantaði tíma, fékk tíma, hitti Friðgeir í bókabúðinni og Þórlind mjög gaman alltsaman og kærleiksríkt, hafði þar á undan sýnt mér alveg sérstakan kærleika og keypt mjólk, banana, perur, djús, abmjólk í búðinni, fékk poka, labbaði í bæinn, man ekki eftir að hafa séð kött, með rauða hanska, töskuna mína og í írsku úlpunni, leðurstígvélum, fín, sá kirkjugarðinn, suðurgötuna, stóra rauða húsið, stóra rauða húsið, stóra rauða húsið, skerandi sól, blindsól, ætlaði í prentsmiðju en komst að því að hún var í garðabæ....!! Engin prentsmiðja í miðbænum, hvað er að gerast. Hvar er kærleikurinn? Hringdi í synina. Góð. Vilborg kom í heimsókn, gaf henni te úr töfrakatlinum í stóra rauða húsinu, við töluðum og töluðum, góður dagur og kærleiksríkur, ég hugsaði um að gefa ekkert út, gefa ekki út, svo lagði ég mig og hugsaði, nei.... þetta er hjá guði, ég meika ekki að skrifa um þetta, en ég er búin að vera í útgáfukrísu. Kannski kemur einhver og slítur af mér handritið og setur það í prentsmiðju, aha ekki kærleiksríkt, svo ég bað fyrir þessu, dimmt, ein stjarna, símtöl, bað, sápubað, vatn, leggja sig í sófanum, allt svo kósí hjá mér, lífið svo dásamlegt vinir mínir.
14 nóvember 2009
Vá, ég er búin að vera þvílíkt fórnarlamb!!!
Ég er búin að vera fórnarlamb bókmenntaheimsins,
bænarinnar, heilsunnar, aldursins, peningaleysis, sjónvarpsleysis, ávarpsins guð blessi ísland, hrunsins, hæfileika minna, listaháskólans, tannlæknisins, tryggingastofnunar, hugsunarinnar, þreytunnar, þursabitsins, hússins, minnar erfiðu æsku, alkóhólisma, geðhvarfa, móðurhlutverksins, ömmu, flugfarþega, neytenda, aa-samtakanna, vináttunnar, leikhússins, vá hvað ég er búin að vera mikið fórnarlamb leikhússins, sýndarmennskunnar, skammarinnar, græðginnar, tímans, örlaganna, það verður aldrei neitt úr mér, lesenda minna, aðdáenda, umferðarinnar, og húðin er að breytast, þvílíkt fórnarlamb og sjónin, vá fórnarlamb, ég þarf að borga skatta og sjá fyrir mér þótt ég sé listamaður, ég er fórnarlamb listarinnar, þetta er eitt stórt samband sem ég er í....
og fórnarlamb fyrirlitningarinnar, dómhörkunnar, vantraustsins, skuldanna, lokaða símans, fórnarlambið fær þvílíkt KIKK útúr þvíað vera með lokaðan síma, bilaða þvottavél, og tóman ísskáp. Allt fyrir fórnarlambið!!!
bænarinnar, heilsunnar, aldursins, peningaleysis, sjónvarpsleysis, ávarpsins guð blessi ísland, hrunsins, hæfileika minna, listaháskólans, tannlæknisins, tryggingastofnunar, hugsunarinnar, þreytunnar, þursabitsins, hússins, minnar erfiðu æsku, alkóhólisma, geðhvarfa, móðurhlutverksins, ömmu, flugfarþega, neytenda, aa-samtakanna, vináttunnar, leikhússins, vá hvað ég er búin að vera mikið fórnarlamb leikhússins, sýndarmennskunnar, skammarinnar, græðginnar, tímans, örlaganna, það verður aldrei neitt úr mér, lesenda minna, aðdáenda, umferðarinnar, og húðin er að breytast, þvílíkt fórnarlamb og sjónin, vá fórnarlamb, ég þarf að borga skatta og sjá fyrir mér þótt ég sé listamaður, ég er fórnarlamb listarinnar, þetta er eitt stórt samband sem ég er í....
og fórnarlamb fyrirlitningarinnar, dómhörkunnar, vantraustsins, skuldanna, lokaða símans, fórnarlambið fær þvílíkt KIKK útúr þvíað vera með lokaðan síma, bilaða þvottavél, og tóman ísskáp. Allt fyrir fórnarlambið!!!
12 nóvember 2009
Videókvöld hjá Zizou, Keano og Ellu Stínu
Í tilefni þess að Zizou og Keano eru að fara heim aftur á morgun ákvað ég að hafa videókvöld, við horfðum á spólu og fengum okkur nammi, hundanammi, kók, lakkrís og popp. Horfðum svo á Changing Lanes og ég táraðist.... TÁRAÐIST...
*
Zizou og Keano létu sér fátt um finnast þegar nammið var búið og steinsofnuðu og rétt rumskuðu við klappið mitt. Yndislegt kvöld.
*
Zizou og Keano létu sér fátt um finnast þegar nammið var búið og steinsofnuðu og rétt rumskuðu við klappið mitt. Yndislegt kvöld.
Ella Stína sauð engirót
Ég sauð engifer-rót og bjó til heilsudrykk, yndislega rammt og með hunangi í. Ég er snillingur í að hugsa vel um sjálfa mig og hálfa mig. Svo sauð ég þorks, frosinn með kartöflum, hvorttveggja varla matur, en magafylli, verð að muna eftir lárviðarlaufunum.
10 nóvember 2009
Uppgötvun
Ég er sjúk í viðurkenningu af því ég kann ekki að taka á móti ást, - en áðan lagði ég mig.
Við hvern er ég að tala?
Ég treysti engum og enginn getur hjálpað mér og ég má ekki segja frá. Ég veit ekki hverju ég má ekki segja frá, ég er búin að gleyma því, það er eitthvað. Og enginn getur hjálpað mér því ég er svo rosalega spes og á svo rosalega bágt og er að sjóða egg og það skammdegi úti. En afhverju treysti ég engum, afhverju er ég að setja það á bloggið mitt, ef ég treysti engum, á örugglega eftir að stroka þetta út en sá sem engum treystir, hann deyr á ísnum. Eða ísnum, hann deyr inní sér, tærist upp og deyr, - deyr inní sér, fer í hringi inní sér, ég er með flökt, ég er svo þreytt, af því ég treysti engum, segi þetta við þennan og hitt við hinn og held að enginn elski mig en segist bara gera það. Spennandi, mig langar í mjólk. Og hvað er þetta sem enginn má vita, - að ég er á leiðinni út.
Ég ætla ekki að hanga inni lengur yfir þessari konu sem starir á vegginn, starir á gulan vegginn og er endalaust inní svefnherbergi og alltaf að skamma mig og alltaf að hafa áhyggjur af mér, og alltaf að toga í mig og alltaf að stjórna mér af því hún er svo hrædd um mig.
Hún getur orðið eftir inni. Ég kann ekkert á hlutina, ég blanda saman vatni og rafmagni, og er með bók undir hendinni sem heitir MYSELF í staðinn fyrir að bókin heiti MY MOTHER MY SELF.
Þetta kemur örugglega núna af því ég er búin að skrifa heilt handrit umað vera upptekin af föðurnum tilað fela hvað.... móðurina. Maður verður að treysta foreldrum sínum eða foreldrum sínum inní sér, við hvern er ég að tala?
Ég ætla ekki að hanga inni lengur yfir þessari konu sem starir á vegginn, starir á gulan vegginn og er endalaust inní svefnherbergi og alltaf að skamma mig og alltaf að hafa áhyggjur af mér, og alltaf að toga í mig og alltaf að stjórna mér af því hún er svo hrædd um mig.
Hún getur orðið eftir inni. Ég kann ekkert á hlutina, ég blanda saman vatni og rafmagni, og er með bók undir hendinni sem heitir MYSELF í staðinn fyrir að bókin heiti MY MOTHER MY SELF.
Þetta kemur örugglega núna af því ég er búin að skrifa heilt handrit umað vera upptekin af föðurnum tilað fela hvað.... móðurina. Maður verður að treysta foreldrum sínum eða foreldrum sínum inní sér, við hvern er ég að tala?
09 nóvember 2009
Tjaldurinn
Við sáum tjald vappa í grasinu. Það var við Sólarlagsbraut. Hann flaug upp þegar við nálguðumst og flaug útá haf. Kann tjaldurinn að synda?
Viðkvæmni
Hundarnir eru búnir að kenna mér eitt, að ég er viðkvæm, ég sá það vegna þess hversu þeir eru viðkvæmir.
*
*
29 október 2009
Hjartað
Ég er að tala við þig, ég veit ekki hvað þetta er
en þetta er eitthvað alvöru búið til úr hafinu
og ekkert smávegis hafi heldur risastórum öldum
í hjartanu, hjartanu, hjartanu,hjartanu.
Og það færði mér heim sanninn um það
að stundum þekki ég ekki hjartað í mér
fyrren ég sé það í öðrum og þá langar mig
að ná því aftur.
en þetta er eitthvað alvöru búið til úr hafinu
og ekkert smávegis hafi heldur risastórum öldum
í hjartanu, hjartanu, hjartanu,hjartanu.
Og það færði mér heim sanninn um það
að stundum þekki ég ekki hjartað í mér
fyrren ég sé það í öðrum og þá langar mig
að ná því aftur.
Nokkur orð
Ég trúi því varla að ég hafi séð hann
svona einmana, trylltan og óttasleginn,
og ég hafi haft allt þetta í mér
og það sé hægt að vekja það upp
á augabragði.
svona einmana, trylltan og óttasleginn,
og ég hafi haft allt þetta í mér
og það sé hægt að vekja það upp
á augabragði.
Ljóð
Augu þín brenna
af einsemd og ótta
einsog augu mín
fyrir löngu
en þá dæmdi ég
sjálfa mig
fyrir að vera óttaslegin
og einmana
nú skil ég þig.
*
af einsemd og ótta
einsog augu mín
fyrir löngu
en þá dæmdi ég
sjálfa mig
fyrir að vera óttaslegin
og einmana
nú skil ég þig.
*
27 október 2009
Velkomin og sæt
Það væri nú gaman að vita hverjir eru alltaf að lesa þetta blogg, annars eruð þið öll velkomin og sæt.
