05 janúar 2008

Höfnun

Ég held að höfnun sé sá ógurlegasti dreki sem ég hef glímt við og hann vaknar öðru hverju af svefninum. En það breyttist eitthvað á Írlandi, og auðvitað með allri þessari tólfsporavinnu, en það breyttist eitthvað á Írlandi, ég veit ekki alveg hvað, en ég fékk höfnun um daginn, og sá svona mynd í huganum af sjálfri mér hvernig ég bregst við við höfnun, ég sný mér undan og hyl andlitið. Ég snýst til ekki til varnar, ég stappa ekki niður fætinum, ég segi ekki hvað mér finnst, ég tuða, ég fer í leiki, kem ekki hreint fram, og það sem er hættulegast, ég fer inní hausinn á mér og þar bíður geðveikin með útbreiddan faðminn.

Engin ummæli: