100 færslur í janúar. Ingunn tengdadóttir mín kitlaði mig, það þýddi að ég þurfti að gera grein fyrir neðantöldum atriðum, vona þið hafið gaman af, en ég ætla að kitla eftirtaldar manneskjur:
Mömmu, Kristínu tengdadóttur mína, Kristínu vinkonu mína, Elísabetu vinkonu mína, Helgu tengdadóttur mína (hún getur bloggað á bloggsíðu Kristjóns).
Lífið er yndislegt.
31 janúar 2008
Sjö hlutir sem ég sé núna
1. Mínar fögru hendur alsettar hringum á lyklaborðinu
2. Brúðarslörið fyrir glugganum
3. Ferskjulitaða gardínan og ljósið á veggnum
4. Græjurnar
5. Kaffibollinn
6. Tyggjóklessurnar
7. Músin í öllum regnbogans litum
2. Brúðarslörið fyrir glugganum
3. Ferskjulitaða gardínan og ljósið á veggnum
4. Græjurnar
5. Kaffibollinn
6. Tyggjóklessurnar
7. Músin í öllum regnbogans litum
Sjö orðavenjur
1. Hmm...já
2. Já já já já já já já.
3. Ha
4. Skilurðu
5. You know what I mean
6. Ókeielskan
7. Ég elska lífið
2. Já já já já já já já.
3. Ha
4. Skilurðu
5. You know what I mean
6. Ókeielskan
7. Ég elska lífið
Sjö atriði sem gera menn kynþokkafulla
1. Persónuleikinn, þe. menn sem eru opnir, tilbúnir að hlusta, svara óvænt, eru ekki forpokaðir í eigin heimi því þá verða þeir einsog klikkaðir kallar. Verða að vera góðir og hafa gleði í sér.
2. Rödd
3. Gáfur
4. Húmor
5. Herðar
6. Hreyfingar
7. Augun
ps. Það sem er kynþokkafyllst af öllu er þegar menn eru til í eitthvað.
2. Rödd
3. Gáfur
4. Húmor
5. Herðar
6. Hreyfingar
7. Augun
ps. Það sem er kynþokkafyllst af öllu er þegar menn eru til í eitthvað.
Sjö menn sem mér finnst kynþokkafullir
1. Kristinn á Dröngum
2. Róbert
3. Maður sem ég hitti í síðustu viku
4. Jeremy Irons
5. Bedúíninn í Bagdad Café
6. Einar Þór Daníelsson
7. Páll Zophanias Pálsson
2. Róbert
3. Maður sem ég hitti í síðustu viku
4. Jeremy Irons
5. Bedúíninn í Bagdad Café
6. Einar Þór Daníelsson
7. Páll Zophanias Pálsson
Sjö hlutir sem ég get
1. Ég get staðið á sviði
2. Ég get skrifað
3. Ég get verið í kjól
4. Ég get skrifað bréf
5. Ég kann að umgangast börn
6. Ég kann að keyra bíl
7. Ég get séð guð
2. Ég get skrifað
3. Ég get verið í kjól
4. Ég get skrifað bréf
5. Ég kann að umgangast börn
6. Ég kann að keyra bíl
7. Ég get séð guð
Sjö hlutir sem ég get ekki
1. Ég þoli ekki kulda
2. Ég þoli ekki að hringja í menn
3. Ég get ekki staðið á höndum
4. Ég get ekki lært mikið á tölvur
5. Ég get ekki skipt um dekk
6. Ég get ekki sett batterí í reykskynjarann
7. Ég get ekki stokkið af stóra brettinu í Sundhöllinni
2. Ég þoli ekki að hringja í menn
3. Ég get ekki staðið á höndum
4. Ég get ekki lært mikið á tölvur
5. Ég get ekki skipt um dekk
6. Ég get ekki sett batterí í reykskynjarann
7. Ég get ekki stokkið af stóra brettinu í Sundhöllinni
Sjö hlutir sem ég ætla að gera áðuren ég dey
1. Fara til Suður-Ameríku
2. Ganga Hornstrandir
3. Fara hringinn
4. Halda stanslaus fjörug barnabarnapartý
5. Skrifa 15 ára leikritið
6. Búa til pláss fyrir guð
7. Gifta mig
2. Ganga Hornstrandir
3. Fara hringinn
4. Halda stanslaus fjörug barnabarnapartý
5. Skrifa 15 ára leikritið
6. Búa til pláss fyrir guð
7. Gifta mig
Konan sem kom með blómið
Ég bauð henni í te og hún sagði mér sögu, svona jesúsögu, mjög fallega, hún segir mjög mikið um mig og mitt þunglyndi sem ég var í þótt mér finnist ekki smart að fara í þunglyndi, mér finnst meira smart að fara í maníu en ég veit ekki afhverju smartheitin réðu ekki ferðinni í þetta sinn. En ókei, sagan er svona. Það er maður á Laugaveginum, og svo kemur maður til hans og segir: Ég skal hjálpa þér, ég skal bara hjálpa þér með allt sem þú þarft hjálp með, - já ég er svona hjálparengill. En það er ekki hægt að hjálpa manninum, hann þarf enga hjálp, hann er svo pottþéttur, fullkominn og þarf ekki einusinni að segja ókei takk sæti fíni engill, ég þarf smá hjálp tilað líta til himins. Svo ef það er hvergi sprunga í fólki þá er ekki hægt að hjálpa því. Þá kemst guð ekki inn, því guð kemst aðallega inn um sprungur, svona glufur, en venjulega eru allir og þám. ég búin að múra uppí glufurnar, ef ekki með steypu, þá með hugmyndum. Svo ég skildi þetta alveg hvað konan var að segja. Ég gat ekki beðið um hjálp áðuren ég veiktist, svo veiktist ég, og varð að þiggja hjálp, og nú er ég komin heim, og búin að vera pæla í því allan dag hvort ég ætti að hringja í Lindu, mömmu, trúnaðarkonuna mína, Elísabetu, Óskar, og ég veit ekki hverja, ég hringdi samt í Gumma en hann svaraði ekki, barnið hans gæti verið að fæðast, en ég þarf enga hjálp, ég get allavega ekki beðið um hana, en ég ætla fara núna útí apótek þótt ég sé þrælkvefuð og kaupa nikótíntyggjó af því ég get ekki beðið neinn um að gera það fyrir mig. Þetta heimsveldi er mín eina sprunga, mín eina sálarsprunga, kannski er komin sprunga í heimsveldið.
En þetta var svolítið um guð og hjálpræðið.
Sálfræðingurinn uppá deild var að halda fyrirlestur líka, og við áttum að nefna kost og ég nefndi auðvitað helvítis hugrekkið. Hann nefndi hjálpsemi hjá sjálfum sér.
En þið munið vonandi eftir manninum sem drukknaði í lendingunni og pabbi hans var svo rosalega ánægður með að maðurinn hefði ekki hrópað á hjálp, það hefði heyrst í honum, uppástóð hann.
Þetta var semsagt væl Elísabetar. Sírenuvæl í heimsveldinu.
Allt útaf konunni sem kom með blómið.
En þetta var svolítið um guð og hjálpræðið.
Sálfræðingurinn uppá deild var að halda fyrirlestur líka, og við áttum að nefna kost og ég nefndi auðvitað helvítis hugrekkið. Hann nefndi hjálpsemi hjá sjálfum sér.
En þið munið vonandi eftir manninum sem drukknaði í lendingunni og pabbi hans var svo rosalega ánægður með að maðurinn hefði ekki hrópað á hjálp, það hefði heyrst í honum, uppástóð hann.
Þetta var semsagt væl Elísabetar. Sírenuvæl í heimsveldinu.
Allt útaf konunni sem kom með blómið.
30 janúar 2008
Að pússa borðið
Ég er frábær og yndisleg, hugrökk, þolinmóð, traust, yndisleg, skemmtileg, fyndin, kaldhæðin, yndisleg, frábær og skemmtileg, útsjónarsöm, fyndin og yndisleg, ótrúleg, uppátektarsöm, hugrökk, gáfuð, og veit einhver hvar ég fæ já og svo er ég falleg, ótrúlega falleg, takk, en veit einhver hvar ég fæ svona tilað - ekki lakk, heldur hunangseitthvað, tilað bera á borð, ég er að verða búin að pússa borðið.
27 janúar 2008
Stundum hlæjum við guð saman
Venjulega er það guð sem byrjar og hlær að mistökum mínum. Og það bregst varla að þá fer ég að hlæja líka.
Ástareldurinn
Ég ætlaði varla að trúa eigin augum þegar kom kona með blóm í rigningunni. Tilað þakka mér fyrir Lásasmiðinn. Ég næstum táraðist. Þetta var ástareldur. Í körfu! Ég hafði nokkru áður beðið guð að leyfa mér að vera í kærleikanum. Og svo skemmtilega vildi til að ég var að pússa upp borð sem ég hef ætlað að gera í tvö eða þrjú ár. En í gær kom vinur minn og skildi eftir vél svo ég gæti pússað borðið. Blómið fer svo á borðið. Ástareldur á altarið.
Ertu á leiðinni í bæinn?
Ég er orðin leið á pæla í sjálfri mér, stoppa sjálfa mig, en þá verð ég að leyfa ástinni að ráða ferðinni, ókei þessvegna ástinni til mín, og ég fær sársaukabylgjur í heilann ef ég hugsa eina hugsun í viðbót, en ég er líka orðin leið á tala dulmál, mig langar bara tilað segja: Ertu á leiðinni í bæinn?
Lögmál ástarinnar
Ástin kemur inn, hún kemur svona inn, hitar upp, setur blik í augun, og hreyfingu í kroppinn, svona hita og kærleika einsog allt verði gott og spennandi, breytir öllu með hita svo frostið fer úr kroppnum og frostið fer úr sálinni, en ástin er líka þannig að hún fer út ef það er ekki tekið vel á móti henni.
26 janúar 2008
Ég er að verða amma
Einhverntíma á næstunni kemur barnið í heiminn, litla barnið hjá Garpi og Ingunni, fyrsta barnið þeirra. Og ég er svo glöð. Það er eiginlega um þetta sem maður ætti að skrifa skáldskap. Lítið barn sem kemur í heiminn. Svo verð ég amman. Og það er svo óendanlega dýrmætt og ég er svo þakklát fyrir að mega vera amman. Ég átti nefnilega ömmu sem var þakið á húsinu mínu og tíndi með mér gula kuðunga í fjörunni, kenndi mér að fara í vettlinga, kenndi mér að hekla og kenndi mér að maður bankar uppá ef hlutirnir eru ekki í lagi. Þetta var hún amma Elísabet. Elísabet Engilráð Ísleifsdóttir. Hún var eiginlega herforingi, amma mín var herforingi. En líka fimleikastjarna, kjóladrottning og raðaði öllu saman, kannski af því henni fannst heimurinn í molum. Nú ætla ég að fá mér te. Og blogga meira um litla barnabarnið sem er í vændum, gleðina í hjartanu, áhyggjurnar sem stundum koma og veita manni engan stuðning svo ég verð að biðja guð um að taka þær frá mér. Svo á ég fjórar aðrar ömmustelpur og það er líka efni í skáldskap. En þetta er svo mikið kraftaverk að fingurgómarnir bara hugsa: Snerting, líf.
25 janúar 2008
Sundlaugarvörðurinn
Ég hef gaman af öllum vörðum, þjónum og fylgdarmönnum, já og fjósamönnum. Í gær þegar ég sté uppúr Sundhöllinni eftir mína 500 hundruð metra, endurnærð á sál og líkama, sagði ég við sundlaugarvörðinn, gráhærðan úlf í gúmmístígvélum:
Hún er yndisleg laugin.
Já, hún er það blessunin.
Hún er yndisleg laugin.
Já, hún er það blessunin.
Af geðdeildinni
Eru þetta fordómar, aumingja Ella Stína fær engin komment, ekki einusinni þótt hún sé komin á geðdeild, hún er að hugsa um að láta færa sig á hjartadeildina og athuga hvort það dugar, ég skrifa þetta fyrir hana því hún er svo inní sig og utanvið sig, djók, hér var þorramatur í dag, ég skrapp að heimsækja Óttar Guðmundsson og ég má ekki vera lengi í tölvunni, en ég er að fara heim að athuga málið og skrifa BA-ritgerð, mig vantar bara fylgdarmann, helst sýnilegan, en jú ég fór í sund í gær í Sundhöllina með tuttugu pólverjum og fann sjálfa mig aftur í vatninu, ég er farin heim að moka fyrir sundlaug. Og himni.
23 janúar 2008
Ella Stína leggur undir sig geðdeildina
Nú er maður bara komin á geðdeild, - einhverstaðar varð maður að mynda meirihluta, ég er í englaherberginu, þar er hægt að mála engla, ég er samt ekki byrjuð á neinum enn, en það getur verið að einn engill byrji á mér, ef hann er ekki þegar byrjaður, en þetta er bara mjög kósi þótt mér hafi brugðið soldið við að að er tölva hérna, en aldrei þessu vant fór ég í þunglyndi, mér reyndar heppnaðist að taka þunglyndisábreiðuna af lífi mínu og sjá úr hverju hún var prjónuð.
19 janúar 2008
Afhverju vann Ísland?
Ástæða þess að Ísland vann Slóvakíu í dag var sú að strákunum okkar tókst að sjóða saman einhverja sögu um það hvernig þeir kæmu til baka.
Kærleikssambandið
Á eldhúsborðinu standa tvö lime og tvær sítrónur, ég ætlaði fara skera þau niður og búa til heilsudrykk í Ungversku könnuna mína. Þá kom í ljós að það var mygla í könnunni frá síðasta rósavendi svo ég setti sápuvatn í könnuna og hún stendur í glugganum. Þar við hliðina á er eldfast mót sem ég notaði undir skelfiskréttinn í fyrradag og lagði í bleyti. Ég ætlaði að þvo mótið upp í gær þegar ég kom auga á athyglisvert ferli sem er að eiga sér stað, appelsínugul fitan hefur myndað örfínar línur við barmana og öðru megin fyrir miðju hefur myndast hringform, einskonar sól. En ég borðaði nokkur fræ og svartar olívur, og var að hugsa um að poppa þegar ég nennti því ekki. Sá svo haframjölið og hugsaði um að elda hafragraut en á ekki púðursykur eða rjóma. Þreif eldhúshillurnar og komst að því að ég á tvo kaffipakka.
Hjálp
Ella Stína gat ekki hrópað á hjálp, það var engin sálfræðileg ástæða að baki eða neitt, heldur útaf því að hún gat ekki raðað saman stöfunum: H-J-Á-L-P.
Hugmyndir
Einu sinni hætti Ella Stína að vökva blómin með vatni en fór að vökva þau með glimmer af því að hugmyndir hennar höfðu breyst.
Glimmer
Ella Stína stráði glimmer í slóð sína og alltíeinu var sjórinn orðinn útí glimmer og svo komu risa tólfmetra glimmeröldur.
Ellu Stínu Perlur
Ella Stína átti perlur og perlufesti og glimmer og glimmer í lófunum, hún hafði svo fína lófa, mjúka litla sterka lófa með línum í og einhverntíma leit einhver í lófann á henni og sagði: Þú verður aldrei hamingjusöm, líflínan og örlagalínan liggja ekki saman, en þessi sem kíkti svona í lófann á henni vissi ekki að Ella Stína var öll dregin hamingjulínum.
Rafmagnsofninn
Mamma hennar Ellu Stínu var ekki ánægð með alla athyglina sem pabbi hennar fékk. Ertu að segja að ég hafi ekkert hafnað þér, sagði hún. Ella Stína hugsaði og hugsaði, hún vissi ekki betur en allir höfnuðu henni sífellt, og ef allir voru ekki sífellt að snúast í kringum hana þá fékk hún höfnun. Hún var með höfnunarheila og heilinn á henni hafnaði tildæmis líkamanum, hann hafnaði lífinu og stundum lá Ella Stína undir sæng og hlustaði á snæfjúkið. Svo fékk hún sér rafmagnsofn tilað komast á fætur en þorði ekki að kveikja á honum því hún var sannfærð um að olían í ofninum myndi þenjast út við rafmagið (hún var svo mikill efnafræðingur) ofninn myndi springa, þakið rifna af húsinu og Ella Stína myndi finnast öll brunnin og í tætlum og þyrfti að setja sjálfa sig saman á nýjan leik, heilinn í henni byggði upp niðurbrot og síðan brotnaði hann niður, þá fannst Ellu Stínu allt mjög uppbyggilegt, og byrjaði að tína á sig útlimina, heilinn á henni lét hana ekki í friði, þessvegna þurfti hún að fara á fundi. Það var ágætt nema þegar Ella Stína fór í pontu og svo aftur í sætið sitt og sagði við sjálfa sig: Hvað varstu eiginlega að segja!!! En svo eftir fundinn kom kannski einhver og sagði við Ellu Stínu: Gott að hlusta á þig. Ella Stína tók mark á þessari manneskju og var að hugsa um að gefa henni rafmagnsofninn.
útblásið ímyndunaraflið.
Ella Stína varð fyrir svo mikilli höfnun frá pabba sínum, hann var svo mikill leikari, ískalt augnaráðið, ósýnilegar hreyfingar, - að hún spurði sjálfa sig í sífellu: Hvað hef ég gert. Þetta blés svoleiðis út á henni ímyndunaraflið.
Fyrst kom hún ekki auga á neina ástæðu fyrir því að hann skyldi láta svona, svo hún hvíslaði að honum: Pabbi vertu ekki að þykjast eiga svona bágt. Þá skaut pabbi henni ís-spjótum úr augunum svo Ella Stína hrökklaðist í burtu. Á þessu hrökklunar-augnabliki byrjaði hún að hugsa hvað hún hefði gert. (Hún hrökk í sundur og augnablikið hrökk í sundur.)
Hvort hún hefði kannski keyrt strætó á hann.
Eða mokað holu og látið hann detta ofaní.
Gefið honum kaffi með hráka í.
En þá væri hann varla lifandi.
Fyrst kom hún ekki auga á neina ástæðu fyrir því að hann skyldi láta svona, svo hún hvíslaði að honum: Pabbi vertu ekki að þykjast eiga svona bágt. Þá skaut pabbi henni ís-spjótum úr augunum svo Ella Stína hrökklaðist í burtu. Á þessu hrökklunar-augnabliki byrjaði hún að hugsa hvað hún hefði gert. (Hún hrökk í sundur og augnablikið hrökk í sundur.)
Hvort hún hefði kannski keyrt strætó á hann.
Eða mokað holu og látið hann detta ofaní.
Gefið honum kaffi með hráka í.
En þá væri hann varla lifandi.
18 janúar 2008
Ellý Ármanns galdraði þáttinn
Var að koma heim úr sjónvarpstöku með Ellý Ármanns. Hún er stórmerkileg kona, ein af þessum persónum sem stundum koma fram á Íslandi og snúa öllu á hvolf. Gera Ísland að Íslandi en líka einhverju meira.
Kærleikssambandið
Það var erfitt að komast á fætur, ég notaði kærleikann, kveikti á rafmagnsofninum, talaði blíðlega við sjálfa mig þegar mér datt í hug að læra eitthvað af Jökli syni mínum sem er afburða fótboltamaður og þarf örugglega oft að beita sig hörku, ég þarf að spyrja hann útí þetta, svo ég sagði: Jæja!!! Á fætur!!! Þetta líður hjá, þunglyndið, en gat varla sofnað í gærkvöldi, þá var svo gaman í hausnum á mér. Fékk mér vatnsglös, lyfin, lýsi, vítamín, mjólkurglas, kveikti á tölvunni, sá póstinn, ætla reyna koma mér útúr húsinu, fór ekkert út í gær, skrifaði borgarstjóra ímeil um að hætta að rífa niður húsin, (borgarstjori@reykjavik.is) er komin í leðurstígvélin mín, bað bænirnar mínar, sagði sjálfri mér að sjálfsvirðing mín væri ekki fólgin í peningum, ég er svo blönk að það er með ólíkindum. En þetta kemur allt með kærleikanum. Já, svo strauk ég mér blíðlega um vangann. Elísabet, þetta lagast. Sonur minn myndi sennilega kalla þetta væl. :) Hann er svo kærleiksríkur, hann segir alltaf hvað honum finnst.
Ella Stína og Ellý Ármanns
Stundin er runnin upp, Ella Stína er að breytas í sjónvarpsstjörnu, hún á að vera í þætti sem heitir Mér finnst... Ella Stína best. Þetta er þáttur á INNtv sem Kolfinna Baldvins og Ásdís Ólsen stjórna og hverjar eru fyrstar, Ella Stína og ofurgellan, ofurþulan, Ellý Ármanns. Þetta verður sko gaman. Ella Stína er Ella Stína og allt á að vera hjá Ellu Stínu einsog Ellu Stínu. Ellu Stínu kúltúrinn er að brjótast fram. En í hverju á Ella Stína að vera. Hún veit það. Í Ellu Stínu.
Á mannamáli:
Nýr sjónvarpsþáttur er að hefja göngu sína á INNtv, það er ný sjónvarpsstöð sem næst á visir.is og hjá þeim sem hafa afruglara. Kolfinna og Ásdís stjórna og hafa valið tólf konur tilað tala um allt milli himins og jarðar, þættirnir eru þrisvar í viku, eiga sér einhverja fyrirmynd, mér skilst að maður eigi að vera svona einsog í kaffi hjá vinkonu sinni, frjálslegt nema maður sé í klessu hjá vinkonu sinni og hún kúgi mann út og suður. Fyrsti þátturinn verður sýndur í kvöld. Og í fyrsta þættinum verða semsagt Elísabet Jökulsdóttir og Ellý Ármanns.
Á mannamáli:
Nýr sjónvarpsþáttur er að hefja göngu sína á INNtv, það er ný sjónvarpsstöð sem næst á visir.is og hjá þeim sem hafa afruglara. Kolfinna og Ásdís stjórna og hafa valið tólf konur tilað tala um allt milli himins og jarðar, þættirnir eru þrisvar í viku, eiga sér einhverja fyrirmynd, mér skilst að maður eigi að vera svona einsog í kaffi hjá vinkonu sinni, frjálslegt nema maður sé í klessu hjá vinkonu sinni og hún kúgi mann út og suður. Fyrsti þátturinn verður sýndur í kvöld. Og í fyrsta þættinum verða semsagt Elísabet Jökulsdóttir og Ellý Ármanns.
17 janúar 2008
Besta sagan
Landsleikurinn fór 24-19 fyrir Svíum af því að sænski markvörðurinn tók Íslendinga á sálfræðinni með því að segja bestu söguna.
Gluggatjöldin
Ég má ekki senda honum ímeil, ekki hringja, ekki senda sms, ekki heimsækja hann, ég veit ekki hvernig ég á að hafa samband við hann. Draga gluggatjöldin frá? Ég gæti reynt að senda hugskeyti.
Handskjálfti
Finnst þér ekki eitt merkilegt, mér finnst það merkilegt, í gær var ég að hugsa um að skrifa honum, en þá hugsaði ég um hvað mér þætti vænt um hann, og þá langaði mig ekkert tilað skrifa honum. Finnst þér þetta ekki merkilegt. Afhverju skjálfa svona á þér hendurnar?
Rifinn ostur
Ég er hætt að hugsa um hann. Samt er ég enn að hugsa um hann. Hann er hættur að koma hingað. En það getur vel verið að hann komi hérna ennþá. Viltu rifinn ost?
Fínt eða gróft?
Ég veit það hljómar ruglingslega sem ég er að segja, en það eru dyr, einhverstaðar eru dyr og ég á alltaf von á að það verði bankað með offorsi og látum. Með fínu eða grófu brauði?
Á matseðlinum
Það tekur enginn eftir því, það hefur að minnsta kosti enginn orð á því, ég hef ekki einu sinni fengið skrítin augntillit, ég hefði tekið eftir því, ég er auðvitað soldið viðkvæm fyrir þessu, ég veit sjálf að ég er köttur og það er búið að stoppa mig upp, nema hræinu hafi verið hent í ruslið og þá hafi ég tekið á mig mynd þjónustustúlku, veistu lífið er svo skrítið, ég man eftir að hafa risið upp og breyst í þjónustustúlku, það gerðist allt í eldi, í logandi eldi, en það var samt alltaf þessi tilfinning að það væri búið að skafa allt innan úr mér, afhverju horfirðu svona útí loftið. Ég botna ekkert í því sem ég er að segja. Þetta á allt að vera á matseðlinum
Súpa dagsins
Það var allt skafið innan úr okkur, já ég get sagt þér það, öll innyfli, innað skinni, það var allt tekið, síðan geri ég ráð fyrir að það hafi verið einhverju troðið inní okkur í staðinn svo hægt hafi verið að stoppa okkur upp, já við vorum örugglega stoppuð upp, ég og frændi minn, fyrst skafið innan úr okkur, síðan troðið einhverju í staðinn og svo vorum við stoppuð upp, ætlaðir þú að fá súpuna á undan. Súpu dagsins já.
Kærleikssambandið
Það átti soldið erfitt uppdráttar í morgun því svaf yfir mig, vaknaði klukkan tólf í staðinn fyrir níu, en þetta hefur sjálfsagt verið kærleikssvefn. En fékk mér vatn og peru, tók vítamín, lyf, gleymdi lýsinu, bæti úr því, fékk mér kaffi, svo hringdi Elísabet vinkona mín með kærleikstíðindi, hún var að frumsýna í gærkvöldi, hún er alltaf að frumsýna, til hamingju, kærleikshamingja, kveikti á útvarpinu, kíkti út, bjó um rúmið, lét renna í bað, frétti að Kristín væri á leiðinni að dansa tangó, kærleiksfrétt, hugsaði um BA-ritgerðina og Hades, sendi Garpi nokkrar uppástungur með nöfn á dótturina, mig langar svo að finna nafn sem hefur ekki verið áður. Fann ma. nafnið Jökulást. Og Stjarna.
Smáauglýsing á Heimsveldinu
Mig vantar rúm, svona einbreitt, búin að gefast uppá að fá mér kærasta til one night stand eða light night stand, en án gríns, þá vantar mig rúm, gestarúm, ef það er eitthvað sem ég fell fyrir þá er það gestaherbergi.
Light Night Stand... ætti ég að selja þessa hugmynd.
Light Night Stand... ætti ég að selja þessa hugmynd.
16 janúar 2008
Æðri máttur
Loksins loksins loksins er ég búin að finna æðri mátt. Það er raunveruleikinn.
*
Ég er líka með annan æðri mátt, borðið þarsem ég legg allt frá mér, ég hef breytt því í æðri mátt og nú legg ég allt á það sem ég get ekki borið einsog manninn sem ég hef borið um allt og vil ekki bera lengur. Og viti menn, um leið og ég lagði hann frá mér þá stóð hann upp og fór út. Hann fékk semsagt máttinn aftur um leið og ég lagði hann frá mér.
*
Ég er líka með annan æðri mátt, borðið þarsem ég legg allt frá mér, ég hef breytt því í æðri mátt og nú legg ég allt á það sem ég get ekki borið einsog manninn sem ég hef borið um allt og vil ekki bera lengur. Og viti menn, um leið og ég lagði hann frá mér þá stóð hann upp og fór út. Hann fékk semsagt máttinn aftur um leið og ég lagði hann frá mér.
Bláa brúin og dauðinn
Ég var að koma úr Kópavogi, umferðin tilkomumikil, allt hvítt og óteljandi gul ljós, þegar vagninn ók svo Fríkirkjuveginn dáðist ég að hvernig snjórinn lá yfir Tjarnarbrúnni og bláu ljósin gerðu þetta enn fegurra, og ég hugsaði: Já, það er gaman að sjá svona fegurð en ég á ekki eftir að njóta hennar því ég á ekki langt eftir. - Þetta er ósköp saklaust lítið þunglyndi. Ha ha ha.
Það sem ég fell fyrir
Að falla fyrir einhverju þýðir að maður ræður ekki viðbrögðum sínum, það gerist bara. Svo ég fell fyrir bláum augun, síðu hári á karlmönnum, litlum krökkum, gömlu fólki, bókum; sérstaklega dularfullum gömlum bókum einsog í Trinity, fallegum höndum á karlmönnum, húmor, postulínsbollum, síðum kjólum, dúknum sem ég sá í Búdapest um árið, góðu víti, vélum, silfurskeiðum, broti úr einhverju, koddar og koddaver, lampar, ferðatöskur, flugmiðar, vegabréf, ilmvötn, borð, þegar eitthvað ósagt hangir í loftinu.
Og svo finnst mér eitt ómótstæðilegt; þegar menn koma bara, segja, ég stími til þín.
Og þegar fólk er til í eitthvað, jáið.
Orgelleikur er líka eitthvað tilað falla fyrir.
Og svo finnst mér eitt ómótstæðilegt; þegar menn koma bara, segja, ég stími til þín.
Og þegar fólk er til í eitthvað, jáið.
Orgelleikur er líka eitthvað tilað falla fyrir.
Kærleikssambandið
Ég ætla ekki að verða of sein í vinnuna útaf einskærum kærleika, vaknaði rúmlega átta í morgun, og hitaði mér kaffi og færði sjálfri mér í rúmið og kveikti á rafmagnsofninum, tók lýsi, lyf og vítamín, vann í nýrri sögu, oooh, skrifaði Jökli þegar tölvan fór til fjandans og minn innri harði diskur næstum splundraðist en ég tók því með ró og kærleika og las Fréttablaðið á meðan tölvan var að snúllast, snúllast??? Drakk sítrónuvatn í morgunmat. Kveikti á útvarpinu tilað heyra raddir. Sópaði eldhúsgólfið. Dáðist að nöglunum á mér, ég hef svo fallegar hendur. Og nú er básúna í útvarpinu.
Enn einn rykkurinn
Ég hitti konu í gær sem hafði lesið Lásasmiðinn í einum rykk, frá 8 til 3 um nóttina, hún sagðist aldrei hafa gert þetta áður, samt vinnur hún við að lesa, já já já, ég er yndisleg, ekki gleyma því, ég hafði mín tár í morgundrykk, en þetta virðist raunin, spennandi frá upphafi til enda. Og líka eitt í viðbót, ég kom við í Mál og Menningu í gær og þá var Lásasmiðurinn uppseld í búðinni. Ha ha ha. Það var búið að panta hana. Og nú er ég búin að fá mér kaffi og ætla reyna að koma á svolitlu kærleikssambandi.
15 janúar 2008
Ráð við skammdeginu
1. Ullarsokkar, - helst frá Georgíu (mamma gaf mér þá í jólagjöf)
2. Kveikja á kertum
3. Kíkja út svo maður missi ekki af því
4. Segja vinum sínum hryllingssögur af því í útlöndum
5. Dást að því, vá, hvað er dimmt, hva er bara orðið dimmt?
6. Hugsa um allar stjörnurnar útá landi sem sjást þar en ekki í Reykjavík
7. Sofa rosalega mikið, varla opna augun
8. Kúra í rúminu, kúra í sófanum, kúra í strætó, kúra í bílnum, kúra við eldhúsborðið, kúra hjá mömmu, kúra í fanginu á einhverjum, kúra við öxlina á næsta manni, kúra af heitri þrá
9. Fá norðurhvelið á tilfinninguna
2. Kveikja á kertum
3. Kíkja út svo maður missi ekki af því
4. Segja vinum sínum hryllingssögur af því í útlöndum
5. Dást að því, vá, hvað er dimmt, hva er bara orðið dimmt?
6. Hugsa um allar stjörnurnar útá landi sem sjást þar en ekki í Reykjavík
7. Sofa rosalega mikið, varla opna augun
8. Kúra í rúminu, kúra í sófanum, kúra í strætó, kúra í bílnum, kúra við eldhúsborðið, kúra hjá mömmu, kúra í fanginu á einhverjum, kúra við öxlina á næsta manni, kúra af heitri þrá
9. Fá norðurhvelið á tilfinninguna
Kærleikssambandið
Fór snemma að sofa, klukkan níu, vaknaði klukkan níu og kúrði til tíu, leit þá uppí risloftið og fannst það vera einsog líkkista svo ég fór á fætur, burstaði tennur, lýsi etc. Hlustaði á útvarpið og náði í skóflu úr geymslunni, bjó um rúmið, bað bænirnar, pakkaði inn dúk handa Greg, fann föt sem passa vel í snjónum og sjást vel ef hausinn þarf að vera uppúr skafli.
Lásasmiðurinn meira spennandi
Rúmlega tvítug stúlka fékk Lásasmiðinn og Harðskafa í jólagjöf. Ég spurði: Og var ekki Lásasmiðurinn meira spennandi? Djók. Og þá sagði hún: Jú, eiginlega.
Svo frétti ég að þokkadísin Anna Karen Káradóttir væri heilluð af Lásasmiðnum. Og í gær þegar ég fór í skólann hitti ég eina skólasystur mína sem sagði: Mig laaaangaaar svo tilað lesa bókina þína.
Svona er nú lífið, allir að pæla í Lásasmiðnum og Elísabetu Jökulsdóttur, þessari stórkostlegu manneskju sem vaknar uppá morgnana, heldur að hún sé með gigt og krabbamein og þarf kranabíl tilað tosa sér á fætur. Og getur ekki sofnað á kvöldin út af eftirvæningu, ást til lífsins og mögnuðum hugmyndum sem sveima um í hennar stórkostlega höfði. Elísabet er svo mikið andans krútt.
Svo frétti ég að þokkadísin Anna Karen Káradóttir væri heilluð af Lásasmiðnum. Og í gær þegar ég fór í skólann hitti ég eina skólasystur mína sem sagði: Mig laaaangaaar svo tilað lesa bókina þína.
Svona er nú lífið, allir að pæla í Lásasmiðnum og Elísabetu Jökulsdóttur, þessari stórkostlegu manneskju sem vaknar uppá morgnana, heldur að hún sé með gigt og krabbamein og þarf kranabíl tilað tosa sér á fætur. Og getur ekki sofnað á kvöldin út af eftirvæningu, ást til lífsins og mögnuðum hugmyndum sem sveima um í hennar stórkostlega höfði. Elísabet er svo mikið andans krútt.
14 janúar 2008
Ísland á Írlandi
Ég er í útlöndum, það spyrja allir hvernig er Ísland, ég segi ekki neitt, ég get ekkert sagt, eru ekki heitir hverir, fossar, jöklar, beljandi ár, eldfjöll, eldgos, eru ekki eldgos, ég vil ekki segja þeim að náttúran mín sé horfin og það eina sem er eftir af henni er í augum þeirra.
Nýtt leikhús
Gummi vinur minn kom í kaffi áðan þegar hann fékk hlé frá vinnunni. Ég fékk þá hugmynd að rífa vegginn, þá er tilbúið leikhús fyrir 30 manns í borðstofunni, og svo myndu gestir hlusta á okkur Gumma tala saman við eldhúsborðið. Hvernig líst ykkur á þetta? Svo gætum við kannski boðið einhverjum með okkur. Við Gummi tölum nottla um allt.
Kærleikssambandið
Ég vaknaði hálf tíu og fór á fætur, burstaði tennurnar, tók lýsi og lyfin mín. Drakk vatn. Fékk mér kaffi. Bjó um rúmið. Dró frá gluggatjöldin. Fór í falleg föt. Sá snjóinn.
13 janúar 2008
Gestur númer fimm þúsund
...er alveg að koma, hann fær kaffi. Var annars að skrifa sögu og spila Bubba. Allt uppljómað, fór á fund, saknaði Jökuls soldið, þreif stigahandriðið, það var æði. Okay. Lífið er dásamlegt.
Ég á allt gott skilið ;)
Ég á skilið að eiga góð börn,
tengdabörn, barnabörn og mig langar soldið að vinna á barnaheimili.
Ég á skilið að líka vel við sjálfa mig
Ég á skilið að skrifa
Ég á skilið að fá borgað fyrir vinnuna mína
Ég á skilið að eiga falleg náttföt
Og falleg föt og fallega skó. I love it. eiga bækur, góða vini. Ég á skilið að sofa út og einhver, who is that, færi mér í rúmið. Það er helsti draumurinn núna sem ég hef séð um það sjálf undanfarna morgna.
Ég á skilið að eiga gott hús
Ég á skilið að hlusta á tónlistina.
Ég á skilið að vaxa og þroskast. A bit boring, I know.
Ég á skilið að eiga bíl. Havent seen it.
Ég á skilið að ferðast.
Ég á skilið hreint vatn, heitt vatn, fara í sund.
Ég á skilið að fá segja það sem mér sýnist á blogginu mínu.
Ég á skilið að þurfa ekki vera með sjálfa mig á heilanum
Ég á skilið að vera krútt.
Ég á skilið að eiga kærasta og hálendi og víðáttu og ekki reykja, og borða fisk, og lambakjöt.
Ég á skilið að vera með dellu.
Ég á skilið að vera ekki einmana
Ég á skilið að vera fyndin.
Ég á skilið að eiga gamlan sófa og bláa sófann, og fegurð, og læti, og setja tónlistina í botn, og vera blóm, allskonar blóm, ég á skilið að virkilega fríka útá þessari bloggsíðu, ég er búin að skrifa í miljón ár og tölvan mín er full af skjölum, og það er svo frábært að setja þetta á bloggið, þá er þetta komið út, þá kemur önnur vídd í það, svo fæ ég leið á því, dreg mig inn í skelina, því ég á skilið að vera skjaldbaka og byrja á nýrri bók.
Ég á skilið að skrifa leikrit.
Og eiga lítið leikhús.
Með flaututónum.
Er það skilið.
Ég á skilið að skrifa langt mál og stutt mál og allskonar mál. Ég er svo mikið krúttlegt undur.
Ég á skilið að vera í skóla.
Ég á skilið að útskrifast.
Ég á skilið að halda uppá afmælið mitt.
Ég á skilið að brosa
Ég á skilið að hlæja
Ég á skilið að dansa í eldhúsinu
Ég á skilið að eignast fjallgönguskó og nýja tölvu. Where is everybody!!!
Ég á skilið að komast í sund, þessa dagana kemst ég bara allsekki í sund, þótt ég eigi það skilið, ég þarf eiginlega hjálp við að komast í sund, kannski vill guð bara ekki að ég fari í sund, ég hugsa ekki um annað en að synda.
Ég á skilið að eignast þvottavél. What year. Same year.
Ég á skilið að eiga góða mömmu sem leyfði mér að þvo í kvöld og bauð mér í silung. Og allskonar krúsílegt með honum. Og ekki í fyrsta sinn.
Ég á skilið að eiga son sem segir mér að ég hljóti að eiga eitthvað skilið.
Ég á alveg skilið að fá svona komment. úllíhúbb.
Ég á skilið að klippa út hjörtu og gefa fólki.
Ég á skilið að eiga súkkulaðið sem Agata færði mér í dag fyrir sjálfa mig þegar ég færi mér í rúmið á morgun og vakna seint en það er alltílagi og njóttu þess bara að hafa snúið sólarhringnum soldið við, og ég á skilið að eiga kött, ó nei, en stundum langar mig í mann og kött, ég á skilið að hætta þessu.
Er það skilið !!! ;)
tengdabörn, barnabörn og mig langar soldið að vinna á barnaheimili.
Ég á skilið að líka vel við sjálfa mig
Ég á skilið að skrifa
Ég á skilið að fá borgað fyrir vinnuna mína
Ég á skilið að eiga falleg náttföt
Og falleg föt og fallega skó. I love it. eiga bækur, góða vini. Ég á skilið að sofa út og einhver, who is that, færi mér í rúmið. Það er helsti draumurinn núna sem ég hef séð um það sjálf undanfarna morgna.
Ég á skilið að eiga gott hús
Ég á skilið að hlusta á tónlistina.
Ég á skilið að vaxa og þroskast. A bit boring, I know.
Ég á skilið að eiga bíl. Havent seen it.
Ég á skilið að ferðast.
Ég á skilið hreint vatn, heitt vatn, fara í sund.
Ég á skilið að fá segja það sem mér sýnist á blogginu mínu.
Ég á skilið að þurfa ekki vera með sjálfa mig á heilanum
Ég á skilið að vera krútt.
Ég á skilið að eiga kærasta og hálendi og víðáttu og ekki reykja, og borða fisk, og lambakjöt.
Ég á skilið að vera með dellu.
Ég á skilið að vera ekki einmana
Ég á skilið að vera fyndin.
Ég á skilið að eiga gamlan sófa og bláa sófann, og fegurð, og læti, og setja tónlistina í botn, og vera blóm, allskonar blóm, ég á skilið að virkilega fríka útá þessari bloggsíðu, ég er búin að skrifa í miljón ár og tölvan mín er full af skjölum, og það er svo frábært að setja þetta á bloggið, þá er þetta komið út, þá kemur önnur vídd í það, svo fæ ég leið á því, dreg mig inn í skelina, því ég á skilið að vera skjaldbaka og byrja á nýrri bók.
Ég á skilið að skrifa leikrit.
Og eiga lítið leikhús.
Með flaututónum.
Er það skilið.
Ég á skilið að skrifa langt mál og stutt mál og allskonar mál. Ég er svo mikið krúttlegt undur.
Ég á skilið að vera í skóla.
Ég á skilið að útskrifast.
Ég á skilið að halda uppá afmælið mitt.
Ég á skilið að brosa
Ég á skilið að hlæja
Ég á skilið að dansa í eldhúsinu
Ég á skilið að eignast fjallgönguskó og nýja tölvu. Where is everybody!!!
Ég á skilið að komast í sund, þessa dagana kemst ég bara allsekki í sund, þótt ég eigi það skilið, ég þarf eiginlega hjálp við að komast í sund, kannski vill guð bara ekki að ég fari í sund, ég hugsa ekki um annað en að synda.
Ég á skilið að eignast þvottavél. What year. Same year.
Ég á skilið að eiga góða mömmu sem leyfði mér að þvo í kvöld og bauð mér í silung. Og allskonar krúsílegt með honum. Og ekki í fyrsta sinn.
Ég á skilið að eiga son sem segir mér að ég hljóti að eiga eitthvað skilið.
Ég á alveg skilið að fá svona komment. úllíhúbb.
Ég á skilið að klippa út hjörtu og gefa fólki.
Ég á skilið að eiga súkkulaðið sem Agata færði mér í dag fyrir sjálfa mig þegar ég færi mér í rúmið á morgun og vakna seint en það er alltílagi og njóttu þess bara að hafa snúið sólarhringnum soldið við, og ég á skilið að eiga kött, ó nei, en stundum langar mig í mann og kött, ég á skilið að hætta þessu.
Er það skilið !!! ;)
12 janúar 2008
Sumarbústaðurinn
Sko, ef maður ætlar að beita sjálfan sig ofbeldi, verður maður að velja fallegan stað, einsog sumarbústað, sumarbústaður er heilagur staður, og ofbeldið er heilagt, það hefur tilgang, þann æðri tilgang að brjóta sjálfa mig niður, það eru allskonar meðul notuð einsog við hverja aðra messugjörð, einsog að messa sífellt yfir mér, hvað ég sé ómöguleg, ljót, leiðinleg, alltof gömul, illa vaxin, ekki nógu vel menntuð, og ég veit ekki hvað og hvað, ég get ekki unnið, ég er alltaf með rök á móti mér, þetta er sérstaklega í sambandi við karlmenn, en líka í sambandi við aðra rithöfunda, aðrar mæður, aðrar systur, aðra vini, þetta er hljóðlátt leynilegt ofbeldi sem enginn fær að vita af. Útá við sýnir maður svo annað andlit, leikur jafnvel gott sjálfsálit. Þangað til einn daginn þolir maður ekki meira. Og uppgötvar þetta af því maður þó hafði sig í að það ímeila gæjanum sem maður var skotin í, í stað þess að búa sífellt til samræður í höfðinu. Málið er að ég hef gott sjálfsálit, en ég brýt það stanslaust niður. Ég á ekki skilið að lifa áhyggjulausu lífi, ég á ekki skilið að lifa þráhyggjulausu lífi, ég á ekki skilað maður sitji hjá mér í átta klukkutíma og spjalli, ég reyni að brjóta það niður, ég á ekki skilið að fólk komi inná heimsveldið, ég verð hrædd um að hafa ekkert að segja og geta ekki þóknast fólkinu. Þetta er ég í mínum sumarbústað. Ég skammast mín meiraðsegja fyrir að viðurkenna þetta, einsog þetta sé mér að kenna, samt hef ég búið í ofbeldissambandi og ég hélt ég væri búin að vinna mig útúr því, en tíminn er ekki bein lína, tíminn líður í hring, og þær aðstæður geta skapast að maður þurfti aftur að takast á við sömu hlutina. Ég er orðin þreytt á þessu ofbeldi. Á einhvern hátt finnst mér eiga það skilið. Það er ekki víst að það sé bara hausinn á mér sem trúi því, kannski rifbeinin sem voru brotin í mér, kannski glóðaraugun sem ég fékk, kannski eru minningarnar geymdar í líkamanum, og þá verður að tala við líkamann uppá nýtt. Og kannski rífa þennan sumarbústað. Hætta að fegra ofbeldið. Hætta að hafa það leynilegt. Það getur enginn beitt mig ofbeldi nema ég beiti sjálfa mig ofbeldi.
Gleðilegt ár góðir gestir
Látið fara vel um ykkur í heimsveldinu. Ella Stína vill þakka fyrir liðið ár, hún hefði ekki komist svona langt án ykkar, án þess að fá að birta sjálfa sig, og jafnvel þótt enginn virtist stundum vera hlusta, - í byrjun. Ella Stína breyttist meiraðsegja í Elísabetu á þessu ári.
Ef skrá annál heimsveldisins þetta fyrsta ár átti merkilegasti atburðurinn sér stað í mars, þegar Ella Stína komst útúr lokaða herberginu. Í fjögur ár hafði hún haldið að ekkert væri utan lokaða herbergið, að heimurinn væri lokað herbergi, en hún komst að því að fyrir utan lokaða herbergið var hún í hlekkjum. Þessvegna varð lokaða herbergið svona eftirsóknarvert.
En þriðji staðurinn fannst með hjálp Katrínar Dagmar; heimurinn, líkaminn.
Það er ekkert mikið um komment í heimsveldinu, Kristín Bjarnadóttir sem á metið í að kommentera og oft bjarga geðheilsu Ellu Stínu og orðspori heimsveldisins sagði að oft vildi hún ekki trufla þá skáldskapargerjun sem væri í gangi, sumar færslurnar væru perlur sem komment myndi eyðileggja, og dáðist að Ellu Stínu fyrir að ofurblogga þrátt fyrir fá sem engin komment.
En ég ÞAKKA FYRIR MIG á síðasta ári. Planið fyrir næsta ár er að byggja upp kærleikssamband við sjálfa mig. :)
Ef skrá annál heimsveldisins þetta fyrsta ár átti merkilegasti atburðurinn sér stað í mars, þegar Ella Stína komst útúr lokaða herberginu. Í fjögur ár hafði hún haldið að ekkert væri utan lokaða herbergið, að heimurinn væri lokað herbergi, en hún komst að því að fyrir utan lokaða herbergið var hún í hlekkjum. Þessvegna varð lokaða herbergið svona eftirsóknarvert.
En þriðji staðurinn fannst með hjálp Katrínar Dagmar; heimurinn, líkaminn.
Það er ekkert mikið um komment í heimsveldinu, Kristín Bjarnadóttir sem á metið í að kommentera og oft bjarga geðheilsu Ellu Stínu og orðspori heimsveldisins sagði að oft vildi hún ekki trufla þá skáldskapargerjun sem væri í gangi, sumar færslurnar væru perlur sem komment myndi eyðileggja, og dáðist að Ellu Stínu fyrir að ofurblogga þrátt fyrir fá sem engin komment.
En ég ÞAKKA FYRIR MIG á síðasta ári. Planið fyrir næsta ár er að byggja upp kærleikssamband við sjálfa mig. :)
11 janúar 2008
Það kom til mín írskt haust II
Þú veist kannski ekki hvað þú ert að gera hérna, sagði landlordinn minn, en þú átt eftir að komast að því. Mér varð hugsað til þessara orða hans þegar ég fann þurrkuðu laufblöðin mín pressuð inní goðafræðina.
Það kom til mín írskt haust I
Ég var svo hrifin af haustinu á Írlandi, laufblöðin voru græn með svörtum doppum, eða brún með myglulit, gul, appelsínugul, rauð eða leðurbrún. Laufblöðin voru í stórum hrúgum og stundum á leiðinni heim sparkaði ég í hrúgurnar svo þær þyrluðust uppí loftið og stundum dönsuðu laufblöðin í vindinum. Mig langaði að fylla marga svarta ruslapoka af laufblöðum og hafa í herberginu mínu.
Það kom til mín írskt haust
Það kom til mín írskt haust
og mig langaði að hvílast
í þessu hausti,
falla til jarðar
liggja falin undir hrúgunni,
sem skrjáfaði í,
feykjast burt
og þyrlast í hringi.
II
Það kom til mín írskt haust,
þakti Esjuna laufblöðum
og sárið á höfðinu.
og mig langaði að hvílast
í þessu hausti,
falla til jarðar
liggja falin undir hrúgunni,
sem skrjáfaði í,
feykjast burt
og þyrlast í hringi.
II
Það kom til mín írskt haust,
þakti Esjuna laufblöðum
og sárið á höfðinu.
Bloggið hennar Betu babe
Það er full ástæða tilað vekja athygli á því en hún hefur sett ELLU STÍNU á forsíðuna, bara færa sig smá neðar því hún þurfti endilega að setja einhverja hafsinshetju í kjölfarið.
En athugið þetta: betaer.blog.is
En athugið þetta: betaer.blog.is
Kristjón elsti sonur minn
Hann rekur alveg stórskemmtilegt blogg, kristjon.blog.is - barnið virðist alveg stórfrótt um öll heimsins málefni og firna skemmtilegur penni, hann var nú bara að leika sér að strumpum í gær, ég skil ekki hvernig hann fer að þessu, það er annað en Ella Stína sem skafar sífellt innanúr hausnum á sér.
Klárir í bátana
Allir útað róa, - loksins búið að dæma kvótakerfið dautt og ómerkt. Ég ýtti úr vör eldsnemma í morgun og er enn útá sjó. Sipp og hoj.
Pure lásasmiður...
Ég elska bókina hennar Elísabetar. Hún er bara frábær, svo ótrúlega pure e-ð.
Vera Sölvadóttir, kvimyndagerðarmaður.
Og í gærmorgun hringdi Margrét Blöndal fjölmiðlakona frá Akureyri í skýjunum yfir Lásasmiðnum, hún væri svo skemmtileg, og endirinn svo magnaður. Ég hafði mikið fyrir þessum endi, ég sneri Írlandi á hvolf.
Vera Sölvadóttir, kvimyndagerðarmaður.
Og í gærmorgun hringdi Margrét Blöndal fjölmiðlakona frá Akureyri í skýjunum yfir Lásasmiðnum, hún væri svo skemmtileg, og endirinn svo magnaður. Ég hafði mikið fyrir þessum endi, ég sneri Írlandi á hvolf.
09 janúar 2008
Fallegasta fólk í heimi
Á myndinni eru Jökull og Kristín, þau eru fallegasta fólk í heimi, svo kemur meira af þessu fallega fólki. En þetta er Jökull yngsti sonur minn, (tvíburabróðir Garps) og Kristín tengdadóttir mín. Þau eru í Ameríku fyrir framan húsið sem þau bjuggu í þegar ég heimsótti þau í fyrra. Það var fullkomin töfraferð.
Ég fékk tildæmis að fara í Wall Mart (sveitastelpan ég hafði aldrei heyrt á það minnst) en þar fékk ég að sjá feita fólkið og þótti mér strax vænt um það. Það notaði meterslangar tannkremstúbur og borðaði úr CornFlexpökkum sem voru á við bókaskápa, og þarna sá ég sem ég hafði heyrt í sveitinni að allt væri svo stórt í Ameríku, ég var agndofa og yfir mig hrifin, Wall Mart var einn af mínum uppáhaldsstöðum. Það var heldur engin tilgerð þar, bara allt stórt og fínt og allir að kaupa sér í matinn einsog þeir væru vitaverðir á Hornströndum.
Svo fórum við í Indíánaþorp og það var nottla toppurinn fyrir utan að sitja í stofunni hjá Jökli og Kristínu og læra að chilla. En það er nokkuð sem er mjög erfitt fyrir mig, og enginn getur kennt mér nema Jökull, þá situr maður í Lazyboy-inum, hallar sér aftur og horfir á körfubolta, !!!!! já körfubolta í sjónvarpinu. Eða gerir bara ekki neitt. Alltaf þegar ég vaknaði var himinninn blár, hann var svo blár og heiður og fallegur að mér leið einsog Vestur-Íslendingi sem var að læra að chilla í Ameríku eftir íslands þúsund þrautleiðinlegu ár. Ég er ekki orðin fullnuma í chillinu.
Það var mjög sérstakt að vera þarna, líka útaf þessum heiða himni, haustlaufunum, loftinu, einhver stemmning sem ég kannaðist við en þekkti ekki neitt.
Svo fórum við í Indíanaþorpið. Það stóð við á. Þetta var alvöru indíánaþorp, ekki svona einsog í bíómyndum, heldur kúlulaga tjöld á árbakka. Þau stóðu í hring og eldstæði í miðjunni og líka athafnasvæði fyrir galdramanninn. Við kíktum inní öll tjöldin og maður hugsaði bara: Bury my heart at wounded knee. Svo sátum við hljóð heillanga stund. Indíánarnir höfðu farið fyrir 200 árum. En í fylkinu þeirra bjuggu líka Cherokee indíánar í fjöllunum. Mig langaði nottla svakalega að sjá Indíána og fór í Wall mart, er þessi indíáni, er þessi indíáni, svo á ýmsum matsölustöðum og svona útá götu. Engir indíánar. Alltíeinu fattaði ég að þeir hlytu að vera á AA-fundum.
Ég bakaði eina köku hjá þeim. Heimilisfrið. Home Chill Out.