Rauðu stafirnir
Halló, þetta er góður dagur, ég fór með hundana í labbitúr útað bekknum og nú er ég komin heim að skrifa, og það er svo góð útilykt af mér og yndislegt að vera til.
26 október 2009
Húsið -
1. Vantar þakrennur úr járni
2. Útidyramottu
3. Setja þrefalt gler
4. Mála þakið
5. Fóðra suma veggi
6. Gera við útidyrahurðina
7. Mála stigann
8. Mála nokkra ofna og hurðir
9. Nýjan ofn í stofuna
10. Hurð fyrir geymsluna
2. Útidyramottu
3. Setja þrefalt gler
4. Mála þakið
5. Fóðra suma veggi
6. Gera við útidyrahurðina
7. Mála stigann
8. Mála nokkra ofna og hurðir
9. Nýjan ofn í stofuna
10. Hurð fyrir geymsluna
Listi yfir það sem vantar
Nú er nóvember skammdegið að bresta á, ég á eitt eða tvö kerti og vantar lak, hér er listi yfir það sem mig vantar:
1. Lak
2. Útidyramotta
3. Mynd af Emblu í ramma
4. Mynd af Jökli og Kristínu í ramma
5. Ljósaperur
6. Parmesean ost
7. Kjúklingabringur
8. Meira te
9. Ávexti
10. Þykkni
11. Að naglalakka mig
12. Þvottapoka
13. Gluggatjöld fyrir borðstofuna
14. Sápur
15. Sjampó
16. Að koma sjónvarpinu í lag
17. Kjöt í kjötsúpu, - á grænmetið
18. Kjötsúpupott
19. Borga hituveitureikninginn
20. Og símreikninginn
21. Buxur
22. Nærbuxur
23. Sykur
24. Efni tilað þrífa baðið
25. Stálull
1. Lak
2. Útidyramotta
3. Mynd af Emblu í ramma
4. Mynd af Jökli og Kristínu í ramma
5. Ljósaperur
6. Parmesean ost
7. Kjúklingabringur
8. Meira te
9. Ávexti
10. Þykkni
11. Að naglalakka mig
12. Þvottapoka
13. Gluggatjöld fyrir borðstofuna
14. Sápur
15. Sjampó
16. Að koma sjónvarpinu í lag
17. Kjöt í kjötsúpu, - á grænmetið
18. Kjötsúpupott
19. Borga hituveitureikninginn
20. Og símreikninginn
21. Buxur
22. Nærbuxur
23. Sykur
24. Efni tilað þrífa baðið
25. Stálull
25 október 2009
Ég er svo æðisleg kona....
*
fékk að heyra þetta frá ungum aðdáenda alveg óvænt. Vissi þetta auðvitað, það var bara svo gaman að heyra það, ég set það hér svo ég gleymi því ekki.
fékk að heyra þetta frá ungum aðdáenda alveg óvænt. Vissi þetta auðvitað, það var bara svo gaman að heyra það, ég set það hér svo ég gleymi því ekki.
24 október 2009
23 október 2009
17 ára edrúafmæli jíbbí
Ég hef fengið að vera edrú í 17 ár.... í dag 23.október 2009. Þá eru 17 ár síðan ég fór í áfengismeðferð á Vífilsstöðum, fyrsta daginn fór ég útá stétt að reykja og labbaði svo útí grasið "skv. eðlisávísun" og fann felgulykil.
Ég elska edrúmennskuna mína, dásamlegur tími, stundum erfiður en hef farið allsgáð í gegn!
*
Ég elska edrúmennskuna mína, dásamlegur tími, stundum erfiður en hef farið allsgáð í gegn!
*
22 október 2009
Fréttir af rólegheitum
Ég er ennþá mjög róleg.
*
eða einsog töfradrottningin sagði: þú hefur í þér mikla ró.
*
eða einsog töfradrottningin sagði: þú hefur í þér mikla ró.
21 október 2009
Rólegheitaprógrammið
Ég er í prógrammi í því að vera róleg, ég skrifa mjög rólega núna, tek til allt rólega, anda, hlusta, rólega, slakaðu á, slakaðu á og orkan kemur.
15 október 2009
Reykjavík - Madness
Slóðir maníu og þunglyndis í Reykjavík
Boðið verður uppá ferðir undir leiðsögn Elísabetar Jökulsdóttur um Reykjavík þarsem gestir fá að kynnast borginni með augum manneskju í maníu og er einhverstaðar pláss fyrir þunglyndið.
Í þessum ferðum þýðir Vonarstrætið von, von fyrir mannkynið, og ef farið er uppá Haðarstíg kemur í ljós að við göngum blindandi um heiminn en Höður var blindi ásinn í goðatrúnni.
Þannig verða göturnar þræddar með augum manneskju sem er rekin áfram af því að frelsa heiminn og ráða í dulda merkingu sem býr á bak við allt sem er.
Hvað þýðir Laugavegur.... raunverulega? Eða Sóleyjargata....?
Jafnvel umferðarskiltin, verslunarskiltin, .... hvar endar þessi ferð?
Skráið ykkur tímanlega!
*
Boðið verður uppá ferðir undir leiðsögn Elísabetar Jökulsdóttur um Reykjavík þarsem gestir fá að kynnast borginni með augum manneskju í maníu og er einhverstaðar pláss fyrir þunglyndið.
Í þessum ferðum þýðir Vonarstrætið von, von fyrir mannkynið, og ef farið er uppá Haðarstíg kemur í ljós að við göngum blindandi um heiminn en Höður var blindi ásinn í goðatrúnni.
Þannig verða göturnar þræddar með augum manneskju sem er rekin áfram af því að frelsa heiminn og ráða í dulda merkingu sem býr á bak við allt sem er.
Hvað þýðir Laugavegur.... raunverulega? Eða Sóleyjargata....?
Jafnvel umferðarskiltin, verslunarskiltin, .... hvar endar þessi ferð?
Skráið ykkur tímanlega!
*
13 október 2009
Að búa til kærleika
Ég, Zizou og Keano bjuggum til kærleika í göngutúrnum í dag, það var haustsól, gulnuð strá, farfuglar í undirbúningsvinnu, sjórinn skall að landi, einmana golfari að sveifla kylfunni sinni, skýjafar, mávager í kríuvarpi, grátt grjót og við að labba og búa til kærleika.
Viltu hlusta?
í dag hefur hrukkunum fjölgað, þær hafa breytt sér í strik, rauð strik, sérstaklega þetta sem lítur út fyrir að vera horn á enninu, - svo hef ég komist að því að ég get verið hrædd, ég þarf að útbúa umsókn fyrir starfslaun listamanna, og fara í bað, draga frá gluggatjöldin og svona ýmislegt, annars að fara í göngutúr með hundana og passa emblu, - svo er spurning hvort ég kíki inná drafnarstíg, ég er alltaf í þann veginn að skrifa bréf og segja hvað ég eigi bágt, er þetta þunglyndið, sveiflan í sálinni, af því ég er með geðhvörf, eða bara aumingjaskapur eða skapur aumingja, þetta eru ekki góðir dagar, best að sækja um á póstinum, annars ætlaði ég að strauja sængurfötin, og setja utanum sængina, hvar væri ég ef ég hefði ekki bloggið, þetta er ekki nógu hreint og beint, þori ekki að segja hlutina beint út, en mig vantar stuðning. eða hvort mig vantar bara að tala og einhver hlusti.
12 október 2009
Hrukkuþunglyndið
Ég er svo blönk, ég á ekki fyrir mat eða ljósaperum, búin að skrifa fimm handrit af ýmsu ljóð eða sögukyns en kem því ekki út, með viðvarandi þursabit, þetta er raunveruleikinn, eina sem heldur mér á floti eru fundir, sef of mikið en er þó að lesa eina bók: Unaccustomed earth eftir Jhumpa Leri og setti í þvottavél áðan og hengdi útúr annarri, þessi blankheit valda þunglyndi, en ég ætla sækja um hjá póstinum og svo klofnar hausinn á mér, - fara bera út póst, flytja útá land, og bíða eftir að einhver bjargi mér, - það er allt byrjað að síga og ég hugsa ekki um annað en elli og hrukkur, þetta er sennilega þunglyndi en ég sé hrukkur allstaðar á öllum.
05 október 2009
Oktoberkvöld
Lífið er dásamlegt og tunglið er fullt, það var tunglskin yfir öllu suðurlandi í kvöld, merlaði á fjöllin og þau urðu svo draugalega rómantísk í birtunni, svo sást Júpíter, (Júppí) og Karlsvagninn skínandi utanúr himingeimnum, þessum stóra stóra geim og mig langaði að kúra mig hjá einhverju fjalli og vera inní þögn landsins og sleikja soldið útum og ekki fara í bæinn.
En Jóhanna Líf gisti hér og fór á kostum, bjó til leikhús og heillaði alla uppúr skónum, við fórum í sund og útað borða, í bæinn og á kaffihús, og hún var svo skemmtilegur félagsskapur. Svo núna er tómt í kotinu. Ég keyrði hana til pabba síns sem var hjá Guðjóni pabba sínum og Jónu konu hans. Þar átti ég yndislegt kvöld, spjall og læri!!! En Guðjón átti afmæli svo það voru líka kökur og meðal annars heit eplakaka... namm namm. Og meira spjall, gaman gaman, að koma til þeirra og þar hitti ég Alexíu sem var sól og faðmlagasnillingur, og kemur um næstu helgi og gistir.
Svo hitti ég líka Gunnar Óla, Guðrúnu kærustuna hans og Önnu systir Gunnars og Kristjóns. Dásamlegt kvöld og kyrrð og stjörnur og ísbirnir við hvert fótmál í innkeyrslunni.
Svo brunaði ég í bæinn og í nótt koma norðurljós... hugsa ég.
En Jóhanna Líf gisti hér og fór á kostum, bjó til leikhús og heillaði alla uppúr skónum, við fórum í sund og útað borða, í bæinn og á kaffihús, og hún var svo skemmtilegur félagsskapur. Svo núna er tómt í kotinu. Ég keyrði hana til pabba síns sem var hjá Guðjóni pabba sínum og Jónu konu hans. Þar átti ég yndislegt kvöld, spjall og læri!!! En Guðjón átti afmæli svo það voru líka kökur og meðal annars heit eplakaka... namm namm. Og meira spjall, gaman gaman, að koma til þeirra og þar hitti ég Alexíu sem var sól og faðmlagasnillingur, og kemur um næstu helgi og gistir.
Svo hitti ég líka Gunnar Óla, Guðrúnu kærustuna hans og Önnu systir Gunnars og Kristjóns. Dásamlegt kvöld og kyrrð og stjörnur og ísbirnir við hvert fótmál í innkeyrslunni.
Svo brunaði ég í bæinn og í nótt koma norðurljós... hugsa ég.
28 september 2009
Afleiðingar 4
Barninu sem lenti í barnaperranum fannst það alltaf skulda heiminum eitthvað, tildæmis útskýringu á því sem hafði gerst.
Afleiðingar III
Barnið sem lenti í barnaperranum klæddi sig í stóra peysu, stórar buxur og stóra kápu sem það mundi ekki sjást hvað hafði gerst.
Afleiðingar II
Einu sinni var lítið barn sem lenti í barnaperra, afleiðingin varð sú að barnið varð að finna nýja leið, - já, því heimur þess hafði hrunið, - barnið fór samt ekki útúr heiminum eða raðaði honum uppá nýtt, ónei, það sagði við sjálft sig hvern dag í rústunum: Sjáðu, hvað þú hefur gert.
Afleiðingar
Einu sinni var kona með vandamál, það var svo stórt að það náði yfir allan heiminn, gerði hann svartan og ósýnilegan og lét hann hristast og hvað eina. Konan greip til þess ráðs að minnka vandamálið niður í ekki neitt og stakk því í vasann, - það leystist samt voða lítið, heimurinn var áfram svartur, ósýnilegur og hristist og úr vasanum skriðu stöðugt svartar pöddur.
23 september 2009
Kvöldheimsókn
Það kom yndislegt fólk í kvöldheimsókn sem hafði verið að spila körfubolta útá skólalóð, þau fengu sér Súper-klaka og voru sæt og yndislegt, þetta voru þau Jökull og Kristín.
*
Og ég átti edrúafmæli, 16 ár og ellefu mánuðir!!!!!!!!!
*
Og ég átti edrúafmæli, 16 ár og ellefu mánuðir!!!!!!!!!
18 september 2009
Villigötur eða villilblóm
Ég er að skrifa sögu og veit ekki hvort ég er komin á villigötur, ég er núna voða mikið að láta söguna smella saman, og láta hana vera sögu, en í upphafi var hún svona minningabrot sem röðuðust eða ekki röðuðust saman, svo ég veit ekki hvort virkar, - en það merkilega vildi til að Akrafjallið varð fallegt í dag, það tók semsagt Akrafjallið aðeins fimmtíu ár að verða fallegt í mínum huga, það eru einmitt einhverjar svona skriður sem renna niður og mynda fjallið, engin svona sérstök saga í því, ... en mig klæjaði í fingurna að teikna það, og sé það fyrir mér aftur og aftur, ... já já já, lífið er yndislegt, og núna er dimmt úti, klukkan að verða tvö, ég svaf til tvö í dag svo þetta passar alltsaman, eldaði snitsel handa mér og sauð kartöflur, það sem ég dekra ekki við mig, kíkti til Jökuls sem var home alone með hundana og svo bara skrifað og skrifað og skrifað og verulega þurft að stappa í mig stálinu að kíkja ekki alltaf á Facebook. Hafði ömmu hjá mér og hlakka til að hitta vinkonu mína Helgu Luna sem er á kreiki í höfuðborginni og nú er allt mjög fínt hjá mér, og ætti ég ekki að fara í svona hjartatjékk einsog systkini mín, mér finnst samt nóg að vera alkóhólisma, geðhvörf og ýmislegt að ég sé ekki með neikvætt kólestról líka, - en svo stendur fyrir dyrum að láta gera við útidyrahurðina. Og mála hana svo hún verði ekki einsog í eyðibýli og kannski fæ ég að sjá hana Emblu Karen um helgina, yndi heimsins einsog hinar ömmustelpurnar mínar sem búa á Selfossi og koma vonandi bráðum að borða ísinn og segja ömmu sinni töfrasögur, og lífið er dásamlegt og Elísabet ætlar þú ekki að skríða í háttinn.
13 september 2009
Lífið er yndislegt
Og ég er að fara passa Emblu Karen í kvöld þá miklu töfradís og skemmtikrakka, svo kom endirinn á sögunni minni á fundi í gær, - þegar ég slaka á þá gerast undur og kraftaverk, stjörnur hrynja í lófann á mér, bull bull, ekki bull, jæja, ég ætla setja í vélina og fara í heimsókn og hvað á ég að koma með, eitthvað fallegt og yndislegur dagur.
07 september 2009
Ég skal bíða þín
Hann er sendur til mín
á nokkurra ára fresti
tilað veita mér vernd
og líf,
en ég bið alltaf um meira,
að hann komi með mér
í rúmið,
helst að hann verði þar alltaf
þótt ég myndi aldrei þola það,
svona flæki ég málin,
í staðinn fyrir að undrast
og þakka fyrir
og hugsa: Hver
skyldi senda hann?
*
á nokkurra ára fresti
tilað veita mér vernd
og líf,
en ég bið alltaf um meira,
að hann komi með mér
í rúmið,
helst að hann verði þar alltaf
þótt ég myndi aldrei þola það,
svona flæki ég málin,
í staðinn fyrir að undrast
og þakka fyrir
og hugsa: Hver
skyldi senda hann?
*
05 september 2009
Saxófónninn
Hann breiddi úr teppinu
Opnaði nestiskörfuna
Blés í saxófóninn
Ég þurfti bara að vera sæt
Hann benti á Skjaldbreið
Og kýldi mig beint
Í andlitið sem var
Ekki lengur mitt
Ég hafði heldur ekki trúað
Að þetta væri mitt andlit
Ég var alltaf að reyna
Að sýna heiminum það.
Eða hvort ég reyndi
Að fela það fyrir heiminum
Eða fela heiminn
Sýna heiminn
Það var bara aldrei
Friður.
Svo það var gott
Að staðfesta það
Meðan blóðið lak
Niður Skjaldbreið
Marinn og bláan.
Og nestiskarfan tóm
Dúkurinn í kuðli
Saxófónninn,
Hvaða saxófónn.
Auðvitað, það er alltaf
Saxófónn.
Opnaði nestiskörfuna
Blés í saxófóninn
Ég þurfti bara að vera sæt
Hann benti á Skjaldbreið
Og kýldi mig beint
Í andlitið sem var
Ekki lengur mitt
Ég hafði heldur ekki trúað
Að þetta væri mitt andlit
Ég var alltaf að reyna
Að sýna heiminum það.
Eða hvort ég reyndi
Að fela það fyrir heiminum
Eða fela heiminn
Sýna heiminn
Það var bara aldrei
Friður.
Svo það var gott
Að staðfesta það
Meðan blóðið lak
Niður Skjaldbreið
Marinn og bláan.
Og nestiskarfan tóm
Dúkurinn í kuðli
Saxófónninn,
Hvaða saxófónn.
Auðvitað, það er alltaf
Saxófónn.
03 september 2009
Ég veit að minnsta kosti hvað mig vantar
The most creative moment is the relaxing one, .... -
Mig vantar ró, ég er of spennt.
*
Mig vantar ró, ég er of spennt.
*
02 september 2009
Afi minn
Afi minn hélt uppá mig þótt ég væri stelpa. Honum fannst ég alveg frábær og yndisleg og stórkostleg og merkilegt undur hér á jörð. Hann elskaði mig svo mikið að hann veiktist þegar ég veiktist. Það er kannski meðvirkni, já sennilega er það meðvirkni. Og svo sýndi hann mér Ísland, Laugarvatn, Þingvelli og allt heila galleríið og þegar ég veiktist á geði keyrði hann mig útum allt í leit að skilaboðum, hann hélt kannski að það gæti hjálpað, enda hjálpaði það að vera með afa sínum en ekki ráfandi útá götu.
01 september 2009
Vörðurinn
Ég gerði úr honum vörð,
lét hann hafa allar upplýsingar,
skjöl, albúm, bréf, nótur,
svo lét ég hann hafa vopnin
byssur, spjót, boga, sprengjur,
og bað hann að nota þetta
eftir þörfum
tilað halda mér
á mottunni.
lét hann hafa allar upplýsingar,
skjöl, albúm, bréf, nótur,
svo lét ég hann hafa vopnin
byssur, spjót, boga, sprengjur,
og bað hann að nota þetta
eftir þörfum
tilað halda mér
á mottunni.
Yfirheyrslur
Ef hann gæti tekið mig
til fanga svo yfirheyrslurnar
gætu byrjað því ég er orðin
svo þreytt á mínum eigin
yfirheyrslum.
til fanga svo yfirheyrslurnar
gætu byrjað því ég er orðin
svo þreytt á mínum eigin
yfirheyrslum.
Draumur
Mig dreymdi að ég byggi á Valhöll og þar brann allt til kaldra kola, Björg Björnsdóttir var að skamma mig og mamma líka, svo fór ég að reyna bjarga einhverjum hlutum og vaknaði þegar ég var að bera tölvuna út.
31 ágúst 2009
Morgunljóð
Hann sagði mér
að hausinn á honum
væri tómur
svo ég tók hann
upp að hjarta mínu
þar var allt dauðhreinsað
eftir síðasta haus.
Hann sagðist aldrei
mundu gera það aftur
hann hafði bara misst stjórn.
Ég fékk það beint
framan í mig
en það var ekki neitt
aðeins merki.
Ég fór að hugsa um
Hvort ég ætti að hreyfa mig
Svona eða hinsegin
Til hægri eða vinstri
Hvort ég ætti að segja
Þetta eða hitt
Og hvort ég ætti að
Segja það svona eða hinsegin
Bara allt allt í lagi
Svo framarlega sem ég gerði
Engin mistök.
að hausinn á honum
væri tómur
svo ég tók hann
upp að hjarta mínu
þar var allt dauðhreinsað
eftir síðasta haus.
