Mamma hennar Ellu Stínu sagðist stundum kíkja á Heimsveldið en findist það frekar þreytandi, Ella Stína færi alltaf yfir strikið. Ertu ekki að meina að Ella Stína færi strikið, spurði Ella Stína og mundi þá eftir því að mamma hennar hafði sett á fót strikaverksmiðju sem framleiddi eiginlega bara strik handa Ellu Stínu. Og ef Ella Stína þarf að fara yfir strikið grípur hún með sér eitt strik og færir svo strikið eftir tilfinningunni því auðvitað er Ella Stína komin með mjög góða tilfinningu fyrir strikum. Og ef Ella Stína þarf að fara yfir strikið segir hún mjög hógvær og lítillát: Ef ég má aðeins fara yfir strikið.
En yfirleitt trylltist hún einsog hamstur þegar sú strik og öskraði af öllum lífs og sálarkröftum: HVER SETTI ÞETTA STRIK ÞARNA!!!!!!!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Ég sagði: Þú ferð stundum yfir strikið, krúttið mitt. Það getur orðið þreytandi.
Annars er allt í lagi að færa til strik - svo er líka allt í lagi að skutla sér undir það. Svona til tilbreytingar.
Strikamamman
ps. Svo er annars y-lon í fyndist af því það er viðtengingarháttur þátíðar.
guess who: strikamamman náttúrlega
3:13 PM
Mamma!!!!!!!!!!
Strikamamman!!!!! Búin að kommentera og vekur upp ótal margar heimspekilegar hugleiðingar um strik, einsog tildæmis, hvað er stundum þreytandi? - já þetta með "fyndist" ... alltaf sama sagan, en takk fyrir ábendinguna, er þá alltaf yfsilon?
en takk fyrir kommentið og krúttkommentið. ég er að reyna að fara yfir strikið, mér finnst það ekki alveg takast, enda verða aðrir að dæma um það, ha ha ha.
strikabarnið
Strikamæðgur eru fyndnar- gefið út bók saman! Hún gæti heitið "strykað ifir strykyið"!
K8
Katrín mín, bók. það er nú það, maður fer víst ekki yfir strikið í þessari fjölskyldu með þv´að gefa út bók,
ég var á aafundi þegar þú hringdir og varð að loka á þig, hafði gleymt að slökkva á símanum.
knús yfir strikið.
ellastína hugumstóra, eg er faa úta videoleigu að ná mér í bíó.
En ferðu ekki örugglega rétt með tilvísunarfornöfnin??
Skrifa ummæli