Ella Stína varð fyrir svo mikilli höfnun frá pabba sínum, hann var svo mikill leikari, ískalt augnaráðið, ósýnilegar hreyfingar, - að hún spurði sjálfa sig í sífellu: Hvað hef ég gert. Þetta blés svoleiðis út á henni ímyndunaraflið.
Fyrst kom hún ekki auga á neina ástæðu fyrir því að hann skyldi láta svona, svo hún hvíslaði að honum: Pabbi vertu ekki að þykjast eiga svona bágt. Þá skaut pabbi henni ís-spjótum úr augunum svo Ella Stína hrökklaðist í burtu. Á þessu hrökklunar-augnabliki byrjaði hún að hugsa hvað hún hefði gert. (Hún hrökk í sundur og augnablikið hrökk í sundur.)
Hvort hún hefði kannski keyrt strætó á hann.
Eða mokað holu og látið hann detta ofaní.
Gefið honum kaffi með hráka í.
En þá væri hann varla lifandi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli