09 júní 2007
Réttarhöldin yfir Ellu Stínu
Réttarhöldin yfir Ellu Stínu höfðu staðið í háa herrans tíð, já mörg ár. Ella Stína stóð alltaf í réttarsalnum og svo var réttað yfir henni, vitni leidd fram og hún dæmd sek með því að dómarinn sló hamrinum í borðið. En óðar og Ella Stína hafði verið dæmd í lífstíðarfangelsi hófust réttarhöldin á nýjan leik, vitni eidd fram, dómurinn féll og svo framvegis. Það endaði með því þegar réttarhöldin höfðu staðið í 29 ár eða 49 ár, það man það enginn lengur að Ella Stína ræskti sig og spurði kurteislega: Fyrirgefið, hvenær get ég fengið að fara í fangelsið?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Önnur útgáfa af þessari sögu hermir að Ella Stína hafi sagt eftir þessi 49 ár: Get ég fengið að fara á klósettið.
Annálaritari.
Og um hvað var réttað. Ekkert. En það var allt í lagi svo framarlega sem réttarhöldunum var haldið gangandi. Og um vitnuðu vitnin. Ekkert. En það var alltílagi svo framarlega sem þau vitnuðu í málinu. Hvaða máli? Engu. En það var alltílagi svo framarlega sem það var mál.
Ég skil vel að Ella Stína hafi þurft á klósettið. En spurningin hlýtur að vera hvað Ella Stína hafði marga lögfræðinga og hvernig voru þeir klæddir?
luv, ER
Þú segir nokkuð. Lögfræðingarnir gætu verið klæddir í röndótt kabarett jakkaföt og snúast svona í hringi í kringum hana þarsem hún situr og bíður í öngum sínum eftir lásasmið.
þá meina ég að þeir séu þjónar á frönskum veitingastað og Ella Stína hefur misst raunveruleikaskynið. En bíður samt eftir þessum lásasmið.
elísabet
annars eru þeir í svörtum jakkafötum og með skjalabúnka í höndunum, og kannski svona 30 - 40 talsins.
staflarnir af málsskjölunum eru líka mjög háir, þeir ná uppí loft.
elísabet
Það er aldeilis gott að það er komið á hreint. LUv, ER
Skrifa ummæli