11 janúar 2008
Það kom til mín írskt haust I
Ég var svo hrifin af haustinu á Írlandi, laufblöðin voru græn með svörtum doppum, eða brún með myglulit, gul, appelsínugul, rauð eða leðurbrún. Laufblöðin voru í stórum hrúgum og stundum á leiðinni heim sparkaði ég í hrúgurnar svo þær þyrluðust uppí loftið og stundum dönsuðu laufblöðin í vindinum. Mig langaði að fylla marga svarta ruslapoka af laufblöðum og hafa í herberginu mínu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli