12 janúar 2008

Gleðilegt ár góðir gestir

Látið fara vel um ykkur í heimsveldinu. Ella Stína vill þakka fyrir liðið ár, hún hefði ekki komist svona langt án ykkar, án þess að fá að birta sjálfa sig, og jafnvel þótt enginn virtist stundum vera hlusta, - í byrjun. Ella Stína breyttist meiraðsegja í Elísabetu á þessu ári.

Ef skrá annál heimsveldisins þetta fyrsta ár átti merkilegasti atburðurinn sér stað í mars, þegar Ella Stína komst útúr lokaða herberginu. Í fjögur ár hafði hún haldið að ekkert væri utan lokaða herbergið, að heimurinn væri lokað herbergi, en hún komst að því að fyrir utan lokaða herbergið var hún í hlekkjum. Þessvegna varð lokaða herbergið svona eftirsóknarvert.

En þriðji staðurinn fannst með hjálp Katrínar Dagmar; heimurinn, líkaminn.

Það er ekkert mikið um komment í heimsveldinu, Kristín Bjarnadóttir sem á metið í að kommentera og oft bjarga geðheilsu Ellu Stínu og orðspori heimsveldisins sagði að oft vildi hún ekki trufla þá skáldskapargerjun sem væri í gangi, sumar færslurnar væru perlur sem komment myndi eyðileggja, og dáðist að Ellu Stínu fyrir að ofurblogga þrátt fyrir fá sem engin komment.

En ég ÞAKKA FYRIR MIG á síðasta ári. Planið fyrir næsta ár er að byggja upp kærleikssamband við sjálfa mig. :)

Engin ummæli: