17 janúar 2008

Kærleikssambandið

Það átti soldið erfitt uppdráttar í morgun því svaf yfir mig, vaknaði klukkan tólf í staðinn fyrir níu, en þetta hefur sjálfsagt verið kærleikssvefn. En fékk mér vatn og peru, tók vítamín, lyf, gleymdi lýsinu, bæti úr því, fékk mér kaffi, svo hringdi Elísabet vinkona mín með kærleikstíðindi, hún var að frumsýna í gærkvöldi, hún er alltaf að frumsýna, til hamingju, kærleikshamingja, kveikti á útvarpinu, kíkti út, bjó um rúmið, lét renna í bað, frétti að Kristín væri á leiðinni að dansa tangó, kærleiksfrétt, hugsaði um BA-ritgerðina og Hades, sendi Garpi nokkrar uppástungur með nöfn á dótturina, mig langar svo að finna nafn sem hefur ekki verið áður. Fann ma. nafnið Jökulást. Og Stjarna.

Engin ummæli: