Nú er Ella Stína að pakka saman í sína lýðveldiskerru, hún pakkar já hverju, æ öllu dótinu, fánanum frá afa og ömmu, fánanum sem hún keypti útí Bykó og skuldar ennþá, þremur litlu standfánunum sem eru útá tröppum í blómapottinum, brotna fánanum í stiganum, stolna rifna blóðuga fánanum af strandferðaskipinu eddu, og hvað er hún farin til vesturheims að stinga þessu öllu niður? Eða til Laugarvatns í sumarnóttina, því nú ræður sumarnóttin, ó sumarnóttin, ekkert er eins fallegt.
Það fannst nefnilega komment hér þarsem einhver káhá er að kommentera að svona eigi ég að skrifa. OPNA HJARTAÐ MITT. eða hvað? hætta með Ellu Stínu, þetta segir mamma líka. Blogg er auðvitað blogg, ég hef verið að gera skáldskap og það ókeypis, en ég get alveg sagt ykkur hvað ég lærði í dag, að það er gaman að fara með mömmu sinni í 17. júní þegar börnin og barnabörnin eru önnum kafin með sína fána einhverstaðar af því lífið hefur haldið áfram.
og eitt annað lærði ég í dag. og það er það að lífið er alltaf að kenna mér eitthvað og það er sársaukafullt því ég vil alltaf vita niðurstöðuna fyrirfram. en þá er lífið að kenna mér eitthvað, það er eitthvað áframhald, hreyfing, og ef ég dulkóða þetta þá skrifaði ég ímeil sem mér fannst ég endilega þurfa fá svar við...
og hvað gerðist:
ÉG FÓR AÐ LESA LJÓÐ. LJÓÐ.
Ljóð eftir vin minn heitinn Stefán Hörð Grímsson.
Af því alltíeinu þráði heilinn í mér ljóð. Ég les aldrei ljóð. En ljóð var það eina í stöðunni. Og þá fattaði ég að lífið er að kenna mér að taka áhættu, bíða, opna hjartað, andvarpa og vona og langa tilað senda sms þarsem stendur:
ég veit um sjóinn á einum stað.
En þegar ég uppgötvaði að lífið var að kenna mér eitthvað og þetta myndi allt koma í ljós, þá segi ég ekki að ég hafi fengið tár í augun, en jú eitthvað nálægt því, og þá kom þetta traust og ég uppgötvaði að lífið er stærra en ég.
en þetta fattaði ég allt út af einu fökking ímeili sem ég sendi....viltu pæla í því.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Vegir ímeilsins eru óútreiknanlegir.
luv, ER
ímeill - dálítið arabískt - eiginlega heilagt.
luv, sú sama. Svefnlaus.
Með handrit. Og of mikið kaffi.
enda maðurinn heilagur...
og ég var búin að segja þér að fara sofa sofa sofa ég er líka að fara að sofa þótt hugur minn sé allur hjá hinni ungu stúlku.
guð blessi okkur öll.
elísabet á leið í háttinn.
Skrifa ummæli