05 janúar 2008
Elísabet á Boston
Ég er bara alltaf útá lífinu núna, synir mínir buðu mér á Bubba á Þorláksmessu og í kvöld fór ég á Boston með bekkjarfélögum mínum og hitti aðdáendur mína!!!! Það lá við að ég kæmist af án þeirra en mér fannst merkilegast að heyra hvað ég var falleg. Fyrir utan það var ég útá svölum með Ólafi Agli leikara sem er leikari sem nær mér innað beini, og setur mig útaf laginu, kemur útá mér tárunum, og ég veit ekki hvað, en ég hafði ákveðið að komast að því hvaða blæti ég hefði, ég hafði þá fyrr um kvöldið heyrt þetta nánast í fyrsta sinn, blæti, fyrsta blætið sem mér datt í hug var hvít skyrta, og ég spurði Ólaf Egil hvað hvít skyrta myndi tákna, hann sagði: Hreinleiki, fermingardrengur, styrkur, einkennisbúningur, eitthvað í þeim dúr, þetta er stórt tákn, sagði hann svo. Og sagði mér söguna af stúlkunni sem saumaði sjö hvítar skyrtur á bræður sína. Sagði mér ennfremur að Loðvík konungur fimmtándi hefði haft blæti fyrir lásum en verið impotent. Svo þetta var skemmtilegt kvöld. Og loksins hvít skyrta tilað pæla í.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli