16 janúar 2008

Kærleikssambandið

Ég ætla ekki að verða of sein í vinnuna útaf einskærum kærleika, vaknaði rúmlega átta í morgun, og hitaði mér kaffi og færði sjálfri mér í rúmið og kveikti á rafmagnsofninum, tók lýsi, lyf og vítamín, vann í nýrri sögu, oooh, skrifaði Jökli þegar tölvan fór til fjandans og minn innri harði diskur næstum splundraðist en ég tók því með ró og kærleika og las Fréttablaðið á meðan tölvan var að snúllast, snúllast??? Drakk sítrónuvatn í morgunmat. Kveikti á útvarpinu tilað heyra raddir. Sópaði eldhúsgólfið. Dáðist að nöglunum á mér, ég hef svo fallegar hendur. Og nú er básúna í útvarpinu.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Get ég fengið básúnuleik í afmælisgjöf. Takkk.