25 janúar 2008

Sundlaugarvörðurinn

Ég hef gaman af öllum vörðum, þjónum og fylgdarmönnum, já og fjósamönnum. Í gær þegar ég sté uppúr Sundhöllinni eftir mína 500 hundruð metra, endurnærð á sál og líkama, sagði ég við sundlaugarvörðinn, gráhærðan úlf í gúmmístígvélum:
Hún er yndisleg laugin.
Já, hún er það blessunin.

18 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hrafn biður fyrir bestu kveðju til þín
M

Elísabet sagði...

ja ja hann klikkar ekki hann bróðir minn, hugsaði einmitt til hans á geðdeildinni og allir að spyrja um hann, það er alltaf spurt um hrafn, innan og utan vallar,

knús í trékyllisvík, the broken front elisabet

Nafnlaus sagði...

500 metra?? Þú ert æðisleg.

Nafnlaus sagði...

takk, nú vantar mig 500 metra í viðbót, en chilla fyrst.

ekj

Nafnlaus sagði...

Já er chillið ekki jafn mikilvægt og átökin.

Elísabet sagði...

jú, hvernig væri að búa til kenningu:

Chill-Átök-Chill-Átök og svo framvegis.

Svo einhverstaðar þarna á milli, verðlaunagripirnir, pizzurnar, nammið, kaffihúsin, vá allt þetta.. takk.

Elísabet

Nafnlaus sagði...

chill-átök-chill-átök segir allt hahahahahaha ja hérna hér þú kemur mér sífellt á óvart

Nafnlaus sagði...

einmitt núna er ég hvorki í chilli né átökum, og hvað blasir við,... hrikalegt, á ég að hringja í hann, eða í systur mína, eða fara útí sjoppu og kaupa kók, eða raða einhverju, eða glápa á sjónvarpið,

chillað í tómarúminu.

eða:

nei, ég er alveg komin út fyrir þetta, Ellý, það er rosalega gaman að fá komment frá þér, algjört æði, ég kannski bara fæ mér litla kók, og næ þar með fullkomnu valdi á lífinu.

þá þarf ég að fara útí stígvél, kíkja á tunglið,

knús, Elísabet

Nafnlaus sagði...

Ég hef svakalega gaman af skrifum þínum mín kæra. Þú ert einstök.

Þegar þú færð leið á tunglinu máttu gjarnan skoða bloggið hjá dóttur minni: http://www.123.is/10 en þar eru óteljandi myndir af minni tilveru. Lykilorðið færðu á sms formi þegar þú vilt.

Nafnlaus sagði...

Já takk, ég vil endilega lykilorð, ég ætla að kíkja á þetta,

ekj :)

Nafnlaus sagði...

sent

Nafnlaus sagði...

Takk, I am going there,

knús, ekj

Nafnlaus sagði...

Hunangsmyndir. Manni hlýnar í hjartanu. Takk, ég skildi eftir komment. ja ja ja.

Nafnlaus sagði...

Ja ja ja Vielen Dank Liebchen. Sprichst Du Deutsch?

Nafnlaus sagði...

kleine kleinu kleinuhring, verður þú í þættinum á morgun, ég held ég verði að kaupa mér varalit, ég meina,... koma mér upp safni.

Nafnlaus sagði...

Þetta er algjört met í kommentum, gerist bara þegar Ellý mætir á svæðið, - hún hlýtur að fá skika í heimsveldinu með þessu áframhaldi.

Nafnlaus sagði...

Konur með fallega útgeislun eins og þú þurfa ekki að spandera í varaliti.

Kleine kleinuhringur hahahaha ég átti þýskan kærasta þegar ég bjó í Deutschland og viti menn maðurinn leiðréttir ennþá og endursendir mér jólakortin sem ég sendi honum.

Nei ég verð ekki með á morgun.

Nafnlaus sagði...

ókei, þá get ég bara notað hann í rúminu, varalitinn meina ég, ;)