Hann sagðist aldrei
mundu gera það aftur
hann hafði bara misst stjórn.
Ég fékk það beint
framan í mig
en það var ekki neitt
aðeins merki.
Ég fór að hugsa um
Hvort ég ætti að hreyfa mig
Svona eða hinsegin
Til hægri eða vinstri
Hvort ég ætti að segja
Þetta eða hitt
Og hvort ég ætti að
Segja það svona eða hinsegin
Bara allt allt í lagi
Svo framarlega sem ég gerði
Engin mistök.
30 ágúst 2009
Umkringd
Þá rennur upp fyrir mér ljós
að ég er á bersvæði
umkringd öllum
þessum mönnum.
Og eina leiðin út
er að kíkja í bæklinginn,
Ikea-bæklinginn.
*
að ég er á bersvæði
umkringd öllum
þessum mönnum.
Og eina leiðin út
er að kíkja í bæklinginn,
Ikea-bæklinginn.
*
Ástarljóð
Mig langar að yrkja ástarljóð
um venjulegan mann,
ekki fótboltamanninn sem rífur
kjaft við dómarann og er merki
um það villta í náttúrunni,
ekki skipstjórann sem stýrir
að landi sem hann á ekki,
ekki alkóhólistann sem ég ein
get sent í meðferð,
ekki fangann sem ég þarf
að frelsa úr fangelsinu,
eða innilokaða manninn
sem ég opna uppá gátt,
ekki manninn sem er nógu langt
í burtu tilað hægt sé að elska hann,
ekki manninn sem meiðir mig
svo ég geti fengið bernskuna mína aftur,
ekki rómantíkerinn sem bullar tóma
froðu og ég baða mig í,
ekki leikarann á sviðinu
svo ég fæ ofbirtu í augun,
ekki þennan sem vill breyta mér
í mömmu sína og vælir í mér,
ekki pabba minn sem á bjarga mér,
hlusta á mig, stjana við mig, dýrka mig,
leiða mig áfram einhverja leið
sem ég vil ekki fara
af því ég þykist vera blind og opna
augun bara þegar ég sé hann í hlutverkinu,
og ekki manninn sem ég get meitt
og tekið allt frá af því það er svo gott að meiða
á meðan finn ég ekki eigin sársauka,
ég á nefnilega engan sársauka
og sýningin gengur út á það,
sennilega finn ég ekki manninn
fyrren ég afsala mér heiminum mínum.
*
um venjulegan mann,
ekki fótboltamanninn sem rífur
kjaft við dómarann og er merki
um það villta í náttúrunni,
ekki skipstjórann sem stýrir
að landi sem hann á ekki,
ekki alkóhólistann sem ég ein
get sent í meðferð,
ekki fangann sem ég þarf
að frelsa úr fangelsinu,
eða innilokaða manninn
sem ég opna uppá gátt,
ekki manninn sem er nógu langt
í burtu tilað hægt sé að elska hann,
ekki manninn sem meiðir mig
svo ég geti fengið bernskuna mína aftur,
ekki rómantíkerinn sem bullar tóma
froðu og ég baða mig í,
ekki leikarann á sviðinu
svo ég fæ ofbirtu í augun,
ekki þennan sem vill breyta mér
í mömmu sína og vælir í mér,
ekki pabba minn sem á bjarga mér,
hlusta á mig, stjana við mig, dýrka mig,
leiða mig áfram einhverja leið
sem ég vil ekki fara
af því ég þykist vera blind og opna
augun bara þegar ég sé hann í hlutverkinu,
og ekki manninn sem ég get meitt
og tekið allt frá af því það er svo gott að meiða
á meðan finn ég ekki eigin sársauka,
ég á nefnilega engan sársauka
og sýningin gengur út á það,
sennilega finn ég ekki manninn
fyrren ég afsala mér heiminum mínum.
*
27 ágúst 2009
Sama sagan
Stundum endurtekur sama sagan sig og þá er það sagan sem skiptir máli, ekki endurtekningin....meira bullið í þér stundum Elísabet, meira yndislega bullum bullið í þér yndislega Elísabet.
18 ágúst 2009
Lífið á Framnesvegi
Embla Karen kom hér í gær og hélt tónleika fyrir tíu lukkutröll, litaði myndir, huggaði agnarsmáa gyðju og lét hana fara að sofa, gaf nokkrum leikföngum að borða, og trallaði um og gladdi hjarta ömmu sinnar. Svo í dag komu Zizou og Keano og voru hér allan daginn, við fórum í tvo göngutúra, annan út að Eiðistorgi, og þá var ég bara búin að drekka einn kaffibolla, jamm, og lífið var allsekki komið í gang en eftir göngutúrinn vissi ég hvað átti að gerast næst í sögunni minni, og það var dásamlegt.
Í seinna skiptið fórum við Sólvallagötuna og inní Hólavallakirkjugarð, þarsem við hittum leiksýningu í fullum skrúða, ég fékk kaffi og þeir aðdáun, Raggi frændi var samt smeykur, hélt ég væri með úlfa. Fórum svo í Hljómskálagarðinn þarsem þau veiddu nokkrar gæsir, endur og máva og tóku svoleiðis heljarstökkin tilað ná því.
Og nú er jazz í útvarpinu, áðan var viðtal við Lilla Berndsen þann mikla sómamann sem var nágranni okkar Garps og Jökuls á Ránargötunni og yndislegur. Því miður tapaði Víkingur, ég bara úff, þeir voru með unna stöðu. Óþolandi leiðinlegt.
Og af því ég átti ekkert í ísskápnum eldaði ég hrísgrjón, steikti egg með fullt af hvítlauk, sauð gulrófur og þetta var fullkomin máltíð. Zizou nagaði í sundur eitt lukkutröll. Mjög gaman hjá henni og Keano dáðist að. Svo slógust þau aðeins í stofunni, minnir alltaf á dans slagsmálin þeirra.
Blíbb.
Í seinna skiptið fórum við Sólvallagötuna og inní Hólavallakirkjugarð, þarsem við hittum leiksýningu í fullum skrúða, ég fékk kaffi og þeir aðdáun, Raggi frændi var samt smeykur, hélt ég væri með úlfa. Fórum svo í Hljómskálagarðinn þarsem þau veiddu nokkrar gæsir, endur og máva og tóku svoleiðis heljarstökkin tilað ná því.
Og nú er jazz í útvarpinu, áðan var viðtal við Lilla Berndsen þann mikla sómamann sem var nágranni okkar Garps og Jökuls á Ránargötunni og yndislegur. Því miður tapaði Víkingur, ég bara úff, þeir voru með unna stöðu. Óþolandi leiðinlegt.
Og af því ég átti ekkert í ísskápnum eldaði ég hrísgrjón, steikti egg með fullt af hvítlauk, sauð gulrófur og þetta var fullkomin máltíð. Zizou nagaði í sundur eitt lukkutröll. Mjög gaman hjá henni og Keano dáðist að. Svo slógust þau aðeins í stofunni, minnir alltaf á dans slagsmálin þeirra.
Blíbb.
Vissi ekki um stöðu sína
Loksins reyndi hún að finna útgönguleið, ánþess að vita af því, kannski hafði hún reynt það áður en þetta var ein af tilraunum hennar tilað komast út, ætlaði að fljóta út í ástinni en þá stoppaði geðveikin hana, en svo komst hún út í geðveikinni, var alltíeinu farin að frelsa heiminn og gera allskonar gloríur, eina leiðin tilað komast út var að verða geðveik, hún þekkti enga aðra leið, hún varð geðveik af öllum leiðum, líka ástinni.
13 ágúst 2009
Fór loksins út
Einu sinni var stelpa og þegar hún fór loksins út úr herberginu fór hún í bæinn og sparkaði í allt, tildæmis alla búðargluggana, borðin, ljósastaurana, bíla og bekki.
12 ágúst 2009
Eldsvoðinn
Og þegar að endingu hún fór fyrir rétt lýsti hún öllu mjög furðulega, sagði að það legið ís yfir öllu, sprungur í ísnum og sumar sprungurnar ófærar, tíðir jarðskjálftar og eldgos, myrkur og hún á náttfötunum að bjarga fjölskyldunni úr ægilegum eldsvoða.
Siðferðileg hetja
Ella Stína ásetti sér að verða siðferðileg hetja og segja aldrei frá ástandinu á bernskuheimili sínu enda gleymdi hún öllu mjög fljótlega.
10 ágúst 2009
Ég er of andleg.
Ég er orðin of andleg, allt í sambandi við mat og peninga, þe. sem snertir líkamann er mér ofviða, áðan þurfti ég skera banana útí súrmjólkina mína og það var þvílíkt starf, líka að hringja í endurskoðandann, tollstjórann og þessa aðila. Mér finnst ekkert mál að fara á fundi en ef ég þarf að fara í sund byrja viðræðurnar í höfðinu á mér. Ég verð að fara líta á sundið sem bænastund.
Ég vil fá að hlusta.
Í dag var ég að hugsa um að selja húsið mitt og hætta að skrifa og gera hvað? Ferðast, kaupa hús útá landi, byrja að leika eða dansa eða lesa. Aumingja litla bloggsíðan mín eða flytja á Selfoss þarsem sægur af ömmustelpum eru til húsa. Fór í sund og synti 20 ferðir í dag og í gær, tók til í geymslunni. Leiddi fund og fór svo með Huldu í labbitúr með Keano og Zizou, undursamlegt fallegt og logn logn, íslenskt logn, hver fann uppá þessu landi?
06 ágúst 2009
Vantar eina hugsun
Fór að sofa á miðnætti tilað vakna níu en vaknaði klukkan 14. eða tvö. Hvað er að gerast, afhverju er ég svona þreytt, eru þetta hómópatatöflurnar sem konan gaf mér tilað líkaminn myndi losa um áföll sem hún sagði hefðu fest sig þar. Ég steinsvaf allavega og vaknaði dauðþreytt og hélt áfram að sofa, ég er líka stanslaust að hugsa um bækurnar mínar, hvort ég eigi að taka frí, eða skattinn minn uppá hálfa miljón, plús sekt uppá aðra hálfa milljón, sjálfstraustið er ekki í lagi af því að hausinn er með of margar hugsanir.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)