20 júní 2007

Við erum öll skrítin

Katrín kom með lausnina í sambandi við söguna hér að neðan og fær að launum ferð til Skagafjarðar. Hún stakk uppá að áhorfandinn færi að hlæja. Ég veit ekki hvaðan hún fær þær hugmyndir að áhorfendur hlæi en hvað um það. En svona gerist þetta.

Þriðji áhorfandinn gengur í salinn og sér einn sofandi áhorfanda og annan grátandi og svo sér hann Ellu Stínu sem er ýmist að hugga grátandi áhorfandann eða læðupúkast fyrir framan sofandi áhorfandann og þá fer grátandi áhorfandinn að gráta meira og þá læðupúkast Ella Stína enn meira. Þriðji áhorfandinn fylgist gaumgæfilega með þessu og hugsar: einn sofandi, einn grátandi, ein sem gerir tvennt í einu og er að klofna. Þriðji áhorfandinn fær þá raunveruleikasjokk og hugsar: Við erum öll skrítin.

Og þá fór hann að hlæja.

3 ummæli:

Katrín sagði...

Meiriháttar saga! Ég hló upphátt- enda pínku skrítin ;)

K8

Nafnlaus sagði...

Takk Þetta er bara stræðfræði.

Elísabet

Nafnlaus sagði...

Ha ha ha ha ha ha ha....

elísabet ha