Hún í salnum
Ég fékk sms frá honum um daginn, og veistu hvað stóð, veistu ég verð svo þreytt á að tala um hann, að það er ekki eðlilegt, ég helst varla uppi, ég get ekki sagt orð í viðbót, ég veit þú vilt fá að vita allt, ókei, það stóð að hann vildi koma og sjá mig, það er sama hvort ég er að þjóna hérna við borðið eða standa í einhverju sms-rugli, þetta er allt sama ruglið, er þér sama þótt ég svari honum meðan þú lítur á matseðilinn. Ég veit bara ekkert hvað ég á að segja.
Þögn.
Ha? Vinkona mín sagði að þetta væri spurning um að velja sér orrustuvöll, ég hef bara engan orrustuvöll, ég er bara hérna alla daga, ég fæ varla að fara heim, auðvitað fæ ég að fara heim, eða talað um þetta við hann, veistu, það er bara ekkert að tala við hann, hann er lokaður, eða ég veit ekki hvað er að honum, hann hlustar ekki, samt er það ekki það, humarinn er með sósu já, jú, það er fín sósa, nei, hún er mjög fín, humarsósa, mjög góð, en veistu það er einsog tala við vegg, við vegg, stundum veit ég bara ekkert hvað ég er að gera í þessum heimi, ókei, já ég get alveg sagt það sem mér finnst, að mig langi tilað sjá hann, en ég veit ekkert hvort mig langar að sjá hann, kannski er það bara hluti af mér, ég gæti bútað af mér handlegginn, ég meina, ég veit ekki hvað ég á segja, sjá mig, sjá mig, hvað þýðir það, ég nenni ekki svona rugli, humarinn er mjög fínn, já ég er ekki að meika þetta, ég er hrædd, ég er hrædd og veistu útaf hverju, þetta er að gerast aftur. Þetta er að gerast aftur. Alltaf. Þetta er allt að gerast aftur. Hvernig get ég stoppað það. Með grænmeti eða kartöflum? Grænmeti. En veistu ég verð að stoppa þetta, samt er eitthvað í mér og veistu hvað það segir: Að ég geti lært eitthvað af þessu, að ég hafi þó lært eitthvað af þessu sambandi við hann, eitthvað sem ég hafði ekki lært í sambandi við hinn gæjann á undan, og hvað er það, að þetta er í hausnum á mér, já þetta er í hausnum á mér, ég vissi það, ég er nottla að gera mér betur grein fyrir því. Þú sagðir grænmeti. En hvaða rosaleg lærdómsfíkn er þetta, og veistu ég var að hugsa: Ætlar þú þá aldrei að verða ástfangin aftur. Ha!!? Er það það sem þú vilt? Aldrei að verða ástfangin aftur. Afhverju er þetta kallað ást. Ég veit hvað ást er, ást er hiti, inspírasjón, ég verð svo inspíruð, ég er með ævisögur þeirra hér í búnkum, á bak við, ég er með bakherbergi hér, það er beddi sem ég sef á. Ég kem pöntuninni til skila. En afhverju þykist ég alltaf vera læra eitthvað? Hvað ég myndi segja ef ég vissi að hann væri ekki að hlusta á mig. Hm. Ég myndi segja... (löng þögn) eitthvað sem skiptir engu máli. Nákvæmlega, það er það sem þeir eru alltaf að húkka mig á, að ég segi enga vitleysu, hvernig get ég sagt einhverja vitleysu. Þetta er eitthvað um vitleysuna. Ég væri bara til í að verða rosalega vitlaus og segja eitthvað rosalega vitlaust, einhverja algjöra dellu. Ég er ekkert skotin í þér, ég nota þig bara tilað halda einhverju showi gangandi í hausnum á mér og þú ert fórnarlambið. Humarinn er lostæti. Ég held ég verði að fara að rannsaka þetta show. Þú sagðir örugglega grænmeti, veistu ég er með tárin í augunum. Ekki fara. Þetta er alveg að koma. Já, þetta er alveg að koma. Það er búið að slökkva ljósin. Showið er búið. Þetta er alltílagi, þetta er of langt tilað nokkur hafi lesið það. Ég er að hugsa um að sms-a honum og segja að ég vilji endilega sjá hann. Ekki fara. Geturðu ekki borðað í myrkri. Skothríðin, við getum sett hana í gang, ég veit ekki alveg hvað er um að vera hérna en bara ef ég hætti ekki að tala þá gengur þetta fínt. Pöntunin er á leiðinni.
Þögn.
Ha? Vinkona mín sagði að þetta væri spurning um að velja sér orrustuvöll, ég hef bara engan orrustuvöll, ég er bara hérna alla daga, ég fæ varla að fara heim, auðvitað fæ ég að fara heim, eða talað um þetta við hann, veistu, það er bara ekkert að tala við hann, hann er lokaður, eða ég veit ekki hvað er að honum, hann hlustar ekki, samt er það ekki það, humarinn er með sósu já, jú, það er fín sósa, nei, hún er mjög fín, humarsósa, mjög góð, en veistu það er einsog tala við vegg, við vegg, stundum veit ég bara ekkert hvað ég er að gera í þessum heimi, ókei, já ég get alveg sagt það sem mér finnst, að mig langi tilað sjá hann, en ég veit ekkert hvort mig langar að sjá hann, kannski er það bara hluti af mér, ég gæti bútað af mér handlegginn, ég meina, ég veit ekki hvað ég á segja, sjá mig, sjá mig, hvað þýðir það, ég nenni ekki svona rugli, humarinn er mjög fínn, já ég er ekki að meika þetta, ég er hrædd, ég er hrædd og veistu útaf hverju, þetta er að gerast aftur. Þetta er að gerast aftur. Alltaf. Þetta er allt að gerast aftur. Hvernig get ég stoppað það. Með grænmeti eða kartöflum? Grænmeti. En veistu ég verð að stoppa þetta, samt er eitthvað í mér og veistu hvað það segir: Að ég geti lært eitthvað af þessu, að ég hafi þó lært eitthvað af þessu sambandi við hann, eitthvað sem ég hafði ekki lært í sambandi við hinn gæjann á undan, og hvað er það, að þetta er í hausnum á mér, já þetta er í hausnum á mér, ég vissi það, ég er nottla að gera mér betur grein fyrir því. Þú sagðir grænmeti. En hvaða rosaleg lærdómsfíkn er þetta, og veistu ég var að hugsa: Ætlar þú þá aldrei að verða ástfangin aftur. Ha!!? Er það það sem þú vilt? Aldrei að verða ástfangin aftur. Afhverju er þetta kallað ást. Ég veit hvað ást er, ást er hiti, inspírasjón, ég verð svo inspíruð, ég er með ævisögur þeirra hér í búnkum, á bak við, ég er með bakherbergi hér, það er beddi sem ég sef á. Ég kem pöntuninni til skila. En afhverju þykist ég alltaf vera læra eitthvað? Hvað ég myndi segja ef ég vissi að hann væri ekki að hlusta á mig. Hm. Ég myndi segja... (löng þögn) eitthvað sem skiptir engu máli. Nákvæmlega, það er það sem þeir eru alltaf að húkka mig á, að ég segi enga vitleysu, hvernig get ég sagt einhverja vitleysu. Þetta er eitthvað um vitleysuna. Ég væri bara til í að verða rosalega vitlaus og segja eitthvað rosalega vitlaust, einhverja algjöra dellu. Ég er ekkert skotin í þér, ég nota þig bara tilað halda einhverju showi gangandi í hausnum á mér og þú ert fórnarlambið. Humarinn er lostæti. Ég held ég verði að fara að rannsaka þetta show. Þú sagðir örugglega grænmeti, veistu ég er með tárin í augunum. Ekki fara. Þetta er alveg að koma. Já, þetta er alveg að koma. Það er búið að slökkva ljósin. Showið er búið. Þetta er alltílagi, þetta er of langt tilað nokkur hafi lesið það. Ég er að hugsa um að sms-a honum og segja að ég vilji endilega sjá hann. Ekki fara. Geturðu ekki borðað í myrkri. Skothríðin, við getum sett hana í gang, ég veit ekki alveg hvað er um að vera hérna en bara ef ég hætti ekki að tala þá gengur þetta fínt. Pöntunin er á leiðinni.
Árni Guðmundsson dáinn
Árni Guðmundsson er dáinn, hann dó 19.desember 2007. Hann var fæddur 1954 (held ég) Hann var oft kallaður Árni Ísfirðingur. Ég var með honum í margra daga partýi fyrir löngu. Þetta var á hóteli í Brautarholti. Einn gesturinn var hauskúpa. Árni hafði einar þær fallegustu herðar sem ég hef séð. Í þeim var hafið og himinninn, kyrrðin og baráttan þar á milli.
Lásasmiðurinn enn á ferð
Nú er ég að lesa þig oní kjölinn en ég er að lesa bókina þína og hún er rosalega listilega skrifuð, textinn knappur en ljósmóðurhöndum farið með viðkvæm mál og þú ert svo heiðarleg. Ég er enginn bókmenntafræðingur en ég varð að segja þér mína upplifun að lesa söguna.Er samt varla hálfnuð. Vertu góð við þig og þú blómstar á nýju ári.
Þessi fallegu orð eru frá vinkonu minni Jónu Einarsdóttur í Hveragerði, hún er listakokkur og heimsdama, mér finnst þetta best með ljósmóðurhendurnar, því langamma mín var ljósmóðir og heldur verndarhendi yfir mér. Já, ég þarf vernd. Ég er blóm.
Og þetta síðasta er best, vertu góð við sjálfa þig og þú blómstrar.
Þessi fallegu orð eru frá vinkonu minni Jónu Einarsdóttur í Hveragerði, hún er listakokkur og heimsdama, mér finnst þetta best með ljósmóðurhendurnar, því langamma mín var ljósmóðir og heldur verndarhendi yfir mér. Já, ég þarf vernd. Ég er blóm.
Og þetta síðasta er best, vertu góð við sjálfa þig og þú blómstrar.
Heimsveldið leggur undir sig forsíðuna
Á morgun kemur Vikan út! Með Ellu Stínu framaná, hallast samt að því þetta sé Elísabet en fyrir þá sem vilja fylgjast með útþenslustefnu heimsveldisins, fáið ykkur Vikuna. Og fleiri blöð vilja Ellu Stínu á forsíðuna og áðuren árið er liðið verður það Vanity Fair, Cosmo eða hvað þau heita. Ég er reyndar mjög veik fyrir tískublöðum, og þegar ég kom úr meðferð keypti ég mér tískublað, MAD og AA-bókina.
En kannski verður Ella Stína með galdraandlitið framaná Vogue. Sjúúúúkt.
Málið er bara að setja sér markmið. Where is my spear.
En kannski verður Ella Stína með galdraandlitið framaná Vogue. Sjúúúúkt.
Málið er bara að setja sér markmið. Where is my spear.
08 janúar 2008
Leiðinn
Leiðinn hefur oft bjargað mér, ég vil leyfa mér að segja að hann leysi snilligáfuna úr læðingi, já faðir minn dó úr kurteisi, ég ætla ekki að láta það henda mig, já hann lét smíða þennan veitingastað, so what!! ljúfast var að vaka ástin mín, en það sem mig langaði að segja er að ég er orðin leið á þessu, go and fuck yourself, leið á hverju? Ég meina, þú kemur inn, þú sest við borðið, þú vilt fá matseðilinn, þú pantar, og svo framvegis, hver þekkir þetta ekki, og ég má ekkert segja, þú ert með kusk á jakkanum þínum, ég veit það má ekki segja það, það gæti gefið til kynna að þú kynnir ekki að hugsa um sjálfan þig, en þetta er bara kusk, þú ert reyndar með flösu líka, bíddu ég var að fá sms, þetta er bara orðið eitt allsherjar rugl, ég ætla láta loka staðnum, eða labba út, eru dyrnar lokaðar. Ég finn einhverja leið.
Fylgist með í næsta tölublaði. Hvaða leið finnur hún?
Fylgist með í næsta tölublaði. Hvaða leið finnur hún?
Enn meira úr salnum
Afhverju sé breitt yfir hin borðin, þú lést sjálfur fyrirskipa það, ertu búinn að gleyma því, veistu ég held að þú sért búinn að gleyma öllu, matseðlinum, þjónustunni, þú vilt bara sitja hérna stjarfur,...
Hjólað útí Gróttu
Skothríðin er byrjuð, dyrnar lokaðar, ég er hérna með svipuna en ef ég á segja einsog er þá er ég orðin drulluleið á þessu, og var að velta fyrir mér hvort við gætum hjólað útí Gróttu.
Enn úr salnum
Ég læt þig ekki hafa þetta vald yfir mér, við getum auðvitað farið í leik þarsem ég afhendi valdið, eða nota mitt vald, en það er leikur sjáðu til, maður verður að gera greinarmun á leik og raunveruleikanum. Ef þú ert í einhverju power-rössi án þess að leikreglurnar hafi verið ákveðnar þá tek ég ekki þátt í því. Vildirðu fá reikninginn?
Á veitingahúsinu
Eigum við að sitja hérna saman, það er farið að rökkva, sprengingarnar eru þagnaðar, ekkert fútt í þessu lngur, dyrnar opnar...
Sjálfstraust
Í fyrradag þurfti ég á sjálfstrausti mínu að halda en það var horfið. Þegar ég sá geðhvarfaþáttinn með Stephen Fry þarsem hann talaði um að sjálfstraustið hyrfi í geðlægð, depression, rankaði ég við mér. Þótt ég sé allajafna mjög heilbrigð af þessum sjúkdóm mínum: Manía/Depression, þá getur honum skotið niður, skyndilega get ég skotist uppá stjörnuhiminninn eða oní djúpan pytt. Ræð ekki neitt við neitt. Þangað til ég skil að þetta er sjúkdómurinn, en ekki ég.
Ég varð einmitt fyrir þeirri reynslu þegar ég vann 5.sporið í AA; sjúkdómurinn, ekki ég. Það er svo mikill sársauki að vera ekki maður sjálfur.
Ég var á fótboltaleik þegar ég uppgötvaði að það var ekki einleikið hvað manneskja einsog ég get stundum hrapað í sjálfstrausti, ég meina, ég er undur hér á jörð, skemmtileg, falleg, gáfuð, sérstök, og svo stundum dregur svoleiðis fyrir að ég þori varla að tala við neinn, aðhafast nokkuð.
Þá ákvað ég að skrifa bók um geðhvörf. Tilað vinna bug á þessu. Þegar sjálfstraustið hrapar svona eyðileggur það allt fyrir mér. En það hjálpar að þetta er sjúkdómurinn en ekki ég. Einu sinni hélt ég þetta væri ég, og ég þyrfti að laga mig eitthvað stórkostlega til, en það er bara að muna: Elísabet, þetta er ekki þú, hvar ert þú?
Ég svara alltaf kallinu.
Ég varð einmitt fyrir þeirri reynslu þegar ég vann 5.sporið í AA; sjúkdómurinn, ekki ég. Það er svo mikill sársauki að vera ekki maður sjálfur.
Ég var á fótboltaleik þegar ég uppgötvaði að það var ekki einleikið hvað manneskja einsog ég get stundum hrapað í sjálfstrausti, ég meina, ég er undur hér á jörð, skemmtileg, falleg, gáfuð, sérstök, og svo stundum dregur svoleiðis fyrir að ég þori varla að tala við neinn, aðhafast nokkuð.
Þá ákvað ég að skrifa bók um geðhvörf. Tilað vinna bug á þessu. Þegar sjálfstraustið hrapar svona eyðileggur það allt fyrir mér. En það hjálpar að þetta er sjúkdómurinn en ekki ég. Einu sinni hélt ég þetta væri ég, og ég þyrfti að laga mig eitthvað stórkostlega til, en það er bara að muna: Elísabet, þetta er ekki þú, hvar ert þú?
Ég svara alltaf kallinu.
07 janúar 2008
Geðhvarfaþáttur í sjónvarpinu
Stephen Fry (er hann leikari?) var með sjónvarpsþátt í kvöld um geðhvörf, hann var magnaður, einn viðmælanda hans hafði séð djöfulinn og ég fékk tár í augun, ekki það að ég hafi séð djöfulinn, en ég hef séð svo ógeðslega hluti í maníu, og þetta er svo hrikalegt hugarástand að ég vil aldrei fara þangað aftur, - samt er einsog ég noti ástarfíknina tilað halda mér í startholunum ef ég skyldi þurfa að flýja, og sjálfsagt er að gamalt syndróm, að flýja. Mér tildæmis tókst að vakna klukkan tvö, hafa til skuldabréfin mín, gera lista yfir það sem ég þyrfti að gera og lesa helminginn af leikriti sem ég er að skrifa um. Þrjár manneskjur hringdu í mig, ein tilað fá að koma í heimsókn, ein af geðdeild tilað heyra í mér, og krúttlingarnir Hulda og Valli tilað segja gleðilegt ár. Ég hringdi ekki neitt, stundum get ég ekkert hringt, ég vissi að ég myndi komast í gegnum þennan dag, og ég veit að morgundagurinn verður betri, ef guð lofar, ég eldaði meiraðsegja mat, brokkólí og var á leiðinni í sund þegar þátturinn byrjaði, ég er rotuð eftir þessi jól, og ég verð að passa uppá mig, og kannski kemst ég í bankann á morgun. Það sem bjargar mér er bara: Elísabet ekki skammast í þér. En ég finn svona næstum skömm að skrifa um að ég hafi fundið fyrir þunglyndi í dag þegar ég veit að fólk les þetta, en það er bara eina leiðin tilað hætta þessu. Svo er ég bara heppin, ótrúlega heppin og einhver náð yfir mér, hvað ég get skrifað, takk guð. (Ef þú lest þetta.)
My life
My life is a constant love-confession. Except for money. So the love-confessions becomes very expensive. Like doing the dishes.
An escort in the underworld
I have a mountain as an escort in the underworld, therefore I am sometimes slow, sometimes hiding, sometimes erupting, but I am there.
Útað borða með krílinu, áramótabrenna og fuglinn
Ég fór útað borða með krílinu, (hún á víst ekki að heita Elísabet) og Garpi og Ingunni á Fridays í Smáralindinni í gær, það var guðdómlegt, þau eru svo skemmtileg, og ég hafði ekki haft hugmynd um þennan stað. Svo fórum við heim til þeirra og ég fékk að skoða barnaföt, ég meina það var undursamlegt, öll þessi litlu föt, ég get varla skrifað um þetta, þetta er svo heilagt alltsaman, og parketið sem krílið lagði, krílið söng líka afmælissönginn á Fridays því ég var þar að reyna að skipuleggja afmælið mitt og hún hélt kannski það væri byrjað, eða hún sparkaði afmælissönginn, Garpur spilaði Bubbatónleikana í Laugardagshöllinni, ég skynjaði nálægð Töfragarðsins, svo magnað að koma á heimili þeirra, svo magnað að eiga svona fólk og fá að elska það.
Svo var ég með læri í kvöld handa öllu genginu, Jökli og Kristínu, Garpi og Ingunni og mömmu sem vill ekki nota sögnina að elska. En við elskum hana samt. Og ég var bara eitt titrandi þakklætisstrá að hafa svona matarboð, dúk og sósukönnu, samræður, og allt svo fallegt.... Mamma fór að horfa á spennuþátt, en ég, Kristín og Ingunn sátum inní stofu, svo mikil forréttindi að sitja með tveimur svona stórgáfuðum og fögrum og yndislegum manneskjum sem þessar tengdadætur mínar eru, eins gott þær lesi þetta, venjulega eru þau öll alltaf að flýta sér, en við sátum bara í stofunni, svona augnablik sem hægt er að hverfa inní, og á meðan voru Garpur og Jökull að safna saman jólatrjám í hverfinu!!!! Svo var áramótabrenna. Ótrúlega falleg.
Ég er ekki búin að vaska upp. En horfði á Planet Earth. Og það er möst að sjá fuglana í frumskógum Nýju-Gíneu. Ég hef aldrei séð annað eins.
Það er líka ein tengdadóttir mín sem býr á Spáni og átti afmæli í gær, og fær hér með síðbúnar en funheitar afmæliskveðjur, hún Helga, og Kristjón og allar dæturnar.
Ég gæti dáið af ást. Ég meina: Fengið tár í augun.
Ég gæti orðið fugl í frumskógum Nýju-Giníu.
Hverfa svo þangað sem ástin skín.
Svo var ég með læri í kvöld handa öllu genginu, Jökli og Kristínu, Garpi og Ingunni og mömmu sem vill ekki nota sögnina að elska. En við elskum hana samt. Og ég var bara eitt titrandi þakklætisstrá að hafa svona matarboð, dúk og sósukönnu, samræður, og allt svo fallegt.... Mamma fór að horfa á spennuþátt, en ég, Kristín og Ingunn sátum inní stofu, svo mikil forréttindi að sitja með tveimur svona stórgáfuðum og fögrum og yndislegum manneskjum sem þessar tengdadætur mínar eru, eins gott þær lesi þetta, venjulega eru þau öll alltaf að flýta sér, en við sátum bara í stofunni, svona augnablik sem hægt er að hverfa inní, og á meðan voru Garpur og Jökull að safna saman jólatrjám í hverfinu!!!! Svo var áramótabrenna. Ótrúlega falleg.
Ég er ekki búin að vaska upp. En horfði á Planet Earth. Og það er möst að sjá fuglana í frumskógum Nýju-Gíneu. Ég hef aldrei séð annað eins.
Það er líka ein tengdadóttir mín sem býr á Spáni og átti afmæli í gær, og fær hér með síðbúnar en funheitar afmæliskveðjur, hún Helga, og Kristjón og allar dæturnar.
Ég gæti dáið af ást. Ég meina: Fengið tár í augun.
Ég gæti orðið fugl í frumskógum Nýju-Giníu.
Hverfa svo þangað sem ástin skín.
06 janúar 2008
Two Irish Poems
Suddenly you was the gate
to the mysterious Dublin
with your open face
straight warm look,
and the legend was boiling.
*
A corner in Dublin
There is a corner in Dublin where the gate between reality and dream stays open. At this corner I heard the little girl in me saying: I wanna come out of the garden and be in your heart. Three months later I heard the woman in me at the same corner say I wanna go with him to a hotelroom, from the lobby.
to the mysterious Dublin
with your open face
straight warm look,
and the legend was boiling.
*
A corner in Dublin
There is a corner in Dublin where the gate between reality and dream stays open. At this corner I heard the little girl in me saying: I wanna come out of the garden and be in your heart. Three months later I heard the woman in me at the same corner say I wanna go with him to a hotelroom, from the lobby.
05 janúar 2008
Höfnun
Ég held að höfnun sé sá ógurlegasti dreki sem ég hef glímt við og hann vaknar öðru hverju af svefninum. En það breyttist eitthvað á Írlandi, og auðvitað með allri þessari tólfsporavinnu, en það breyttist eitthvað á Írlandi, ég veit ekki alveg hvað, en ég fékk höfnun um daginn, og sá svona mynd í huganum af sjálfri mér hvernig ég bregst við við höfnun, ég sný mér undan og hyl andlitið. Ég snýst til ekki til varnar, ég stappa ekki niður fætinum, ég segi ekki hvað mér finnst, ég tuða, ég fer í leiki, kem ekki hreint fram, og það sem er hættulegast, ég fer inní hausinn á mér og þar bíður geðveikin með útbreiddan faðminn.
Martröð
Mig dreymdi að ég var stödd á hótelherbergi sem á voru tvennar dyr. Frammi á ganginum var maður sem ég átti fyrir löngu í ofbeldissambandi við að slást við annan mann. Ég sat á gólfinu að reyna pakka dótinu mínu í rauðu töskuna mína en fann hvergi passann minn. Það var svolítið einsog ég væri blind því ég þreifaði um allt. Eina sem ég fann var nikótíntyggjó útum allt. Ég var að hugsa um að flýja útum aðrar dyrnar (þeir voru að slást fyrir framan hinar dyrnar) en þá var hætta á ég kæmi í flasið á hinum manninum. Því ég vissi að þeir myndu hætta að slást og bráðlega kæmi "maðurinn minn" kolklikkaður inn.
Póstrán framið í lífi mínu
Segjum að guð hafi sent mig til jarðarinnar með fullt af pósti. Ég tók mér far með póstlestinni en nú hefur verið framið póstrán og öllum póstinum stolið.
Elísabet á Boston
Ég er bara alltaf útá lífinu núna, synir mínir buðu mér á Bubba á Þorláksmessu og í kvöld fór ég á Boston með bekkjarfélögum mínum og hitti aðdáendur mína!!!! Það lá við að ég kæmist af án þeirra en mér fannst merkilegast að heyra hvað ég var falleg. Fyrir utan það var ég útá svölum með Ólafi Agli leikara sem er leikari sem nær mér innað beini, og setur mig útaf laginu, kemur útá mér tárunum, og ég veit ekki hvað, en ég hafði ákveðið að komast að því hvaða blæti ég hefði, ég hafði þá fyrr um kvöldið heyrt þetta nánast í fyrsta sinn, blæti, fyrsta blætið sem mér datt í hug var hvít skyrta, og ég spurði Ólaf Egil hvað hvít skyrta myndi tákna, hann sagði: Hreinleiki, fermingardrengur, styrkur, einkennisbúningur, eitthvað í þeim dúr, þetta er stórt tákn, sagði hann svo. Og sagði mér söguna af stúlkunni sem saumaði sjö hvítar skyrtur á bræður sína. Sagði mér ennfremur að Loðvík konungur fimmtándi hefði haft blæti fyrir lásum en verið impotent. Svo þetta var skemmtilegt kvöld. Og loksins hvít skyrta tilað pæla í.
04 janúar 2008
Leðurstígvélin
Heldurðu að þú vildir gjöra svo vel og rétta mér leðurstígvélin. Já þessi takk, ég er orðin þreytt á þessu væli, það er svartur hestur í myrkrinu. Þögn. Ég fer þá bara berfætt.
Eitthvað fallegt fyrir svefninn
Hún Alda Unnardóttir frænka mín sagði: Ástin er að þora að elska.
Ástin er hjarta guðs.
Þetta sagði hún við mig þegar við sátum í aftakaveðrinu í aftursætinu og töluðum um ástina, Alda er fimm ára einsog Alexía var fimm ára þegar hún sagði:
Ástin brýtur grindverk.
Ég er búin að læra það síðasta ár að þegar ég fæ tíma og get gefið öðrum tíma, þá er það ást.
Ást er tími.
En sem betur fer erum við öll alltaf allan tímann að segja eitthvað um ástina,...
*
Þykjumst ekki vita hvað ástin er svo við getum haldið áfram að tala um hana. Ást.
Ástin er hjarta guðs.
Þetta sagði hún við mig þegar við sátum í aftakaveðrinu í aftursætinu og töluðum um ástina, Alda er fimm ára einsog Alexía var fimm ára þegar hún sagði:
Ástin brýtur grindverk.
Ég er búin að læra það síðasta ár að þegar ég fæ tíma og get gefið öðrum tíma, þá er það ást.
Ást er tími.
En sem betur fer erum við öll alltaf allan tímann að segja eitthvað um ástina,...
*
Þykjumst ekki vita hvað ástin er svo við getum haldið áfram að tala um hana. Ást.
03 janúar 2008
Óttinn hefur mörg andlit
Ég get sýnt þér hin mörgu andlit óttans, hræðslu, angist, beyg, jafnvel reiði, sorg eða hatur, en það er ein mynd óttans sem ég get ekki sýnt, það er panik, panik já, það er þá sem ég get ekki hreyft mig. Hvað ertu með undir borðinu?
Óttinn vill stjórna lífi þínu
Óttinn vill stjórna lífi þínu þangað til það er ekkert meira líf eftir tilað stjórna. Var ekki annars búið að loka þessum stað. Nú jæja, allavega óttinn vill stjórna lífi þínu þangað til það er ekkert meira líf eftir tilað að stjórna, og þá yfirgefur hann þig, og þú í þínu stjórnleysi. En vittu til, það kemur einhver, það kemur einhver,...það á örugglega eftir að skúra staðinn.
A tiny play
Scary: Where are you going?
Freakie Kontról: I aint going nowhere.
Scary: Where are you going!
Freakie Kontról: Dont panic.
Scary: Where are you going!!
Freakie Kontról: I am panicing.
Scary: Stay cool.
Freakie Kontról: I aint going nowhere.
Scary: Where are you going!
Freakie Kontról: Dont panic.
Scary: Where are you going!!
Freakie Kontról: I am panicing.
Scary: Stay cool.
02 janúar 2008
Meira úr salnum
Þjónustustúlkan sér hvar hann birtist í dyrunum á salnum og það rennur upp fyrir henni að hún er búin að fá leið á honum.
Ó nei, hugsar hún, ekki hann.
Hann sest við borð, hún kemur að borðinu og segir:
Ég er hætt að hugsa um þig.
Fyrirgefðu!?
Ég er hætt að hugsa um þig.
Ég ætlaði nú bara að sjá matseðilinn.
ÞÖGN
Það er enginn matseðill.
Er enginn matseðill!?
Veistu ekki hvar þú ert staddur???
Fyrirgefðu!?
Þú ert í höfðinu á mér.
ÞÖGN
Get ég fengið að tala við yfirmanninn.
Fyrirgefðu!?
Yfirmanninn á staðnum.
Það er búið að loka staðnum.
Ó nei, hugsar hún, ekki hann.
Hann sest við borð, hún kemur að borðinu og segir:
Ég er hætt að hugsa um þig.
Fyrirgefðu!?
Ég er hætt að hugsa um þig.
Ég ætlaði nú bara að sjá matseðilinn.
ÞÖGN
Það er enginn matseðill.
Er enginn matseðill!?
Veistu ekki hvar þú ert staddur???
Fyrirgefðu!?
Þú ert í höfðinu á mér.
ÞÖGN
Get ég fengið að tala við yfirmanninn.
Fyrirgefðu!?
Yfirmanninn á staðnum.
Það er búið að loka staðnum.
Í salnum
Í gær langaði mig að gleypa í mig 200-400 svefntöflur og í dag langaði mig tilað skera með rakvélarblaði svona kross á magann á mér. Má annars bjóða ykkur aftur að líta á matseðilinn?
Viðhorf stjórna tilfinningum okkar
Viðhorf stjórna tilfinningum okkar, ef einhver heldur að tilfinningar séu svona brunnur eða fataskápur sem maður getur klætt sig í, og skreytt sig með, þá er það nú ekki svoleiðis, ef maður ætlar að breyta tilfinningum sínum verður maður fyrst að breyta viðhorfi sínu.
Dæmisaga: Ef maður hefur það viðhorf að kaleikur Krists sé grafinn á Kili verður maður ógeðslega spenntur.
Ef maður hefur ekki það viðhorf fyllist maður af viðbjóðslegu gríni.
Og svo framvegis.
En það merkilega er að ég fann lítinn silfurkaleik í gær þegar ástin sagði mér að gramsa í gömlu hattaöskjunni hennar ömmu.
Dæmisaga: Ef maður hefur það viðhorf að kaleikur Krists sé grafinn á Kili verður maður ógeðslega spenntur.
Ef maður hefur ekki það viðhorf fyllist maður af viðbjóðslegu gríni.
Og svo framvegis.
En það merkilega er að ég fann lítinn silfurkaleik í gær þegar ástin sagði mér að gramsa í gömlu hattaöskjunni hennar ömmu.
Lykilorð fyrir nýja árið
Í flugeldaregninu hjá Jökli og Kristínu um miðnæturbil fann ég lykilorð fyrir nýja árið, GLEÐI, og eftir mikla þrautagöngu fann ég annað lykilorð, ÁKVEÐNI, í samtali við Garp, má kannski bjóða ykkur uppá þrautagöngu með súpunni...?
01 janúar 2008
Trúarlegur krakki
Mér skilst að ég hafi fjólubláan lit í árunni minni sem gerir það að verkum að ég þurfi alltaf að fara á botninn tilað rísa upp, fá mitt upprisukikk, ég var trúarlegur krakki, en þessi botn-og upprisudagur var einmitt í dag, og ég hélt ég ætlaði ekki að meika það enda meikaði ég það ekki nema hjálp guðs og annars sporsins þarsem segir: Við báðum guð um að gera okkur heilbrigð að nýju. Þetta heilbrigði felur þá í sér að dimma hliðin sést, hin hliðin. En ég er örþreytt á líkama og sál eftir þessi átök sem hafa skipt sköpum í lífi mínu. Var það eitthvað fleira? Fyrirgefðu...hvað sagðirðu? Tveir bacon-borgarar!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)